Alþýðublaðið - 26.09.1923, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 26.09.1923, Qupperneq 2
s ALÞYÐUBL'AÐIB Síffli 1257. Sími 1257. Baldursgata 10. Kaupfélagið hefir opnað kjötbúð á Baldursgötu io, og verður þar framvegis til nýtt Borgarfjarðarkjöt í smásöíu og heilum kroppum. Einnig verða. þar seidar margar aðrar fyrsta flokks vörutegundir, svo sem: Smjör og smjörlíki, rúllupylsur, dósamjóik, fl. teg., sííd og sardínur, niðursoðið kjöt, pressað og í Oxe- carbonáde, Pickles, Capers, lax, fiskibollur, grænar baunir, M'’Ccaroni, kjötteninga, sýróp, saít, kjötflot, Husblas, niðursoðnir ávextir, margar tegundir og bezt verð í bænum. í>eir, sem búa sunnan til í Skóla- vörðuboltinu, ættu að spará sér tíma og peninga með því að líta inn í búðina á Sími 1257. BaldnrsgOtu 10. Sími 1257. Framboð. í Vestmannaeyjum verður Ól- aíur Friðriksson í kjqri af AI~ þýðuflokksins hálfu. Eiga al- þýðumenn í VestmEnoaeyjum þar völ á betra þingmannsefni en nokkru sinni fyrr, og Ólafur mun kunnari högum og afkomu- skilyrðum Vestmannaeyinga eftir hina stuttu dvöl sína þar en margur, sem þar hefir verið langdvölum, eins og Eyjapistlar hans hér í blaðinu sýna. En óþarfi er að mæla með Ólafi, því að starfsemi hans fyrir ís- lerzka alþýðu ér landskunn og ber honum bezt vitni. Þjöðmjtt 8kijpulag á frarnleiðslu og verzlun í stað frjálsrar og skipulagslausrar framleiðslu og verzlunar í höndutn ábyrgðarlausra einstaklinga. Þingsalagagn. Ég er einn af þeim, sem við síðustu kosningar greiddi Sig- urði Kvaran atkvæði. Ég hugs- aði þá sem svo, að okkur Sunn- mýiingum væri gett að hafa á þingi mentamann úr héraðinu, og ég er ekki frá því enn. En með því að nú standa kosningar fyrir dyrum af nýju, þótti mér ráðlegt að athuga, að hve miklu gagni hefði orðið fyrir héraðið og landið þessi ráðabreytni mfn við síðustu kosningar, og fór ég þvf að blaða í Alþingistíðinduu- um og leita uppi afreksverk þessa fulltrúa til þess að hafa sannindi reynslunnar að bakhjarli, ef ég vildi kjósa hann aítur. Ég get ekki sagt, að mér hafi hlotnast stór ánægja af.þess- um þingtlðindalestri. Nú, þegar ég er búinn að honum, finst mér einhvern veginn undarlega tóm- legt yfir mér. Eftir allá þessa löngu og heldur leiðinlegu leit er mér ekki néma ein myr.d fyrir hugskotssjónum. í stað full- trúa þess, er ég hafði glæpst — það sé ég nú — til að velja héraði mfnu, er komið fram eitthvert undarlegt áhald, líkast íláti í lögun, og að hugskots- heyrn minni berst hól um þetta tól, er auðborgararnir í Reykjavík kalla þingsalagagnið sitt. Ég skil þessar táknrænu hug- myndir ekki fyrr en ég átta mig og minnist þess, að það, sem mest ber á í starfsemi Sigurðar Kvarans á síðustu þingum, eru afskifti hans af bannlagaundan- þágunni og íslandjbankamálinu. í hvorum tveggja þeim málum hefir hann eingöngu verið fyltur af óskum fáeinna braskara f Reykjavík. Engir í mínu héraði — að minsta kosti ekki úr al- þýðuhópi, og í þeim hópi eru flestir hér, — hafa haft minsta gagn af gerðum þingsins f þess- um málum. Við erum ekki það auðugir, Sunnmýlingar, þótt ýmsir séu ef til vill verr á vegi staddir efnalega en við, að við höfum ráð á að ausa fé okkar í spænskt sull, og við höfum heldur ekki orðið varir við, að þessi undanþága hafi neitt létt sölu á fiskinum okkar eða að verðið á honum hafi hækkað fyrir hana. Hitt vitum við, að íslandsbanki á mesta sök á þvf, hversu báglega er nú komið högum eins okkar sem annara landsmanna fyrir lággengi, dýr- tíð og atvinnujeysi, og mér fyrir mitt Ieyti sárnar við sjálfan mig Hjáiparstöð hjúkrunarfélags- Ins »Líknar< ®r opin: Mánudaga . . . kl. n—12 f. h. Þrlðjudaga ... — 5—6 e. - Miðvikudaga . . — 3—4 e, — Fpstudaga ... — 5—6 e. — Laugardaga . . — 3—4 ®. -- Yasaljús margar sortir og dönsk. Battarí mjög ódýrt í Fálkanum. fað er styttra í Gufuþvotta- húsiÖ Mjallhvít, Yesturgötu 20, en inn í Laugar. Betur þvegið. Minni fyriihöfn. — Sími 1401. að hafa orðið til þess með at- kvæði mínu síðast að fá brösk- urunum í Reykjavík hlífiskjöld fyrir bankann, rétt eins og öllum þessum fjárhagsófögnuði, sem íslandsbanki hefir veitt yfirlandið, væri dembt á þjóðina fyrir Sunn- mýlinga. Skaði gérir mann hygginn, en ekki ríkan. t>að hefi ég fyrir mitt leyti reynt. Ég ætla þess vegna ekkl aftur að Ijá bröskur-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.