17. júní - 01.06.1925, Blaðsíða 8

17. júní - 01.06.1925, Blaðsíða 8
8 17. .1 U N I Gefst mönnum færi á að heyra lög ýmsra þeirra, sem verið hafa með til þess að stofna og þroska fjelag þetta, svo sem J. Hartmann og P. E. Lange-Míiller; og af hinum yngri: Roger Henrichsen ogP. Gram. — Þá eru og tvö lög á söngskránni eftir próf. Sv. Sveinbjörnsson: ísland og Sumar. — Þá skal þess getið, að form. fjelagsins hr. Abra- hamsen, hefir í tilefni af för þessari ort kvæði er heitir: Gunnar frá Hlíðarenda, með lagi eftir Roger Henrichsen. Verður þelta kveðja til íslands frá söngflokknun. — íslensk gestrisni er í sögur færð hjer á Norðurlöndum, og vonandi verða söngmenn þessir engin olnbogabörn íslendinga hvað gestrisni snertir. Mikið mætti verða orðið breytt á íslandi, ef þjóðin sem þar býr, tekur ekki söng- flokk þessum opnum örmum og býður þá velkomna. Sú er ósk mín til handa þessum gestum íslands, að móðir vor Fjall- konan tjaldi nú þeim fegursta skrúða er hún á til, á meðan hinir raddfögru og raddmiklu frændur vorir frá Eyrar- sundi dvelja í landi hennar. Þorf. Kr. Bækur, blöð og tímarit. Forlag hinna ungu (De unges For- lag). Svo heitir bókaútgáfufjelag í Arósum. Eins og nafnið bendir á vinnur það fyrir æskulýðinn, og gefur út ýmsar góðar fræðibækur, kristilegar bækur og fagrar skáldsögur. Markmið forlags þessa er að hafa góð áhrif á unga menn, konur sem karla, og jafn- framt fræða þá og gleðja með bókum sínum. Fyrir fám árum gaf fjelag þetta út bók, er heitir „De unge Aar“ eftir sjera Gunner Engberg, mestu ágætisbók, og jafnhugðnæma piltum sem stúlkum. í vetur hefur fjelag þetta gefið út ýmsar ágætar bækur. Skal hjer fyrst nefna skáldsögu, „Israels Dotre", (verð 2 kr. 50 a.), eftir Hilja Haathi (frb. Hahtí) finska konu. Hilja Haathi er ein af hinum mestu ágætiskonum, sem nú eru uppi á Finnlandi. Hún hefur ritað margar skáldsögur og ort mörg kvæði. Hún byrjaði snemma að yrkja og rita. Hún er gift prófessor Krohn í Helsingfors, en hún hefur haldið áfram ritstörfum eftir að hún giftist. Nú fyrir nokkru komu út tvær bækur, frá forlagi þessu er hjer skulu nefndar. Önnur þeirra er eftir skoskan prest George H. Morrison og heitir „Korset“ (verð 1,50), hin er eftir kín- verskan mann, T. Z. Koo (frb. Gú). Sjera Morrison er prestur við Welling- ton kirkjuna í Glasgow, dr. í guðfræði og einn af hinum merkustu kenni- mönnum á Skotlandi nú sem stendur. Hann hefur þann sið að halda á haustin samkomur með sötnuði sínum, tvo eða þrjá virka daga, og bókin inniheldur aðalatriðin úr ræðum hans. við þau tækifæri. Bók Koos heitir „Kina for Kristus“ (verð 2 kr.). Hún er með myndum. Koo er kristinn, ritari í K. F. U. M. í Kína. Hann hefur farið víða um lönd. í fyrra kom hann till Danmerkur. Hann lýsir hugsunarhætti Kínverja og lífs- skoðun bæði að fornu og nýju, trúar- brögðum þeiira, aðalbreytingum þeim, sem orðið hafa á síðari árum í Kína, og ýmsu fleiru. Nú eru þrír íslendingar í Kína; má vera að ýmsa á íslandi langi til að fræðast um ástandið þar í landi. B. Th M. Frh. á bls. 12.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.