Nýi tíminn - 01.04.1934, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 01.04.1934, Blaðsíða 4
4 N Ý I TÍMINN fyrir félagsmenn, sem sumum hverjum er jafnhliða neitað um úttekt, svo þeir urðu að leita á náðir kaupmannanna á staðn- um, í von um, að þeir reynd- ust þeim líknsamari en félags- skapur sá, er smábændurnir sjálfir sköpuðu. Hér í sýslu labbaði stjórn K. Þ. um allt til þess að hóa bændum saman til þess að sækja um lán úr Kreppulánasjóði. — Tilgangurinn var auðsær. Skuld- irnar áttu að yfirfærast á bank- ana og þar með var það tryggt, að skuldhafarnir (kaupfélagið) fengju sitt, þótt bændurnir væru þar með bundnir á klafa banka- auðvaldsins næsta mannsaldur og ganga mætti að þeim og taka lögtaki, livenær sem bóndinn gæti ekki dregið nógu mikið frá lífsviðurværi sínu til þess að standa í skilum með vexti og afborganir. í gegnum þetta allt saman gengur sá rauði þráður, að bændurnir eigi að borga hvern eyri upp af skuldum sínum, meira að segja tvo peninga fyrir einn, auk vaxta. Um allt eiga bændur að neita sér nema þetta, og svo að halda við starfs- kröftum, svo að þeir geti haldið áfram að þræla fyrir auðvaldið. En smábóndinn skilur ekki þann vísdóm, að liann verði að neita sér um allt nema borga vexti og afborganir, sam- liliða því sem burgeisunum er gefið eftir svo hundruðum þús- unda og jafnvel miljónum skiftir. Hann skilur það ekki, hvaða forréttindi það eru, sem menn eins og Ásgeir Ásgeirs- son forsætisráðherra og aðrir skuldaþrjótar gamla Islands- banka liöfðu á sínum tíma. Því mega þessir menn lifa í vellystingum praktuglega og njóta hinna æðstu valda? Því þurfa þessir menn ekki að neita sér um allt nema að greiða þá: »Það er af því, að Ásgeir, vexti og afborganir? Copland, Stefán Th. o. s. frv. Við spyrjum Jónas frá Hriflu tiiheyra ailir yfirstéttinni, bænd- og aðra hræsnis- og blekkinga- urnir og verkalýðurinn undir- postula þessa lands: Því ganga stéttinni. Þess vegna eigum við ekki lög og réttur jafnt yíir að þræla, en Ásgeir og allir aila? Ef til vill stendur svarið hinir að lifa af okkar vinnu«. í þeim. En ég get svarað fyrir Jón Pór Buch. » Skipulagning afurða§ölunnar«. A sama tíma og Framsókn liafði afhent krötunum kaup- gjaldsmálið í opinberri vinnu í sveitunum í fullum skilningi þess, að þar myndi það vera bezt geymt, þá fer Framsókn að nýju á stúfana með að leita að nýju máli, sem hún geti lagt sem agn fyrir smábænd- urna og tryggt sér með því fylgi þeirra. Og nú átti ekki að fara glannalega. Nú livarf Framsókn frá því, að fitja upp á loforðum, sem yrðu auðvald- inu, bönkunum, kaupfélögun- um, stórbændunum til linekkis, ef framkvæmd yrðu. Þeir þorðu ekki að gefa loforð með það fyrir augum að svíkja þau, — ekki neitt, sem gæti ýtt undir krölur alþýðunnar á hendur auðvaldinu. Reynslan í kaup- gjaldsmálunum var dýrkeypt. Á skuldamálin mátti heldur ekki minnast. — Nú lá fyrir að fá smábændurna inn á til- lögur, sem auðvaldinu var nauð- synlegt að koma í gé£n til að tryggja arðránsaðstöðu sína og gylla þær sem hagsmunamál »bændanna« yfirleitt. Og það mál heitir »Skipulagning af- urðasölunnar«. Þessi svonefnda skipulagning afurðasölunnar er ein af leið- um auðvaldsins til að reyna að bjarga frá verðhruni á mark- aðinum. Hún er ekkert annað en hringamyndun srtórframleið- enda, sem að þeir keppast við að fá smáframleiðendurna með í, undir því yfirskyni, að allir »frainleiðendurnir« eigi hér sameiginlegra hagsmuna að gæta. En stórframleiðendurnir tryggja, að hringurinn er undir þeirra stjórn og rekinn með þeirra hagsmunum fyrir augum og þá bæði á kostnað neytenda framleiðsluvaranna og einnig smáfrai nleiðendanna. Nú berst auðvaldið íslenzka fyrir því, að ríkisvaldið leggi enn meiri styrk en áður til þess að gera S. I. S. að einokunar- hring um alla kjötsölu bæði utanlands og ínnan, á saina hátt og búið er að gefa Mjólkurfé- lagi Reykjavíkur ótakmarkað vald yfir sölu mjólkur í Reykja- vík og Hafnarfirði. Á þessu ætlar Framsókn nú að »slá sér upp« rneðal smábændanna, und- ir því yfirskyni, að bér sé um þeirra hagsmuni að ræða. En hvaða álirif liefir þessi skipulagning? Tökum fyrst mjólkursöluna til athugunar. Það er látið í veðri vaka, að »skipulagning« mj ólkursölunn- ar sé nauðsynleg til að minnka dreifingarkostnaðinn. Það sem

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.