Nýi tíminn - 01.12.1932, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 01.12.1932, Blaðsíða 3
komu að BÍðuBtu fram i þeirri mynd, að 50 manns, sem áður voru í bæjarvinnunni, var nú sagt upp. Þá óx reiði verka- manna enn um allan helming. En þeir þögðu og andstæðing- arnir hugðu að þeím mætti alt bjóða og þolinmæði þeirra gæti aldrei þrotið. Atvinnurekendur höfðu í hyggju að leggja alt kapp á það, að lækka laun verkamannanna nú í vetur og hugkvæmdist það snjallræði, að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur og siga bæjarstjórn- armeirihlutanum á laun þeirra manna, sem unnu í atvinnubóta- vinnunni og höfðu 1—2 vikur i mánuði með 6 stunda vinnu- degi, og öllum var vitanlegt að þetta var gert með það fyrir augum að almenn lækkun á launum verkamanna myndi sigla í kjölfarið. En þá varð mælirinn svo fullur að út af flóði. 0g það var ekki aðeins á meðal verka- mannanna að reiðin brauat út yrfir þessu svívirðilega athæfi bæjarstjórnar og atvinnurek- enda. Millistéttarmenn, sem fylgt hafa Sjálfstæðisflokknum að málum ár eftir ár og greiddu honum atkvæði við nýafstaðnar þingkoaningar stóðu agndofa yfir þessari harðvitugu og ó- mannlegu framkomu. Samþykt þessi var gerð á bæjarstjórnar- fundi, þegar verkamenn höfðu vanrækt að vera viðBtaddir nema fáir einir. En þegar sam- þyktin hafði verið gerð, þá lýsti -einn af foringjum kommúnista- flokksins þvl yfir, að þessi launalækkun skyldi aldrei ná fram að ganga og tóku verka- menn þeir, er viðstaddir voru, undir það einum rómi. Og á næsta fund er kominn sá múgur og margmenni, að slíks þektust áður engin dæmi. Hér er ekki rúm til að skýra nákvæmlega frá atburðum. En hver sá, er gekk innan um mannþröngina, hlaut að sann- færast um það, að hópurinn stóð sem einn maður um að knýja bæjarstjórnina til að taka samþykt sína aftur. Hér var stór hópur manna, sem var að berjast gegn nýrri og svivirði- legri árás, sem gerð var á þá litlu lífsmöguleika, sem þeir áð- ur höfðu- Og eftir nokkrar skærur við lögregluþjóna, þar sem nokkrir særðust af báðum aðiljum í bar- áttu fyrir rétti verkamanna til að vera inni í húsinu, þá var málum svo komið að útlit var fyrir að bæjarstjórn myndi láta undan síga. Nokkrir fulltrúar voru farnir af fundi, en forseti taldi ekki fráleitt að setja fund að nýju, ef hægt væri að ná svo mörgum fulltrúum saman, að hann gæti orðið lögmætur. Og til þess að svo væri, vant- aði aðeins einn. Nú var mönn- um kunnugt um að Maggi Magnús læknir faldi sig í kjall- ara hússins, og fóru nokkrir verkamenn af stað til að sækja hann. Þá skeði þessi örlagaríki at- burður að Hermann lögreglu- stjóri sigar lögreglunni á þessa menn og gaf fyrirskipun um að ryðja salinn. Áður hafði Her- mann, sem bæjarfulltrúi greitt atkvæði gegn kauplækkuninni. En þegar hann nú sá að verka- mönnum ætlaði að takast að knýja bæjarstjórnina til að nema hana úr gildi, þá kom hans sanna innræti í ljós. Áður var hann að hræBna fyrir verkamönnum, meðan auðvaldið var nógu sterkt til að sam- þykkja kauplækkunina án hans hjálpar. Réðust nú lögreglu- þjónarnir fram með kylfur og önnur barefli og særðu menn, þótt engin mótstaða væri veitt. Ráku þeir flóttann út úr húsinu,^ en þá tók múgurinn á móti þeim og voru þeir hraktir inn í húsið aftur, en nokkrir særð- ust. Sáu verkamenn þá að skil- yrðin fyrir því að knýja málið fram á þessum fundi voru búin og sauð nú í þeim reiðin gegn lögreglunni, sem hafði hindrað þá í því að koma vilja sínum fram. Og þegar þeir loks komu út, þá veittu þeir þeim þá ráðn- ingu, sem kunn er, að aðeins örfáir voru uppistandandi. En verkamennirnir ákváðu að halda baráttunni áfram og hefja verk- fall í bænum næsta dag, og á þann hátt að knýja fram kröf- ur sinar um afnám lækkunar- innar, fjölgun í atvinnubóta- vinnunni o. fl. Það var í lófa lagið að knýja fram hvaða kröfu sem var. Yfirstéttin Bkalf á beinunum og hefði keypt sér friðinn háu verði. En henni kom sú hjálp sem dugði, á þessum alvarlegu tímum. — Formaður verkamannafjélagsins í Rvik, stórkaupmaðurinn Héðinn Valdi- marsson samdi við stéttarbræð- ur sina, burgeisana, á sama tima og verkalýðurinn var að ráða ráðum sínum. á fundi þar sem þúsundir voru samankomn- ar. Og Héðinn átti svo rik ítök hjá miklum hluta verkalýðsins, að hann beygði sig fyrir gerð- um hans. Fylkingin var rofin, baráttuviljinn deyfður, svo að þaráttunni var ekki lengur á- fram haldið. Héðni tókst að lama hreyfinguna svo að yfir- stéttin gat ráðist í það, að koma upp hjálparhersveit, til þess að hægt væri að berja niður verka- lýðinn næst er hann risi upp sér til varnar, þegar auðvaldið kæmi fram með nýjar kúgunar- tilraunir, og hefja málarekstur gegn þeím mönnum, er fremst- ir stóðu i baráttunni. Það er sist álitlegt, þegar svo

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.