Nýi tíminn - 01.08.1932, Side 1

Nýi tíminn - 01.08.1932, Side 1
NYITÍMINN ÚTGBFANDI: BÆNDANEFND KOMMÚNISTAFLOKKS ÍSLANDS. REYKJAVÍK, ÁGÚST 1932. 7. TBL. I. ÁRG. Hvar á að taka peninga? í 4. og 5. tbl. Nýja tímans liefir verið á það bent, bvaða kröfur fátækir bændur á íslandi verða að setja fram og berjast fyrir, ef þeir eiga ekki að glata öllum möguleikum til að draga fram lifið og réttindum til að eitja á jörðunum, sem þeir með takmarkalausri elju og þraut- seigju og striti hafa bætt á ótal vegu. Þess var áður getið, að margur bóndinn myndi spyrja á þessa leið: »En hvar á að taka fé, til þess að hægt sé að uppfylla þessar kröfur?« Þeir hafa lesið það i auðvaldsblöðun- um, ísafold og gamla Timanum, að atvinnurekstur allur sé á hvinandi hausnum. Og hvar á þá að taka peninga? Nú ætlar Nýi tíminn að færa litilsháttar svör við þeirri spurningu. Á það hefir áður veríð minst, að eitthvað myndi vera hægt að draga af launum þeirra manna. sem eru starfsmenn rík- isins. Nú hefir verið athugað, hvað mikið væri hægt að spara með því, ef enginn opinber starfsmaður hefði hærri laun en 300 kr. á mánuði. Það sér hver bóndi, að engum er vorkunn að draga fram lífið á þeim launum. Nýjar skýrslur um starfs- mannahald ríkisins eru ekki fyrir hendi, en samkvæmt eldri skýrslum má með þessari launa- lækkun spara 1 miljón króna á ári, og er þó vitanlegt, að sú breyting verður með ári hverju, að þessi upphæð fer síhækkandi. Og athugum, hvað sú upphæð gildir á mælikvarða sveitabænd- anna. Tökum til dæmis bændur, sem selja eingöngu sauðfjáraf- urðir. Nú er gert ráð fyrir lágu verði næsta haust. í einu héraði gerir kaupfélagsstjórinn ráð fyr- ir, að dilkurinn geri 3 kr., og miðar svo lán til félagsmanna við það, hve mörgum dilkum þeir geta lofað. Segjum nú samt, að hver dilkur kæmi til með að leggja sig á 6 kr. Tökum hóp smæstu bændanna, og gerum ráð fyrir, að þeir á ári hverju þurfi að greiða í vexti og afborg- anir skulda 300 kr.; eru það þá 50 dilkar, sem í það fara, og er ekki hægt að gera ráð fyrir, að þeir að meðaltali geti selt meira en það frá búum sinum. Ef þess- ari 1 miljón væri nú varið til að taka við þessarri kvöð bænd- anna, þá mætti á þann hátt hjálpa 3333 bændum. En nú ber að gæta þess, að ríkið greiðir starfsmönnnm sín- um mjög lág laun móts við það, sem aðrar stofnanir greiða fyr- ir samskonar störf. Og þótt ekk- ert væri farið út fyrir venjuleg- ar leiðir, sem farnar hafa ver- ið, til að afla rikissjóði tekna, þá mætti ná ærnu fé af þeim mönnum með hækkuðum tekju- og eignaskatti. En allir þessir launþegar búa þó við smá kjör, mótB við þær gnægðir, sem renna til atvinnurekendanna sjálfra og stóreignamannanna. Samkvæmt skattskýrslum frá 1930, þá eru það 8 manns í Reykjavik, sem hafa á milli 50 og 70 þús. króna tekjur, 58 hafa á milli 20 og 50 þús. Ef skatt- ur af hátekjum væri hækkaður svo mikið, að þessir menn greiddu til jafnaðar 10 þús. kr. hver, — og hafa þeir þó eftir sem áður yfirfljótanlegt til allra hluta, — þá væru fengnar af þessum mönnum 660 þús. kr., og ef þeirri upphæð væri skift á milli 3 þús. smábænda, þá kæmu 220 kr. í hlut, og jafn- gildir það 30—40 dilkum. Samkv. skattskýrslum frá sama ári eru í Reykjavik 6 menn, sem eiga hreina eign, samkvæmt eigin framtali, sam- tals á 5. miljón kr. Samkv. nú gildandi lögum er eignaskattur af 1 miljón á einni hendi aðeins 6 þús. kr., svo að ekki er nú geng- ið nærri stóreignamönnunum. En hér eru fyrir hendi 4 milj. í eign 6 manna, svo að greini- legt er, að með hækkuðum eign- arskatti af stóreignum má ná álitlegri upphæð, án þess að menn þessir séu gerðir öreigar. — 30 manns eiga samtals 8 miljónir, 285 þús., eða til jafn- aðar 276 þús. kr. hver. Ef tekn- ar væru 100 þús. af hverjum, þá eru þar 3 miljónir. 47 menn eiga milli 100 þús. og 200 þús.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.