Nýi tíminn - 01.07.1932, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 01.07.1932, Blaðsíða 2
NÝI TÍMINN En það þýðir nú ekki að tala um byltingu hér á landi. Ef til vill segið þið, að bylting hér á landi geti ekki komið til mála fyrri en bylting er um garð gengin úti í heiminum. Ekki skal farið út i það aðþeasu sinni, hve mikil akilyrði eru fyrir þvi, að hér sé hægt að gera byltingu áður en hún er um garð gengin i löndunum í kring, eða hvort hún geti orðið óumflýjanleg til að forða frá almennum hungur- dauða, en einhverntima veitist máske tóm til að ræða þann möguleika. En við skulum koma okkur saman um það, að enn sé ekki orðið það ástand hér á landi sem er nauðsynlegur undan- fari byltingar, — ekki enn orðin sú neyð, Bem knýi hana fram, og þroski alþýðunnar ekki kom- inn á það stig, að hún taki Binn rétt yfir framleiðslutækjun- um, með kosningarétti sínum eða »handafli«, fyrri en þá ef allur fjöldinn ætti líf sitt að verja. En eitthvað þarf að gera. Eitthvað þurfa bændurnir að gera til að tryggja lif sitt. Eins og nú standa sakir, vofir það yfir öllum fjölda þeirra, að jarðirnar verði teknar af þeim og þeir reknir á mölina í hóp atvinnuleysingjanna og fá auð- vitað ekki nokkurn skapaðan hlut að gera. Og þeir, sem fá að sitja á jörðunum, fá ekki að njóta þess sem þeir fram- leiða, heldur er það tekið af þeim með valdi. Má nefna sem dæmi, þar sem Mjólkurbú Flóa- manna lætur ekki bændurna fá einn einasta eyri fyrir mjólk- ina, en tekur helming andvirð- isins og skilar því til bankanna, en hinn helminginn getur bónd- inn fengið vörur fyrir í ein- hverri versluninni. En þeir hafa ekki eyri til að kaupa fyrir meðalaglas, þótt líf liggi við. Gamli nafní segir, að ráðið sé að lækka húsaleiguna í Reykja- vík, — þá er kreppan bú- in. En hver meðalgreindur bóndi skilur það nokkurnveg- inn, að ef hann er rekinn úr sveitinni og hefir ekkert að gera, þá er það lítil björg fyr- ir hann, þótt hann fái kjallara- kompu fyrir 40 kr í stað 60. Því að sá sem engan eyri hefir getur heldur ekki staðið í skil- um með 40 krónurnar, og verð- ur alveg á sama hátt rekinn út fyr eða siðar. Það sem bændurnir þurfa fyrst og fremst að tryggja sér, er þetta tvent: að þeir séu ekki flæmd- ir frá jörðunnm, og i öðru lagi, að þeir fái að njóta þeirra nauðsynja, sem þeir framleiða og þesB litla verðs, sem þeir geta fengið fyrir þær á mark- aðinum. Ef þeir tryggja sér það tvent, þá forða þeir sér lengi frá beinum hungurdauða, þótt markaður bregðist fyrir fram- leiðslu, eins og nú má segja að orðið sé að miklu leyti. En þetta er bændum ómögulegt að tryggja, nema þeír bindist öfl- ugum samtökum. Nýi tíminn hefir haft sannar fregnir af þvi, að í ýmsum héruðum landsins er allmikill áhugi fyrir að koma slíkum samtökum á, og ef til vill eru þau þegar gerð i einstökum sveitum. En á því ríður, að félög þau, sem mynd- uð verða í þessu augnamiði, myndi aftur samtök sín á milli, og að því takmarki verða þau að stefna, að ná innan Binna vé- banda öllum þeim smábændum þjóðarinnar, sem skilning hafa á nauðsyn svona samtaka og réttmæti þeirra. Ef allir smá- bændur landsins standa saman um þessar kröfur, þá mun reynzlan sýna, að eitthvað verður undan að láta, og þeir sjá sér fært að halda áfram baráttunni, þar til þeir hafa dregið úr höndum yfirstéttar- innar réttiun yfir framleiðslu sinni, og geta þar með trygt 8ér skilyrði til betri lífdaga en allur þorri bænda hefir notið til þessa tíma. Þetta eru þau úrræði, sem fyrst liggur fyrir að bændur leiti til, gegn þvi ástandi, sem nú ríkir. Nýl timlnn. fær nýja áskrifendur með- hverri póstferð, og nú er upp- lagið orðið svo stórt, að það er orðið ógerlegt að fjölrita blaðið, auk þess sem fjölritað blað verð- ur aldrei eins læsilegt og prent- að blað. En prentað blað er miklu dýrara og eru engin tök á að halda því úti eins og sakir standa, þótt ráðist sje í að prenta þetta blað. Tekjur blaðsins hafa ekki verið aðrar en þær, sem fengist hafa með sölu þess hjer i Reykjavik, en þar sem það fjallar eingöngu um málefni bænda og búaliðs, þá hefir það lítil skilyrði til að hljóta útbreið- slu í bæjunum. Þó hefir salan í Reykjavik verið svo mikil, að fengist hefir upp kostnaður- inn við p&ppírekaup og burðar- gjald, enda hefir ekki verið hægt að byrja á einu blaðinu, fyrri en búið er að fá upp í kostnað við það næsta á undan, því að allir þeir, sem að blaðinu standa,. eru eignalausir atvinnuleys- ingjar. Kostnaðurinn við að láta blað- ið koma prentað einu sinni í mánuði í þessarri stærð myndi verða nærri þúsund krónum yf- ir árið. En hvar á að .fá pen- inga til þessa? — Nú viljum við beina þeirrí spurningu til smábænda og annarra í sveit- um landsins, hvort þeir ÓBki ekki, að blaðið haldi áfram að

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.