Nýi tíminn - 01.11.1932, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 01.11.1932, Blaðsíða 3
NÝI TÍMINN gegn skattheimtumönjrmm ríkis- in8 og gegn framkvæmd þeirra laga, sem auðvaldið tryggir vald 8itt með. Þetta er mörgum bænd- um víðsvegar um land farið að Bkiljast. Og væntanlega getur Nýi timínn innan skamms fiutt fregnir af þvf, að þannig löguð barátta sé hafin hér á landi. Reðd úr sveitinni. Alténd heyrir maður eitt- hvað nýtt. Nú er gamli Tíminn kominn að þeirri niðurBtöðu, að kommún- isminn sé ekki annað en tíaka, — að visu ákaflega léleg, —- að- flutt frá útlöndum. Og eins og gömlum, ráðsett- um borgara sæmir, varar hann bændurna úti á landsbygðinni við því að láta glepjast af þess- ari skaðræðistísku. Það er eins og gamli Tíminn hafi eitthvert veður af því, að bændurnir séu farnir að gefa kommúni8manum meiri gaum en hann telur æskilegt. Þetta þykir gamla Tímanum ákaflega skrítið. Og svo sem vænta má, getur hann ekkert skilið í þessari ónáttúru bænd- anna. Þesstegna skrifar hann þetta bara á reikning einhvers tískufaraldurs, sem borist hefir frá stórborgarskrílnum í útlönd- um, líkt og innfiúensa eða misl- ingar. Það er kannske ómaksins vert að skýra þetta dularfulla fyrir- brigði, — þennan byltingahug bændanna, — fyrir gamla Tím- anum lítið eitt, ef ske kynni, að það yrði honum til sáluhjálpar, eða einhverrar uppbyggingar í framtíðinni. Gamli Tíminn hefir oft talað um kreppu. Það kemur honum því ekki ókunnuglega fyrir, þótt kreppa sé nefnd. En veit hann, hvað kreppa er? Veit bann það, að kreppan kemur fyrst þangað, sem hún ætti að koma síðast? Veit hann það, að kreppan sniður fyrst ut- an af lífsmöguleikum þess fólks, sem minst hefir að missa? Veit hann það, að fólkið, sem fæst hefir lífsþægindin og minstar kröfur gerir til lifsins, verður fyrst að slá af sínum litlu kröf- um. Og svo er önnur hlið þessa máls; Það er til fólk, lika á okkar kæra landi íslandi, sem ekki þekkir kreppuna nema af afspurn. Þetta fólk þarf ekki að neita sér um neitt. Það þarf ekki að slá af sinum íburðar- miklu kröfum til lifsins. Það get- ur veitt sér öll tímanleg gæði, þrátt fyrir kreppuna. Hún kem- ur ekkert við þeirra persónu- lega hag. En svo kemur aðalatriðið, sem er ef til vill þoku vafið fyrir gamla Tímanum. Fólkið, sem kreppan þjarmar að, veit um þetta líf fina fólks- ins. Og það verður að segjast beint upp i opið geðið á gamla Tímanum, að einmitt vissan um þetta, að kreppan kemur fyrst og fremst þangað, sem hún á ekki að koma, vekur upp gremju og andúð til þess fólks, sem sit- ur að gæðum lífsins, meðan all- ur fjöldinn verður sð draga úr kröfum sínum. Þettu er kannske álitinn mjög ljótur og spiltur hugsunarháttur frá kristilegu og borgaralegu sjónarmiði, en þetta er ekkert annað en blá- köld staðreynd. Þess vegna er það, að mörg- um fátækum bóndanum og bóndasyninum þykir það nokk- uð napurt, hve mikið djúp er staðfest á milli þeirra og hinna, sem >aeila og drotna«, — þeirra, sem hafa náð þeirri aðstöðu i lifinu að geta veitt sér öll tím- anleg gæði með lítilli eða engri fyrirhöfn. — Þegar hinn snauði maður, hvort sem hann er bóndi eða eyrarþræll, er farinn að skilja þessi einföldu og augljósu sannindi, fyllist hann andúð og gremju til þeirra, sem sitja að kjötkötllunum. Þetta er það, sem »skikkanlegric borgarar kalla stéttahatur og kalla ljótt. Og nú er svo komið, að þetta stéttahatur er að spretta upp í sálum margra velþenkjandi Framsóknarmanna, — manna, sem helst hafa þekt það eér tii sáluhjálpar að lesa gamla Tím- ann og aldrei hafa heyrt eitt einasta gott orð ura kommúnista. Þess vegna má alveg hafa endaskifti á hugsunarferli gamla Timans. Kommúnisminn er ekki innflutt vara, eins og gamli Tím- inn heldur i barnslegri einfeldni sinni, nema þá umbúðirnar að nokkru leyti. Hann þróast og ves og dafnar í brjóstum þeirra manna, sem komið hafa auga á þau einföldu sannindi, að sumir bera mikið úr býtum frá borði lífsins, en aðrir minna en ekki neitt. Kreppan hefir skerpt þess- ar andstæður og tilfinningu manna og gagnrýni á þessum hlutum að sama skapi. Og horfi forráðamenn Framsóknar nú með áhyggju fram á það, að kommúnismanum vex fyigi út um bygðir landsins, mega þeir sjálfum sér um kenna. Þeir hafa með skilningsleysi sínu og skeyt- ingarleysi verið að búa honum jarðveg. Þeir hafa ekkv hreyft hönd né fót til þess að draga úr þeim andstæðum, sem orðið hafa i islensku þjóðlifi. Yfirlj-sta stefnu sína í skattamálum hafa þeir svikið. Enga tilraun hafa þeir gert til að »klippa ofan aí« tekjum þeirra manua, er rakað hafa saman auði á kostnað al-

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.