17. júní - 01.06.1925, Blaðsíða 4

17. júní - 01.06.1925, Blaðsíða 4
4 17. JUNÍ verslunarhús á íslandi, að spilla fyrir verslun hans. Þessi kaupmaður gekk til ýmsra stórkaupmanna, sem versla með vörur, sem notaðar eru á íslandi, og bað þá að selja ekki J. G. vörur, því að hann væri skaðlegur keppinautur, en ef þeir ljetu hann fá vörur, kvaðst hann ekki mundu versla við þá framar. Þetta hafði að vísu ekki mikinn árang- ur, enda hafði J. G. þá fengið allstóra verslun og vildu menn gjarnan hafa viðskifti við hann. Eitt af stærri versl- unarhúsum í Danmörku vildi þó ekki styggj3 danska kaupmannin, og næsta skifti sem Jakob þurfti að fá þar vörur, neitaði það að láta hann fá þær. Ljet hann í ljósi að sjer þætti það kynlegt, þar sem hann ætlaði ekki að biðja um lán, en borga vörurnar út í hönd, en verslunarhúsið sat við sinn keip, og kom þá brátt í Ijós, hvaðan þessi alda var runnin. Jakob varð þá að kaupa vörurnar annarsstaðar. En tveim árum seinna sendir verslunarhúsið umboðs- mann sinn til J. og biður hann að kaupa af sjer vörur, býður honum sín bestu kjör, og kveðst nú ekki ætla að taka tillit til þess, sem andstæðingur hans segði. Urðu þá sættir milli þeirra, og höfðu þeir allmikil viðskifti saman upp frá því. Eftir þetta varð Jakob ekki var við neina sjerstaka óvild af hálíu keppinauta, hvort sem þeir voru það beinlínis eða óbeinlínis. Þegar Halldór Jakobsson hafði lokið prófi á verslunarskóla, var hann um tíma á verslunarhúsi í Berlin og seinna á öðru stóru verslunarhúsi í Manche- ster og hafði ágæt meðmæli frá báðum þeim stöðum. Bauðst honum þar góð staða ef hann hefði viljað vera þar lengur, en hann vildi heldur fara heim og starfa við verslun föður síns, og var að honum hinn mesti styrkur, því hann hafði mikinn áhuga á starfi sínu og var afkastamikill og reglusamur, og hafði traust allra sem kynntust honum. Arið 1917, þegar Jakob varð sextugur, fjekk hann Halldóri syni sínum versl- unina í heudur, en hans naut, því miður, ekki lengi við. Hann dó úr spönsku sýkinni haustið 1918, 32 ára gamall; þá misti Jakob einnig dóttur sína Jakobínu. Hún var gift í Noregi, og kom til Khafnar til að fylgja bróður sínum til grafar, en fjekk Iíka þessa hættulegu veiki, og dó fám dögum seinna. Missir barnanna fjell móður þeirra afarþungt, og náði hún sjer aldrei upp frá þvf. Hún hafði lengi haft hjarta- sjúkdóm, sem ágerðist eftir barna- missirinn. Hún dó 12. des. 1923 og höfðu þau liíað saman í hjónabandi full 40 ár. Hún hafði verið hin mesta dugnaðar- og myndarkona, og annast heimilisstörf sín og uppeldi barnanna afbragðsvel. Eftir lát Halldórs sonar síns, vildi J. G. ekkí fást við verslun lengur, hann vildi að yngri kraftar tækju við henni, enda var hann farinn nokkuð að eldast og lýjast. Verslunin var svo gerð að hlutaíjelagi, undir nafninu Jakob Gunn- lögsson & Co. í stjórn fjelagsins er Jakob og tveir lögfræðingar. En fram- kvæmdarstjórar eru Lárus yngsti sonur Jakobs, og danskur maður, að nafni L. Jensen. Lárus er yngstur af börnutn Jakobs, hann er alinn upp við verslun

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.