Nýi tíminn - 01.11.1932, Síða 1

Nýi tíminn - 01.11.1932, Síða 1
I. ÁRG. ÚTGEFANDI: BÆNDANEFND KOMMÚNISTAFLOKKS ÍSLANDS. REYKJAVÍK, NÓV. 1932. 10. TBL. Framsðkn og bændurnir Sé ég í anda knör og vagna knúða krafti, sem vanst úiyfossa þinna úða, Btritandi vélar, starfsmenn glaða og prúða, stjórnfrjálsa þjóð með verslun eigin búða. Þannig kvað Hannes Hafstein um aldamótin siðustu. Þetta var draumur bjartsýnustu íslending- anna. Augu þeirra voru að opn- ast fyrir þvi, að ísland var gott land og hefir skilyrði til mikill- ar og fjölbreyttrar framleiðslu. En þjóðin stóð öðrum þjóðum að baki í verklegum efnum. Hún hafði ekki lært að beisla náttúruöflin og láta vélarnar vinna fyrir sig. Og framfarirnar komu risa- vaxnar, en svo mátti heita, að allar væru þær við sjávarsíðuna. Það reis . upp stór togarafloti með fullkomnustu veiðitækjum. Úr skauti sjávarins var ausið æ meiri auðæfum með árihverju. Hagur bæjabúa fór óðfluga batn- andi Útgerðarmenn, kaupmenn og skipstjórar reistu sér skraut- hýsi. Sjómenn fengu hærra kaup, og landverkamenn sömuleiðis. Reykjavík tók að sníða sig eftir erlendum menningarborgum. — Draumar hugsjónamannanna voru að rætast. Vélamenningin var að halda innreið sina í landið. En í sveitunum sat við hið sama og áður. Túnin voru litil og kargaþýfð. Grasið var losað með orfum og ljáum. Undirristu- spaði var helsta jarðyrkjuverk- færið. Og svo streymdi fólkið úr sveitunum til bæjanna, af þvi að þar buðust meiri lífs- skilyrði. Þá var heimtað fé í sveitirn- ar. Án þess var ekkert hægt að gera. Það þurfti að byggja hús, rækta land, virkja lækina, til að hita og lýsa heimilin og jafnvel til að knýja vélar til heimilisiðnaðar. — Framsókn beitti sér iyrir þessari kröfu, og það fylkti bændunum undir merki hennar. Þetta var ekkert annað en krafa bændanna um það að hafa í sig og á, rétta sig úr kútnum, nema landið og auka lífsmöguleika afkomenda sinna. Og alt virtist vera á sæmi- lega góðum vegi. Ræktunin óx hröðum skrefum og afrakstur sumra túnanna margfaldaðist. Ný hús risu upp, bæði ibúðar- hús og peningshús, og í fyrsta skifti í sögu þjóðasúnnar höfðu bændurnir það nú á tilfinning- unni, að þeir væru að inna af bendi starf, sem margar óborn- ar kynslóðir ættu að njóta. 01- íuknúðar vélar brjóta jörðina, og sláttu- og rakstrarvélar rífa niður grasið og róta heyinu saman og vinna margra manna verk. Bílar þjóta um bygðir, þar sem þeir hafa ekki áður sést, og menn fá nauðsynjar sinar heim í hlað, án þess að hreifa hönd eða fót. Hraði vélamenn- ingarinnar er að komast upp í sveitirnar. Og allvíða heilsa raf- magnsljós augum vegfarandans, þegar hann á vetrarkvöldunum leitar til bændabýlanna, og inni fyrir eru olíuljósin og jafnvel kolaeldstæðin útlæg ger. En aldrei hafa bændur verið meira í kútnum en nú, þegai undan eru skilin mestu hörm- ungaár fyrri alda. Heyjanna er aflað með margfalt minni fyrir- höfn en áður. En fjöldi bænda getur ekki einusinni fengið sér kaffi, og þeim er skamtaður maturinn.' »Föt teljast ekki leng- ur til nauðsynja«, sagði bóndi einn i vor, og annar segir í bréfi til Nýja tímans, að auð- valdið ætli sér að reka bænd- urna nakta af jörðunum, eins og guð þeirra rak foreldra okk- ar nakta úr paradís. Og frá láns- stofnunum, sem stofnsettar voru til að reisa við íslenskan land- búnað, rignir bréfunum yíir bændurna, þar sem tilkynt er, að vixill hafi fallið þennan og þennan dag, og »verði þessari aðvörun ekki sint, munum vér innheimta nefnda skuld með málsólcn á hendur yður án frek- ari tilkynningar af vorri bólfu. Virðingarfylst®. — Einn og einn eru bændurnir farnir að hrekjast af jörðunum, sem þeir eru búnir að fórna

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.