Nýi tíminn - 01.07.1932, Qupperneq 1

Nýi tíminn - 01.07.1932, Qupperneq 1
„Ástand og úrræði“. í 31. tbl. gamla Tímansstend- ur grein með þessari fyrirsögn, rituö af Hermanni JónasByni, lögreglu8tjóra i Reykjavík. »Á- stand og úrræði« er það sem allir stjórnmálaflokkar eru nú að ræða um, hver frá sinu sjónar- miði, hvernig er ástandið hér hjá okkur nú i raun og veru, af hverju stafa þau vandræði, sem liggja eins og mara á miklum meiri hluti þjóðarinnar og til hverra úrræða er hægt að grípa til að bæta úr því? Þá vill Nýí tíminn leggja orð í belg, lýsa málinu frá sínum bæjardyrum og jafnframt gera nokkrar at- hugasemdir við ummæli gamla nafna. Ekki þarf að eyða mörgum orðum til að lýsa ástandinu. — I>að er kunnara en svo. Fyrir miklum hluta bænda er svo komið, að allar afurðir af búum þeirra hrökkva ekki til að greiða \&fborganir og vexti af lánum þeim, sem hvíla á jörðum þeirra og bústofni, og afurðir þeirra eru í svo lágu verði, að þótt þeir þyrftu ekki að svara til neinna skulda, þá hrökkva tekjur bú- anna varla til að fullnægja brýn- ustu nauðþurftum heimilanna, nema um því minni fjölskyldu sé að ræða eða um stórbúskap, þar sem bóndinn getur grætt á ■aðkeyptri vinnu á góðu ogvél- tæku landi. En hver er ástæðan að þess- um vandræðum. í gamla nafna er Hermann lögreglustjóri með margþvælda vitleysu um það, að húsaleigan í Reykjavík eigi aðal- sökina á þessu. öllum þeim, sem um málið vilja hugsa og tala af nokkru viti, er það augljóst mál, að erfið- leikarnir hér á íslandi eiga ná- kvæmlega sömu orsakir og þær hörmungar, sem þjá gervallan auðvaldsheiminn, og ennfremur, að orsakir þessara hörmunga er ekki skortur á því að lífsnauð- synjar séu framleiddar, heldur vitlaust og úrelt Bkipulag, Um allan heim deyja þús- undir manna á degi hverjum hreint og beint úr hungri. Og hungrið ágerist því meira, sem meira er framleitt af matvörum. iTil að ráða bót á kreppuDni eru allar höfuðskepnur lofts, láðs og lagar feugnar til hjálpar með að eyðileggja þær nauðsynjar, sem búið er að framleiða, — hveitinu er brent, kaffinu hent í sjóinn og bómullin látin fúna á ökrunum. Fólkiö líður skort, en á meðan er yfirfljótanlegt af öllu þvi, sem fólkið vantar. Og undirrótin er eignaréttur örfárra einstaklinga yfir þess- um birgðum. örfáir menn eiga framleiðslutækin, jörðina, hrá- efnin, skipin og síðan vöruna. Til að framleiða þarf sáralitinn mannafla móts við það sem áð- ur var, og stóriðjuhöldarnir sjá sér leik á borði að lækka fram- leiðslukostnað, með því að segja upp starfsfólki og lækka laun þess. En við það fer markað- urinn þverrandi, kaupgeta mink- ar, vörurnar safnast fyrir og afleiðingin verður síðan það vitfirta ástand sem nú er: Ann- arsvegar hungrandi alþýða, sem engin ráð hefir til þess að afla 8ér nauðsynja sinna, og hinsveg- ar birgðir af allskonar nauð- synjum, sem vantar kaupendur og verður að brenna eða eyði- leggja á annan hátt. Eina varanlega úrræðið gegn þessu er vitanlega skipulags- bylting, — afnám eignaréttar einstakra manna á framleiðslu- tækjunum og vörunum og um- ráð alþýðunnar sjálfrar yfir þeim, svo að hún geti framleitt með þarfir sinar fyrir augum o g notið sinnar framleiðslu. Þetta hefir verið gert í Ráð- Btjórnarrikjum Rússlands, og þar vex velmegun með hverjum mánuði samtímis þvi, að alt gengur niður á við i auðvalds- heiminum. Þar ræður alþýðan og hún framleiðir fyrst og fremst með það fyrir augum, hvers þjóðin þarfnast og hiuu síðan hent út á heimsmarkaðinn og selt þvi verði, sem fyrir það er hægt að fá, en ekki láta eyðileggjast 8vo og svo mikið til þess að hægt sé að hækka verðið á því, sem eftir er. En nú segið þið, bændur góðir:

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.