Nýi tíminn - 01.05.1937, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 01.05.1937, Blaðsíða 1
/\ TlmlNN Gerið 20. júní að sigurdegi vinstri flokkanna! l.tbl. Maí 1937. í ávarps stað. Með þessu tölublaði hefur Nýi Tíminn göngu sina að nýju. Blaðið væntir hinna sömu vin- sælda og það átti að fagna alt fpá byrjun. Peningaleysi hefir hamlað útkomu hans að undan- förnu — og því miður verður útkoma hans i framtiðinni háð hinni sömu reikistjörnu sem hingað til. Hún byggist á þvi að hægt verði að afla honum nægi- lega margra borgandi kaupenda út um sveitir. Við vitum, a'ð þetta er tvöföldum erfiðleikum háð: Fyrst og fremst hamlar fá- tækt og peningaleysi alþýðu manna i sveitum að leyfa sér það „bilifi" að kaupa blöð og svo hafa hinir stjórnmálaflokk- arnir, sérstaklega íhaldið, sem oft skortir rök, en aldrei pen- inga, sent blöð sín ókeypis út um sveitir og vanið margan á að hugsa sem svo: „Mér er sama hvaðan gott kemur. Eg fæ frétt- ir úr höfuðstaðnum og það er mér nóg!" Það er bara ekki nóg, þvi að fréttir íhaldsins eru litaðar. Uppistaðan i greinum þess er öðrum þræði hatur til vinnandi maiina i landinu, hinum ást og umhyggja fyrir velferð og yfir- drotnun auðmannanna. Ivafið er smjaður og upplogin um- hyggjusemi fyrir afkomumögu- leikum bóndans, meðan Kvöld- úlfs- og heildsalaklíkan hrifsar til sín arðinn af vinnu verka- lýðsins, svo að lítill hluti verður eftir til kaupa á framleiðsluvör- um bænda, og veltir auk þess með fjárglæfrum og óstjórn miljónatöpum yfir á bændur og alþýðuna i landinu. Nú nema ár- legar greiðslur vegna skulda við útlönd, sem orsakast hafa af ó- stjórn og fjárbruðli þessara manna, %0 af þjóðartekjunum eða 8,6 miljónum króna. Nýi Tíminn vill hefja raust sína á móti Ihaldi síns tima, sem smjaðrar fyrir alþýðu manna til þess að svíkja út úr henni yfirráðin yfir peningastofnun- um landsins, ljúga út úr henni stjórn á hennar eigin landi. Nýi Tíminn vill sameina allan almenning í landinu í sterka ó- rjúfandi heild til baráttu á móti íhaldi og fasisma, Breiðfylking- unni, sem stofnuð er eftir fyrir- mynd barnamorðingjanna á Spáni, að undirlagi Hitlers og með stuðningi hans. Nýi Tíminn er blað frjáls- lyndra bænda, þeirra sem befja vilja merki frelsisbaráttu is- lensku þjóðarinnar. Honum er það fullljóst, að ísland verður aldrei frjálst i orðsins eiginlegu merkingu, nema efnaleg vel- megun og yfirráð alþýðunnar yfir atvinnutækjum og menn- ingarstofnunum landsins hald- ist i hendur við sjálfsforræði i utanrikismálum. Það er sundur- þykki alþýðunnar — til sjávar og sveita, sem hefir verið orsök þess, að fjöregg þjóðarinnar hefir til þessa verið i ræningja höndum. Nokkrar auðmanna- fjölskyldur lifa af náð alþýð- unnar i veUystingum og leika sér með veltufé þjóðarinnar eins og það væri þeirra eigið! Og nú * ætlar Kveldúlf s-klíkan að lauma fasismanum inn á þjóðina eftir kosningarnar, sem nú fara i hönd. Það er nauðsynlegt fyrir fólkið í landinu að vera vel á verði fyrir þessum „vinum þjóð- arinnar", „íslenskustu sonum hennar", því að þetta eru hættu- legustu óvinir hennar og , dansklunduðustu" synir henn- ar, ef gull og metorð er annars vegar. Kveldúlfs-khkan og sú fjár- málaspilling, sem hún er