Nýi tíminn - 01.08.1932, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 01.08.1932, Blaðsíða 3
NÝI TÍMINN múnismaQS, en þau hafa hingað til yerið svo mjög ókunn hér um slóðir. Og svo ókunn hefir kommúniatastefnan verið hér í sveitum, að hún hefir verið álit- in glæpamannastefna, og þeir glæpamenn, sem henni fylgdu, ecda hafa menn haft allan sinn fróðleik í þeim efnum úr íhalds- og framsóknarblöðunum. Bænd- ur þurfa að kynnast betur kom- múnismanum. Bændur þurfa að lesa Nýja timann. Hann þyrfti að koma á sem flest heimili í landinu. Þá myndu margir hika við, áður en þeir gengju lengra í því að styðja núverandi þjóð- skipulag. S. Blöðin og þjóðin. Jónas Þorbergsson, hinn gamli ritstjóri gamla Tímans, segir svo i 34. tbl. blaðsins: »Gallar blaðanna eru gallar þjóðarinnar. Ef við viljum fá betri blöð, þá verðum við að fá betri þjóð«. Þetta eru eftirtektarverð orð frá manni, sem árum saman hefir verið ritstjóri og um skeið við aðalblað stjórnarinnar. Þetta er yfirlýsing um það, hvernig ritstjórar auðvaldsblaða lita á hlutverk sitt. »Gallar blaðanna eru gallar þjóðarinnar«. Jónas kennir þjóðínni um það, hve ís- lensk blöð eru ómerkileg. Heira- Bkan i blöðunum kemur til af þvi, hvað þjóðin er heimsk, seg- ir hann, fáfræði þeirra af því að þjóðin er fáfróð, ruddaskap- ur og kjaftháttur af þvi að þjóð- in sjálf á þessa eiginleika. Allir gallar blaðanna eru þjóðinni að kenna. Frá sjónarmiði auðvaldsblaða hafa þessi orð djúpan sannleika að geyma. Til hvers heldur auð- valdið út blöðum? Til þess að halda lesendum sem heimskust- um og fáfróðustum. Það eru eng- in takmörk fyrir því, hvedjúpt auðvaldsblöðin geta sokkið í sví- virðingum, önnur eu almenn. ingsálitið. Blöðin þylja alla sína heimsku i þeirri góðu trú, að þjóðin 8é ekki vitrari en það, að hún geti þolað þetta, lesi blöð- in og verði enn heimBkari. Nýi tíminn vill lýsa því 5Tfir, að hann hefir valið sér alt ann- að hlutverk. — Gallar blaðsins verðaekkikendir þjóðinni, heldur þeim, er að því standa og í það rita. Jónas segir, að til þess að blöðin batni, þurfi fólkið að batna, og með þvi á hann sjálf- sagt við það, að þegar fólkið er orðið bvo viturt, að það vill ekki sjá ómerkileg blöð, þá muni auðvaldið eitthvað reyna að laga blöðin sín. — Nýi timinn litur hinsvegar svo á, að blöðin eigi að bæta þjóðina og gera hana vitrari. Auðvaldsblöðin leggja alt kapp á það að laga sig eftir hugsun- arhætti fáfróðra kjósenda, halda þeim uppi á kjaftæði og þvætt- ingi, til að leiða huga þeirra frá aðalvandamálunum og lausn þeirra. En Nýi tíminn vill leit- ast við að leiða inn nýjan hugs- unarhátt og nýjar skoðanir. Þótt hann viti, að íslenskir bændur Béu fáfróðir um þjóðfélagslega afstöðu sína, — þar sem blöðin hafa ekkert að því gert að fræða þá um hana, svo sem ekki er að vænta af auðvalds- blöðum, — þá telur Nýi tíminn sér ekki skylt að vera fáfróður um þau mál, heldur einmitt það gagnstæða. En auðvaldið fyllir blöð sín heimsku, i því trausti að þjóð- in sé heimsk. Og sá ritstjórinn, sem gert hefir sér skýrasta grein fyrir þessu hlutverki blaðanna, er gerður að útvarpsstjóra, svo að hann geti rækt Bama hlut- verk í þeirri stöðu. Og þegat kvartanir koma um, að það sé ómerkilegt, sem út er varpað, þá er svarið auðvitað þetta: Galiar útvarpsins eru gallar þjóðarinn- ar. Útvarpið er ómerkilegt, af því að þjóðin er ómerkileg. En sannleikur málsins er þessi: Auðvaldið hefir ómerkileg blöð og ómerkilegt útvarp, til þesa að alþýðan verði sem ómerkl- legust og það sé sem auðveld- ast að halda henni i kútnum. Af hverju? — Af því. Af hverju gengur Jónas og aðrir þingmenn Framsóknar- flokksins ekki inn í Sjálfstæðia- flokkinn? spyrja margir síð- an þessir tveir flokkar tóku höndum saman um að leggja blæju fyrirgefningarinnar yfir stærstu glæpamál þjóðarinnar. Svarið gefur J. J. sjálfur í ganila Tímanum, 31. tbl. Þar segir hann: »Ég hefi þessvegna kom- ist að þeirri skoðun, að ef ég ætlaði að hjálpa íhaldinu, en svikja málstað umbjóðenda minna, þá myndi ég koma al- gerlega án kjósendafylgis yfirl herbúðir kyrstöðunnar«. Þetta kallar maður hreinskilni i lagi. Enginn frýr Jónasí vita. Hann skilur ýmislegt, sem aðrir Framsóknarmenn skilja ekkl Og þar á meðal þetta, að ef hann hefði gengið i Sjálfstæðis- flokkinn, þá hefðu bændurait snúið við houum bakinu. Þess vegna fór hann ekki, — af þvi og engu öðru. Og þess vegna er hann að rífa sig i gamla Tím- anum á móti Sjálfstæðisflokkn- um, sem hans eiginn flokkur er kominn í bandalag við. Og & þann hátt vinnur hann auðvaki- inu líka langmest gagn. Hefðí hann sjálfur gengið með, þæg-

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.