17. júní - 01.06.1925, Blaðsíða 9

17. júní - 01.06.1925, Blaðsíða 9
17. JUNÍ 9 Karl Hjalmar Branting. Svíþjóð og Danmörk hafa þessar síðustu vikur átt við atríð að búa.— Verkbönn ogverkföll hafa hafist í stórum stíl. Vinnuveitendur hafa lokað tugi, já, hundrað þúsundir af verkalýðnum úti frá vinnunni, en verkamenn hafa látið dal mæta hóli, og enginn hefur getað litið í blað án þess að hafa næma tilfinningu fyrir því, að vera með í þessu stríði: Sjálf tilvera hans sem meðlimur mannfjelags- ins krefur hann reikn- ingsskapar og lætur hann kenna ábyrgðar, því stríðið stendur nú, eins og ávalt, milli „þess er á að hefjast og hins er á að falla, þess er skal stíga og þess er á að hníga“. Hugsunarháttur ein- staklinganna sker úr hvorumegin þeir eru. Ennþá átakanlegar finnur hver einstakur ástandið, þegar hann gengur um götur og stræti borgarinnar, framhjá auðum og þegjandi verksmiðjum, þar sem maður er vanur að mæta glaumi vinn- unnar, eða framhjá tómum, gapandi byggingapöllum, sem nú standa eins og hrikalegar og líflausar beinagrindur, og vinuublástur og annriki múraranna er horfið. Einstaklingurinn sjer ekki stríðið, sem hjer er háð. En hann veit að gegn gamalmúruðu auðmagni vinnu- veitenda berjast einhuga, öflug samtök og harðsnúinn vilji verkamanna. Báðir aðiljar eru staðráðnir í að bera sigur- inn heim. — „Strike“-hnefinn er öruggur til átaks. Það sjest ekki að högunum muni skeika nú fremur en áður, þrátt fyrir það, að hinn mesti og besti alþýðu- höfðingi Norðurlanda, e. t. v. alls heimsins, hvarf úr stríð- inu og skildi eftir sorg, söknuð og autt rúm í hugum og hjört- um manna, líkt eins og þegar fyrirmyndar- hetja fornmanna stökk úr lyftingu á „Orm- inum langa". Allir sakna höfðing- jans.jafnvel mótstöðu- menn hans beygja höfuðið í sorg. En jafnaðarmenn, og þá fyrst og fremst Svíar, hafa beðið tjón, er seint verður bætt. Öll friðarviðleitni í heiminum, allur innbyrðis skilningur og samtök meðal þjóða heimsins, sem skapaði alþjóða- bandalagið, og öll þau störf, sem þar fara fram, allar hugsanir sem þaðan koma, allur sá kærleikur, sem þyrfti að gróðursetjast og vaxa i hugum manna til þess að von væri um að komið yrði á ævarandi friði— alt þetta hefur mist hinn öflugasta, gáfaðasta og besta talsmann sinn, manninn sem allir treystu, allir báru virðingu fyrir,

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.