Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 20

Ármann - 01.12.1965, Blaðsíða 20
mjög elskuleg við okkur. Umhverfis húsið var stór garður auk tveggja íþróttavalla, sem voru ætlaðir fyrir handknattleik og knattspyrnu. I félagsheimilinu var auk þess íþróttasalur, keilubrautir, böð og annað húsnæði fyrir ýmsa félagsstarfsemi. Dagarnir liðu mjög hratt, að því er okkur fannst, enda höfðum við nóg íyrir stafni. Fyrstu tvo leikina lékum við á þriðja deginum, sem við dvöldum þar. Annar þeirra var við gestgjafa okkar E. S. V. Laim, og lauk honum með sigri okkar 5:2. Hinn síðari var við S. V. 1880, og unn- um við hann einnig, (10:2). Þessi lið æfðu líka 11 manna handbolta, sem við höfðum aldrei séð áður. Var hann leikinn á knattspyrnuvelli með stórum mörkum. Við háðum einn slíkan leik við gestgjafa okkar. Lauk honum að sjálfsögðu með sigri þeirra 11:8, en í leikhlé stóðu leikar 8:1 þeim í hag, svo að við vorum bara ánægðar með úrslitin. Okkur var boð- in þátttaka í hraðkeppnismóti, sem haldið var vegna 40 ára afmælis fé- lagsins E. S. V. Múnchen. Lékum við þar fjóra leiki og unnum alla með nokkrum yfirburðum nema einn, sem var við E. S. V. Laim, en honum lauk með sigri þeirra 2:1. Úrslit mótsins urðu því þau, að við og E. S. V. Laim urðum jöfn að stigum, en markatala okkar var mun hagstæðari. Fengum við veglegan bikar, fullan af kampavíni sem viðurkenningu fyrir þennan ágæta árangur, á dansleik, sem haldinn var eftir mótið. Bikarinn tókum við með okkur heim í tösku, en kampavínið í sarpnum. Liðin skiptust á gjöfum í byrjun hvers leiks, og gáfum við þeim m. a. hvaltennur og oddfána félagsins. Einnig fengu allir mótherjar okkar Ármannsmerkið á prjóni. Fyrir utan alla þessa keppni höfðum við nóg að gera. Á morgnana var farið snemma á fætur að dómi okkar Islendinga. Aðallega var þá farið í búðir, og var ekki sjón að sjá okkur, er við komum heim fullhlaðnar bögglum. Einn daginn fórum við í dýragarð, sem er talinn einn stærsti sinnar tegundar í Evrópu. Þar var margt að líta sem okkur hafði aldrei dottið í hug að við fengjum að sjá berum augum. Meðal annarra dýra, sem við komumst í kynni við, voru svonefndar vespur, og virtust þær vera á vegum einhvers blóðbanka í borginni, svo að við flýðum að lok- um úr garðinum og fengum okkur bað í á, sem var þar skammt frá, og létum sólina baka okkur, það sem eftir var dagsins. Á kvöldin vorum við ýmist úti í garði eða inni við dans og söng. Svona má lengi telja allt, sem við upplifðum í þessari skemmtilegu borg. Ákveðið hafði verið að vera eina viku í Múnchen, en svo var komið með þá uppástungu að vera tvo daga í viðbót þar og minnka dvölina í 20 ÁRMANN

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.