Nýi tíminn - 01.12.1932, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 01.12.1932, Blaðsíða 2
NÝI TÍMINN Bem henni liggur fyrst og fremet á hjarta. Tökum til dæmis á- kvæði fræðslulaganna um lækn- isBkoðun á skólabörnum. Ef rannsókn leiðir í ljós, að börn- in séu með smitandi sjúkdóma, þá er þeim ekki leyfð skólavist og sé um berkla að ræða, þá er þeim með sérstökum lögum trygð sjúkrahúsvist. En aftur á móti er ekki gert ráð fyrir neinum sérstökum ráðstöfunum, þótt í ljós komi að einhver börn vanti nauðsynlegt viður- væri til að ná eðlilegum þroska andlega og líkamlega. Ástæðan fyrir þessu er augljós. Veikindi af fæðuskorti vofa aðeins yfir nndirstéttinni, og þvi engin á- Btæða til fyrir yfirstéttina að taka það til greina í löggjöf Binni. Sé hinsvegar um smitandi sjúkdóma að ræða, þá eru börn yfirstéttarinnar undir Bömu smitunarhættunni, og þessvegna verður að gera sérstakar ráð- Btafanir í þeim efnum. Og það má íslensk alþýða vita, að það er ekki komið til af hjarta- gæsku einni saman, að fátæku fólki er veitt ókeypis sjúkra- húsvist með berklavarnarlögun- um. Þau lög eru eingöngu af því sprottin að í berklunum sá yfirráðastéttin óvin, sem vofði yfir henni og börnum hennar. Hún vildi alt á sig leggja til að uppræta þá hættu, en var það ljóst, að það varð ekki gert með öðru en því að uppræta hana líka hjá alþýðunni. Seinna Bá yfirstéttin að hún hafði gengið fulllangt í stuðningi til alþýðunnar og fyrir hennar hönd braut Jónas frá Hriflu eitt Bkarðið af öðru í þau lög. Kom það þó ekki til af þvi að hann væri illviljaðri en aðrir, heldur sýndi hann þar eins og víðar, að hann er mörgum öðr- um kjarkmeiri og öllum öðrum ósvífnari í því að sýna alþýð- unni hið sanna hugarfar yfir- ráðastéttarinnar. Lögin og framkvæmdavald þeirra er eitt öflugasta vopn yfirstéttarinnar til að halda völdunum yfir kúgaðri alþýðu og arðræna hana. Það liggur því í hlutarins eðli, að komm- únistaflokkurinn, sem forustu- flokkurinn í frelsisbaráttu al- þýðunnar, leggi alt kapp á að koma alþýðu manna i Bkilning um hið sanna eðli og tilgang borgaralegra laga og uppræta hjá henni þá skoðun, sem er því ríkari sem þroski alþýðunn- ar er minni, að þessi lög séu samin til þess að tryggja öryggi manna yfirleitt. En í þeirri skoðun alþýðunnar á yfirráða- stéttin sína styrkustu stoð. Og jafnframt því að kommunistar kappkosta að gera alþýðu þetta ljóst, þá eggja þeir hana til varnar gegn þessum lögum og kúgun þeirra. Þeir eggja fátæka bændur til samtaka um það að neita að borga skuldir og opin- ber gjöld. Þeir eggja verka- menn og Ijá þeim stuðning sinn til að hindra sveitarflutning og að verkamenn séu bornir út á götuna, þegar þeir ekki geta staðið í skilum með húsaleiguna. En nú er rétt að geta þess, að óeirðir þær í Rvík, sem mest hafa skotið löghlýðnum borgur- um Bkelk í bringu, hafa ekki sprottið af því fyrst og fremst» að verkamennirnir hafi verið að rísa gegn landslögum, held- ur af því að þeir hafa gert kröfu til þess, að borgararnir héldu sínar eigin reglur o'g sam- þyktir. Þannig er mál með vexti, að svo þrældjöfulleg sem borgarastéttin hefir altaf verið, gagnvart alþýðunni, þá hefir henni orðið það á að veita ein- staka tilslakanir, sem hún hefir ekki áttað sig á4 að henni gætu verið hættulegar fyrri en nú á Biðustu og verstu timum, eða hún hefir gert þær af hræðslu við alþýðuna, en hefur svo ætlað að eyða málinu og láta þær samþyktir sinar aldrei koma til framkvæmda. Yfirstéttin hefir þótst vera ákaflega frjálslynd og segist vilja láta alþýðuna fylgjast með i öllum hlutum. Allir bæjarstjórnarfundir eiga að vera fyrir opnum dyrum. Óeirðirðar 7. júlí voru fyrst og fremst af þvi sprottnar, að lög- reglan var sett til að varna mönnum inngöngu, og af þeim ástæðum hófust einnig óeirðirn- ar 9. nóv. Þar á milli var fjöldi funda, þar sem lögreglan hindraði ekki á neinn hátt að- gang, en engar óspektir urðu, þrátt fyrir það þótt fjöldi manna væru viðataddir og oft mikill hiti um úrslit mála. Og er enginn vafi á því, að þá hefði mörgum sinnum getað til óeirða komið, ef lögreglan hefði farið að hindra verkamenn l þvi að hlusta á það er fram fór. En 9. nóv. voru aiveg sér- stakar ástæður til að óttast, að draga myndi til alvarlegra at- burða. Meðal verkamanna i bænum var ástandið að verða agalegt. Fjöldi verkamanna hafði verið atvinnulaus mánuð- um saman og fjölskyldur voru farnar að líða af hungri. Tala skráðra atvinnuleysingja var komin hátt á 2. þús. Bæjar- stjórnin hafði ekkert gert til að bæta úr vandræðunum. Að vísu hafði verið komið á svonefnd- um atvinnubótum, þar sem 150 —200 höfðu vinnu. En i raun. og veru var það ekkert annað en nafnið, sem fært var yfir á þá vinnu, sem áður hafði altaf verið unnin. En fyrirheit hafði hún gefið um það, að með haustinu skyldi bæta við 150 manns í vinnuna. En efndirnar drógust og

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.