fulltrúi fyrir og hún á sök á, hefir til þessa lamað alla vinstri pólitík i landinu og hindrað að þjóðin gæti frjáls gengið til starfa i eig- in landi. Þessvegna verður að brjóta áhrifavald hennar á is- lensk stjórnmál, svo að hægt sé að stjórna landinu til hags og sældar fyrir þjóðina. Þetta tekst, ef alþýðan vill. „Vinstri menn, fylkið ykkur þéttar saman." Útgefendur. Samvinna bænda og verka- manna verður að takast. Stefna Kommúnistaflokksins í bændamálum. Samvinnufélögin. Því hef ir hvað eftir annað ver- ið haidið fram, að. Kommúnista- f lokkurinn ætti ekkert erindi til bænda, hans starfsvið væri ein- skorðað við alþýðuna í bæjum, Það er .mjög eðlilegt að flpkkur, sem hefir unnið sér fylgi í sveitr u;m, eins og Framsóknarflokkur- ihn, telji mönnum trú um, að hann sé sá eini flokkur, sem eigi rétt á sér í sveitum. Meðan sá flokkur var í uppvexti átti hann margt af þeim eldlega áhuga og framfarahug, sem, einkennir Kommúnistafiokkinn. Stofnend- ur Framsóknarflokksins hikuðu ekki við að kalla flokkinn sósíal- istískan: Það voru aðeins leiðirn- ar, sem skildu hann og verklýðs- flokkana, lokatakmarkið var hið sama! Framsóknarflpkkurinn á- vann sér fljótt hylli bænda, sér-, staklega hinna snauðu og jafn- framt hinna framsýnustu úr hópi efnaðra bænda. Það voru arftakar sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar við Dan- Try Mið ósiiiir BreiflfyMnprinnar og sip Tinstri flöÉpa 20. jnní! Bændur! Kjósið frambjóðendur Kommúnistaflokksins í Eyja- fjarðarsýslu, Suður-Þingeyjarsýslu, Norður-Þingeyjar- sýslu, Suður-Múlasýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Borgarfjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu! ti^Kjósið frambjóðendur Framsóknar í Arnessýslu, Rangárvallasýslu, Austur-Skaftafellssýslu, Norður-Múla- sýsln, Skagafjarðarsýslu, Vestur-Húnavatssýslu og Strandasýslu! Kjósið frambjóðanda Alþýðuflokksins í Norður-Isa- fjarðarsýslu! Kjósið D-listann, landlista Kommúnistaflokksins í öðrum kjördæmum! Þannig sigrum við Breiðfylkinguna í sameiningu! Nýja tímanum greinarí mörku,, sem tóku upp baráttuna í sveitum fyrir efnalegu sjálf- stæði bænda. Samvinnufélögin ruddu sér til rúms með feikna hraða og óstöðvandi krafti. Al- þýðan í sveitum fór með sigux af hólmi yfir kaupmannavald- inu, arftaka erlendu kúgaranna, eindregnustu afturhalds og f jár- plógsaflanna í bygðum landsins. Glæstustu vonir bændanna voru tengdar þessui fóstri hins nýja »frjálsa« Islands. En þegar fram í sótti komu í ljós misfell.ur á rekstri ýmisra kaupfélaganna. Þau höfðu að vísuj lagt kaupmannavaldið að velli í bygðum landsins, en fet- uð'u að ýmsu sjálf í fótspor kaup- mannanna, gleymdu því ait of oft, að þaui voru stofnuð með hagsmuni félagsmanna fyrir augum, og að þeim bar að stjórna samkvæmt því. Samband ísl. samyinnufélaga, hið glæsi- lega verslunarfélag bænda,. á,- netjaðist bankavaldinu og þar með spill,ast ýmsir af þeim stjórnmálamönnujn, sem best og ötulast höfðu barist, fyrir stofn- u,n kaupfélaganna og Sambands- ins. Skuldaverslunin er hinn ríkj andi verslunarmáti. Sambandið elur fremur á henni, helduir en hitt. Það virðist hafa sókst eftir því, að hin ýmsu kaupfélög söfn- uðu skuldum, svo að félögin