Nýi tíminn - 01.12.1932, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 01.12.1932, Blaðsíða 1
I. ÁEÖ. ÚTGEFANDI: BÆNDANEFND KOMMÚNISTAFLOKKS ÍSLANDS. REYKJAVÍK, DES. 1932. 11. TBL. ÓeirBirnar f nœstsíðasta tbl. Nýja tím- anB birtist fyrirspurn um það, af hverju kommúnistar æsi til þeirrar framkomu, sem brjóti greinilega í bága við landslög, og mun fyrirspurnin hafa verið gerð í tilefni af óeirðum þeim, er urðu í sambandi við bæjar- Btjórnarfundinn 7. júlí í sumar. Og i tilefnj af óeirðum þeim, er siðan urðu i sambandi við bæj- arstjórnarfundinn 9. nóv. ætla ég nú að reyna að gera íslensk- um búandlýð grein fyrir afstöðu okkar kommúnista gegn borg- aralegum lögum og réttarfari. Hvern álítur þú tilgang borg- aralegra laga, bóndi góður? Hyggur þú, að þau séu til þess samin og útgefin að tryggja rétt og réttlæti meðal þjóðarinnar yfirleitt? Hyggur þú að þau séu vörður velsæmis og góðra siða? Hyggur þú að lögin og fram- kvæmdavald þeirra sé til að sjá um að þú njótir réttar þÍDS i lífinu, og án þeirra væri líf þitt öryggislaust? Ef þú ert stórbóndi, þá hefir þú fulla ástæðu til þess að líta þannig á málið, út frá þinu persónulega sjónarmiði. Þá get- ur þú í skjóli borgaralegra laga selt slægjuland jarðarinnar ok- urverði til fátæku húsmannanna, sem neyðast til að leyta skjóls i húsum þínum, og til smábænd- anna i kringum þig, sem ekki 9. nóvember. hafa nægilegar slægjur á kotinu sínu, og til verkamannanna í næsta þorpi, sem eru að reyna að bjarga lífi fjölskyldu sinnar með því að hafa einhverjar ~ skepnur undir höndum. í skjóli þeirra getur þú einn setið yfir veiðiréttindum á stóru svæði í laxánum, við ósana, þar sem selurinn heldur sig. Þú getur neitað fátækum nágrönnum þín- um að afla sér bjargar til að seðja hungur sitt, nema með þeim kostum er þér þóknast að setja. Og með hjálp löggjafar um skatta og tolla getur þú velt af þér byrðunum af opin- berum framkvæmdum yfir á bak hinnar fátæku alþýðu. En ef þú ert smábóndi, sem mér þykir liklegast að þú sért fyrst þú lest Nýja timann, þá hefir þú ástæðu til þess að lita öðruvisi á málið, og til þín beini ég líka fyrst og fremst máli mínu. Þegar sýslumaðurinn kemur á vorin og heimtar af þér þing- gjöldin, — skatt af jörðinni og húsunum, sem vantar svo mik- ið á að geti veitt lifsnauðsynjar handa þér og skylduliði þínu, — þá færðu það óljóst á tilfinn- inguna, að ekki hafi lögin um fasteignaskatt verið samin fyrst og fremst með þinn hag fyrir augum. Ef þú hefir nokkurn- tima athugað það, hve mikið er pint út úr þér í gegnum tolla á þeirri vöru, sem þú getur ekki án verið, þá gæti þér dott- ið í hug að ekki væru tollalög- in samin og samþykt af um- hyggju fyrir velferð þinni. Þeg- ar þú ert pindur um okurhátt afgjald eftir kotið, sem þú erjar, þá þykist þú reka þig á það, að »helgi eignarréttarinsc er ekki neinn rjómi á þinni könnu. Og þegar bankinn eða eigandi jarðarinnar tekur hana af þér vegna vanskila á »lögmætumc greiðslum eftir hana og yfir- völdin eru send til að bera þig út, þá ættu augu þin að opnast til fullnustu fyrir því, að lögin og framkvæmdavald þeirra veit- ir lifi þinu ekki neitt sérstakt ómissandi öryggi. Og svona mætti lengi telja. Eg vona að þú hafir gert þér það Ijóst, að auðvaldsheim- inum stjórnar yfirráðastétt, sem arðrænir og kúgar viunandi al- þýðu, — sjómenn, landverka- menn, iðnaðarverkamenn og smábændur. Þá áttu fljótlega að geta áttað þig á því, þegar þér er á það bent, að þessi stétt hefir rikisvaldið í sinni þjónustu og beitir því i sina þágu. Lögin semur hún með það fyrir aug- um að tryggja vald sitt og gæta hagsmuna sinna og bæta að- stöðu sína til arðráns á hendur undirstéttinni. Jafnvel í hinum smávægileg- ustu lagasetningum kemur það I ljó8, að það er yfirstéttin, sem semur þau, með tilliti til þess,

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.