Nýi tíminn - 01.10.1932, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 01.10.1932, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: BÆNDANEFND KOMMUNISTAFLOKKS ISL.aNDS. I. ARG. REYKJAVIK, OKT. 1932. 9. TBL. KanpfélDgin og bændnr. Saga samvinnuhreifingarinnar hér á íslandi er ekki eldri en það, að menn muna þá tíð, er selstóðukaupmennirnir réðu eins og konungar við hverja höfn. Bændurnir áttu líf sitt og af- komu undir náð þeirra og urðu að sætta sig við það ok, sem þeim þótti sér hagur i að leggja á þá. Þetta ok skapaði hreifingu meðal bændanna fyrir þvi að brjóta af sér kúgun selstöðu- verslananna. Þeir komu upp pöntunar- og kaupfélögum og hófu með því uppreisn gegn drott- invaldi selstöðuverslananna, og varð sú barátta oft hörð og heift- úðug. En smámsaman tókst kaup- félögunum að vinna bug á sel- stöðuverslununum, og nú er svo komið, að svo að segja við hverja höfn er komið kaupfélag, og sum þeirra eru komin í tölu hinna stærstu verslunarfyrir- tækja á landinu. Þegar hugsað er til þeirra . tima, er bændur fyrst hófu bar- áttuna gegn arðráni selstöðu- verslananna, og þess skjóta ár- angurs, sem bændur þóttust þá verða varir í bættum lífskjörum, þá verður mönnum það undrun- arefni, hvílíkt bjargarleysi allur þorri bænda býr nú við. Hvað myndu gómlu samvinnufrömuð- irnir hugsa, ef þeir væru komnir hér á meðal okkar, sæju vöxt og viðgang kaupfélaganna og sambandeins annarsvegar og fá- tækt og neyð bændanna hins- vegar? Og hvað myndu þeir segja, er þeir heyrðu, að i 5 ár hefir stjórnmálaflokkur, sem fiaggar með samvinnufélagsskap- inn efst á stefnuskrá sinni, verið ráðandi flokkur í landinu? Hví- lík feikna öfi myndi þeim finn- ast bændurnir hafa, þar sem eru kaupfélögin og Sambandið og blöð flokksins og tímarit, og hve miklu megnugri myndu bændur nú að verjast árásum auðvaldsina. En á síðustu árum hefir sam- band mikils þorra bænda við kaupfélögin breytst og breytist óðfluga. Ósjaldan heyrast nú dæmi frá Viðskiftum milli bænda og kaupfélaga, sem minna átak- anlega á baráttu bændanna við kaupmannavaldið fyrrum. Og ástæðan er sú, að nu eru kaup- félögin ekki rekin með, hags- muni smábændanna fyrir aug- um, en rí tölu þeirra er þorri búandi manna i landinu. í stað dönsku verslunarfélaganna er enska auðvaldið komið, og í stað dönsku faktoranna Búnað- arbankastjórarnir, Sambands- stjórarnir og kaupfélagastjór- arnir. Eins og kunnugt er, aflar Sam- bandið og kaupfélögin sér rekst- ursfjár með bankalánum, sem Sambandið, kaupfélögin og fé« lagsmenn eru ábyrgir fyrir. Með- an engir viðskiftaörðugleikar eru, fær bankinn sitt, án þesa gera þurfi nokkrar sérstakar ráð- stafanir. En þegar harðnar í ári, þá kemur berlegar í ljós, að Sam- bandið og kaupfélögin eru um- boðsmenn bankavaldsins, en. ekki smábændanna. Þá fara kaupfélögin . að stöðva úttekt brýnustu lífsnauðsynja, til þess að geta staðist skuldbindingar sínar við bankana, án tillits til þess, hvað bændunum liður. Sambandið og kaupfélögin eru nú fullkomnustu tækin, sem bankarnir hafa til að arðræna með bændurna. Kaupfélagsstjór- arnir flestir virðast líta þannig á, að höfuðhlutverk þeirra sé það, að hremma eignir smá- bændanna undir bankana og neita þeim um allar nauðsynjar, þegar ekki er lengur neitt af þeim að hafa, og eru kaupfé- lagsstjórar nú þegar farnir að beita alvarlegum brögðum til að framkvæma þetta. Samtök smá- bændanna ein geta sett þvi tak- mörk, hvað þessir erindrekar bankanna ganga nærri bændun- um um það lýkur. Ef kaupfélögin og samband þeirra væru fyrst rekin með hag smábændanna fyrir augum, þá myndu þau nú hafa sett fram þá kröfu, að eitíhvað af skuldura þeirra við bankana væri strykað út, og smábænd- unum síðan gefnar upp skuldir að meiru eða minna leyti En

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.