yrðu því f járhagslega háð, — og gætu því ekki leitað annað um vöru- skifti. Sú stefna er forkastanleg og bendir ótvírætt. til þess, að fjármálaspilling heildsalaklík- annan í Reykjavík hafi teygt hramm sinn yfir á Sambandið. Hin rétta stefna hefði verið, að S.I.S. sannaði yfirburði sína með því að veita kaupfél,ögunu,m hin greiðustu og bestu verslunar- sambönd innan lands og utan, enda sjá nú margir Framsóknar- menn, ásamt velunnu^rum sam- vinnufélagsskaparins, að við svo búið má ekki standa: S. I. S. verður að endurnýja og bæta hin gömlu og í mörgu úreltu versl- unarsambönd erlendis og stefna að því að koma á, fót staðgreiðslu, í kaupfélögujium, eins og átti sér stað í upphafi félagsskaparins. Kommúnistaflokkurinn hefir frá öndverðu verið hlyntur sam,- vinnufélagsskapnum, gagnrýnt hinsvegar allar tilhneigingar ráðamanna hans til kyrstöðu og þjónuistu við auðvaldið. Flokkurinn leggur til og vill beita sér fyrir því, að ríkið hlaupi uindir bagga, a. m. k. í svip, og geri kaupfélögunum fært að afla sér nægilegs ódýrs veltufjár til þess að geta hafið staðgreiðsluverslun og komið fé- l,agsskapnum þannig á heilbrigS- an grujidvöll. Kommúnistaflokkurinn hefir þannig átt erindi til bænda, þar sem hann hefir gagnrýnt djarffc og af f ullum skilningi samvinnu- félagsskapinn og lagt drög að því að gera grundvöll, hans traustan og rekstur hans sem hagkvæmastan bændum. Okkur er kunnugt. um>, að reynt er að læða því inn hjá bændum, að kommúnistar vilji f jandskapast við bændur, leggja félagsskap þeirra í rústir og, eyðileggja landbúskapinn. Þessi málflutninguo- er runnin undan rifjum íhaldsaflanna, hinna fáu yfirdrotnara auðlindanna, sem eiga völd sin að þakka sundrung alþýðunnar og lifa af hennai* náð. Kommúnistaflokkurinn hef- ir hinsvegar sannað í verkinu fylgi sitt við samvinnuhreyfing-: una, þar sem honum hef ir tekist það, sem hvorki Alþýðuflokkn- um né Framsókn hafði tekist, að skapa sterkt samivinnufélag hér í Reykjavík. Það var flpkkur okkar,, sem sló skjaldborg um hið unga Pöntunarfélag Verka- manna, hjálpaði því og leiðbeindi yfir byrjunarörðugleikana og tókst að bægja burtu heift- þrungnuimi árásum heiidsalanna og vinna bug á vonleysi alþýð- unnar hér í Reykjavík, sem ekki hafði annað en vonbrigðanna að minnast frá samiskonar tilraun- um áður. Nú er Pöntunarfélag verkamanna eitt voldugasta sam- vinnufélag landsins og gefur glæstar vonir um að verða traust vígi í frelsisbaráttu alþýðunnar, svo framarlega að »falanxinujn« íslenska, Breiðfyl.kingarófreskju íhaldsins, takist ekki að jafna það við jörðu, eins og skoðana- bræður þeirra erlendis hafa eyði- lagt menningar- og hagsmuna- stofnanir vinnandi stétta. Það má ekki takast. Alþýðan til sjáv- ar og sveita verður að taka hönd- um sam.au til að vernda hags- mnnasamtök sin og menningar- stofnanir fyrir morðhendi ó- freskjunnar! II. Kreppulánin. Þegar lögin voru sett um kreppulánasjóð, þá var til þess ætlast, að eftír þau skuldaskil væri bændum borgið og hægt væri að reka búin á heilbrigð^ an hátt. Það leynir sér ekki, þótt enginn beri á móti því, að ýmsir

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/699

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.