Nýi tíminn - 01.04.1934, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 01.04.1934, Blaðsíða 2
2 NÝI TÍMINN vega og verða smábændur því að vera sívakandi fyrir áhrif- um þeirra. Á fundum þessum bera fá- tækir bændur fram kröfur sín- ar í tillöguformi, þar sem þess er krafist: 1. Að fátækir bændur séu látnir ganga fyrir um lán úr Kreppulánasjóði, og því meir, sem liagur þeirra er erfiðari, og leggja sérstaka áherzlu á að lán séu veitt þeim, sem á að útiloka með lijálp einlivers ákvæðis Kreppulánasjóðslaganna, — og að þeir, sem eru svo fá- tækir, að þeir geta ekki undir neinum skuldum ris- ið, fái algjörða útstrykun skulda sinna. 2. Að stjórn Kreppulánasjóðs leggi þegar hreint fram á borðið, eftir hvaða reglum hún ætlar sér að fara við útlilutun lánanna og gjörð samninganna, hvernig hún ætlar sér að framkvæma á- kvæði laganna og reglugerð- arinnar og hvaða afstöðu hún taki til þeirra krafa, sem hér um ræðir. 3. að héraðsnefndin fylgi því fast eftir við Kreppulána- sjóð að kröfum fundarins verði fullnægt og gefi full- komnar skýrslur um störf sín og tillögur án nokkurra undanbragða. 4. Að skuldhafarnir, lánsstofn- anir, kaupfélög, verzlanir o. s. frv. striki mótspyrnu- laust út allar þær skuldir, sem nauðsynlegt er til að ná samningum, sem hyggð- ir eru á hagsmunakröfu fá- tækra bænda, og að liinir stærri skuidhafar, bankar, sparisjóðir og kaupfélög gefi skýr svör um afstöðu sýna til kröfu þessarar. 5. Að þeir fátæku bændur, sem vegna útilokunarákvæða Kreppulánasj.laganna, hafa álitið þýðingarlaust að sækja um lánin, séu tryggðir gegn því, að að þeim sé gengið og að þeim sé enn gefinn kostur á að fá lán úr sjóðn- um og eftirgjöf skulda, engu síður en aðrir, skv. 1. kröfu. 6. Að ríkisstjórnin leggi fram nægilegt fé úr ríkissjóði til þess að Kreppulánasjóður geti veitt þau lán, sem nauðsynleg verða út frá kröfum þessum og að næsta Alþingi strax í þingbyrjun nemi úr lögum um Kreppu- lánasjóð öll þau ákvæði, sem nú eru og verða not- uð til þess að telja kröfur þessar óframkvæmanlegar á »lagalegan* hátt, og bæta öðrum ákvæðum og lögum við, sem fyrirskipa að kröf- ur þessar séu uppfylltar. Kröfum þessum verður að fylgja samþykkt um það, að fundarmenn standi sam- an um að knýja þessar kröfur fram, og fáist þeim ekki framgengt eða ekki að öllu leyti, þá að halda bar- áttunni áfram eftir öðrum leiðum, með samtakamætti fátækra bænda. Þegar þessar og aðrar hags- munakröfur hafa fengist sam- þykktar á smábændafundi, verð- ur að gera ráðstafanir til þess að koma þeim beint til réttra hlutaðeigenda og gera þær al- menningi kunnar gegnum út- varp og blöð, bæði til hvatn- ingar 1‘yrir aðra fátæka bænd- ur að taka upp sömu kröfur og til þess að knýja fram með hjálp almenningsálitsins skýr svör frá þeim aðilum, sem kröfunum er stefnt að, og neyða þá á þann veg til að taka þær til greina. Bændanefndir. Þegar hér er komið veltur allt á því, að baráttunni sé haldið vel vakandi, og að hún falli ekki niður, meðan verið er að bíða eftir svari við kröf- um þessum. Yaldhafarnir munu sem sé draga svar sitt sem mest á langinn og falli harátt- an niður, koma svörin aldrei eða verða loðið og »vinsam- legt* orðagjálfur. Fundir þeir, sem kröfurnar samþykkja, kjósa fulltrúa (nefnd) til þess að hafa forystuna á hendi í áfram- haldandi baráttu, og tekur sú nefnd upp nöfn allra þeirra, sem á bak við hana standa. Nefnd þessi verður að skipu- leggja útbreiðslu samtakanna rneðal þeirra fátæku bænda í héraðinu, sem enn hefir ekki náðst til eða fengist til að taka þátt í þeiin. Hún verður að boða til nýrra funda og fá æ fleiri til að taka þátt í þeirn og herða á kröfunum, með því að samþykkja þær aftur á fundum þessum og heimta að þeim verði svarað strax. Baráttu þessari getur sérstak- lega orðið mjög mikill styrkur í því, að safnað sé sem ná- kvæmustum skýrslum um hag smábændanna í sveitinni, og í gegnum þær sýnt fram á, að þeir geta ekki undir neinum skuldum risið. Loks er það nauðsynlegt, að samtökin taki þegar fyrir, í sambandi við þessa baráttu, önnur hagsmunamál smábændanna ög annars fátæks búandlýðs í sveitinni. svo sem útsvarsálagningu, innheimtu op- inberra gjalda og landleigu, meðferð þurfalinga,lokunreikn- inga fátæklinganna hjá versl- unum og kaupfélögum, nauð- ungaruppboð og kaupgjaldsmál og noti hinn vaknaða baráttu- hug og aukinn samtakamátt til að knýja fram hagsbætur fyrir

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.