Nýi tíminn - 01.04.1934, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 01.04.1934, Blaðsíða 5
N’Ý I T í M I N N 5 til mála kæmi að spara á dreif- ingarkostnaði, er í húsaleigu, ljósi og hita og fólkshaldi. Nú er vitanlegt, að húðir verða ekki lagðar niður að neinu ráði og að því leyti, sem það verð- ur, þá verður það til þess, að henda nokkrum svívirðilega lágt launuðum mjólkurseljum í at- vinnuleysingjahópinn og auka þrældóminn á hinum. Húsa- leiga verður ekki lækkuð, ljós og hiti heldur ekki. títkoman verður sú, að liinn fyrirhugaði sparnaður í dreifingunni kæmi fyrst og fremst fram í kaup- lækkun hjá lægst launaða starfs- fólkinu og þá aðallega hjá mjólkurseljum og sendisvein- um. Enda er þessi sparnaður við dreifingarkostnaðinn ekkert annað en hlekking, sem notuð er meðan verið er að gylla þetta fyrir smábændunum og fá þá til að ganga inn á þetta. Tilgangurinn er í fyrsta lagi sá, að hækka útsöluverð á mjólk- inni. Tilraun var gerð í þá átt fyrir jólin í vetur, en henni var hrundið til baka af neyt- endunum í Reykjavík og fyrst og fremst verkalýðnum undir forustu Kommúnistaflokksins. Og þessari verðhækkun var hægt að hrinda af því að þá voru enn nokkrar mjólkurbúðir, sem tilheyrðu ekki hringnum. Nú á að loka þessum búðum og banna þeim bændum, er þær seldu fyrir, að selja mjólk sína utan hringsins, og verður þar með auðveldara að knýja verðhælckunina fram. En hverjar verða afleiðingar nýrrar verðhœkkunar? Fyrst í stað einhver örlítil hækkun mjólkur til framleiðendanna, og með von um að svo -verði, eru smábændurnir fengnir til að samþykkja þetta. Aðalhækk- 'unin fer til mjólkurhringsins og fer í þá óbotnandi skulda- liít, sem hlotist hefir af alls- konar braski Mjólkurfélags Reykjavíkur, sem öllu hefir ráðið í mjólkursamlaginu og mun ráða. Með hjálp liækkun- arinnar verður reynt að fylla í svelginn, sem undanfarið hefir verið reynt að troða út með fölskum ávísunum. En fljótlega liefir liækkunin þau áhrif, að mjólkursalan minnkar sökum hinnar litlu kaupgetu verka- lýðsins. Afleiðing þess verður sú, að bændurnir, sem fjær búa Reykjavík, selja æ minna af mjólk sinni óunnri, því að stór- bændurnir, sem búa í grennd við Reykjavík og geta tryggt mjólk sína daglega á markað- inn, missa ekkert á sínum við- skiftum, þótt sala rninnki, held- ur verður öll minnkunin á kostnað þeirra, er fjær búa, og það gildir fyrir þá sem gífur- leg verðlækkun. Stórhændurnir halda aftur á móti áfram að græða, geta aukið ræktun sína og þá einnig með hjálp mjólk- urhringsins, sem er látinn út- vega þeim vélar, áburð, girð- ingarefni og annað, er til rækt- unar lieyrir, álagningarlítið eða jafnvel álagningarlaust, en kostn- aðinum velt yfir á smábænd- urna með álagningu á nauð- synjavöru þeirra og með því að halda eftir af mjólkurverðinu, undir því vfirskyni, að það hafi larið í sölukostnað. Auk þess fá þeir styrk frá ríkinu til auk- innar ræktunar, en sem smá- hændur ekki geta notað sér, af því að þeir liala ekkert fé til að leggja fram á móti. Á þenn- an liátt búa stórbændurnir sig undir, að taka á móti nýrri verðlækkun, sem óumflýjanleg verður sökum minnkandi kaup- getu verkalýðsins og fátækari hluta miðstéttanna. Þá geta þeir enn haldið áfrarn að græða með minnkandi framleiðslukostnaði, sökum meiri ræktunar og véla- iðju og einnig lækkandi kaup- gjalds. En smábændurnir geta ekki á neinn hátt rönd við reist, heldur sogast æ lengra niður í eymd og þrældóm, þar til auðvaldinu þóknast að reka þá frá þrælveðsettum kotunum og í hóp atvinnuleysingjanna á mölinni, eða húsin hrynja nið- ur og engin leið að hrófa þeim upp aftur, eða tekjur verða svo litlar, að engin leið er að draga frarn lífið. Það gildir einnig um »skipu- lagningu« kjötsölunnar það sama og nú hefir verið nefnt, að áhrif hennar verða í þá átt, að minnka innanlands markað- inn með óeðlilega háu verð- lagi, veita forréttindi þeim, sem næst húa markaðinum og bezt tælci hafa til að koma vörum sínum þangað, auka viðgang stórbændanna á kostnað hinna smærri og veldur síðan nýrri verðlækkun, sem stórbændurnir einir geta risið undir. En með þessari »skipulagn- ingu« á sölu mjólkur og kjöts er einnig verið að gefa kaup- félögunum og Mjólkurfélagi Rvíkur í gegnum mjólkurbúin og sláturfélögin enn frekari möguleika til að gína yfir allri framleiðsluvöru smábændanna, og sjá um, að þeir fái aldrei neinn eyri handa á milli og geti ekki á nokkurn hátt veitt sér neitt fram yfir það, sem þau af náð sinni úthluta, til að halda þeim við sem vinnuvél- um -fyrir auðvaldið. Á þann hátt er þeim gert enn léttara fyrir að rækja skyldur sínar sem umbjóðendur bankaauð- valdsins með að lieimta inn skuldir smábændanna. Smáhændur mega reiða sig á það, að staðið verður við lof- orð Framsóknar um »skipu-

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.