17. júní - 01.06.1925, Blaðsíða 1

17. júní - 01.06.1925, Blaðsíða 1
Jakob Gunnlögsson, stórkaupmaður. IAKOB GUNNLÖGSSON er fæddurá vJ Skagaströnd 4. ágúst 1857. Faðir hans var Gunnlaugur verslunarmaður Gutt- ormsson, gullsmiðs í Krossavík, Guð- mundssonar sýslu- manns í Krossa- vík, Pjeturssonar sýslutnanns á Ketils- stöðum, Þorsteins- sonar sýslumanns á Víðivöllum,Siguiðs- sonar bónda á Jörfa, Þorgilssonar, Bjarnai sonar, Sveinsson- ar í Gröf, Bjarna- sonar. Er þetta hin svokallaða Krossa- víkurætt,sem var ein. hver hin fjölmenn- astaognafnkendasta ætt á Austurlandi á sínum tíma. Einn af þessari ætt, Sig- urður, sonur Þor- steins sýslumanns, fæddur 1714, var giftur Maríu, dóttur Lárusar Ottesens íslands-kaupmanns. Sigurður var gullsmiður í Kaupmanna- höfn, varð Captain og oldermand gull- smiða; börn þeirra voru: 1. Pjetur, dr. medicinæ á Kongsbergi, tvígiftur, fæddur 1772. 2. Lárus, skrifari í rentukammer- inu, fæddur 1754. 3. Elísabet, átti sjera Egil Þórhallsson í Bogense á Fjóni. 4. Berthe Katrine, átti Kristofer Balk, gullsmið og lauten- ant. 5. Þorsteinn, gullsmiður í Kaup- mannahöfn, fæddur 1748. Erskýrt nánar frá ættini í sýslu- mannaæfum Boga Benediktssonar, bls. 778—792 og víðar. Ekki veit sá sem þetta skrifar, hvort nokkrir af eftir- komendum Sigurðar Þorsteinssonar eru á lífi i Danmörku eða Noregi, þó lík- legt megi virðast að svo sje. — Móðir Jakobs var Margrjet Halldórsdóttir, prófasts Ámundasonar á Melstað. Hún misti mann sinn 1860; áttu þau fimm börn og var Jakob þá Jakob Gunnlögsson.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.