17. júní - 01.06.1925, Blaðsíða 10

17. júní - 01.06.1925, Blaðsíða 10
10 17. JUNÍ sakir göfugmensku hans og rjettlætis. — Þessvegna beygðu einnig þeir, sem í stjórnmálum voru andstæðingar höfð- ingjans, höfuðið í sorg við líkbörur Hjalmars Brantings. Karl Hjalmar Branting var fæddur í Stokkhólmi þ. 23. nóvember 1860. Faðir hans var prófessor og for- stöðumaður leikfimiskenslu-stofnunar- innar (Centralinstituttet för Gymnastik) þar, en móðirin var af gamalli sænskri aðalsætt. Það var þannig ekki sungið við vöggu drengsins, að hann ætti að verða fröm- uður jafnaðarstefnunnar í Svíþjóð og foringi verkamanna í baráttu þeirra fyrir borgaralegum og pólitískum rjett- indum, og bættum launa- og vinnu- kjörum. Og þegar hann varð læri- sveinn í einni af bestu mentastofnunum bæjarins, dreymdi víst ekki þann af skólabræðrum hans, er síðar varð Gúst- af konungur V., fyrir því, að Hjálmar litli „með blíðu augun“ ætti eftir síðar á lífsleiðinni að mæta honum, eða að hann ætti að verða frægastur stjórn- málamaður allra Svía síðan stórveldið, «r Gústaf Adolf og Karl Gústaf bygðu upp, hrundi saman, og hinni sænsku her- og stjórnmálafrægð lauk með Karli XII., enn síður að Hjálmar á sínum tíma mundi taka stjórnartauma ríkisins, sem æðsti maður í ráðaneyti Gústafs sjálfs, og undir stjörnu „frelsis, jafnrjettis og bræðralags“,—einkunnar- orðum stjórnarbyltingarinnar, sem jafn- aðarmenn gjörðu að sínum. Branting fekk snemma orð á sig fyrir gáfur, viljafestu og einkum sem hugsjónamaður. Hinn þýski jafnaðar- maður Bernstein, sem var í Svíþjóð skömmu eftir að Branting var orðinn stúdent, hefur sagt, að hann hafi aldrei fundið svo sterkt hugsjónaafl eins og hjá þessum unga sænska stúdent. En fyrst framanaf helgaði hann sig vísindunum eingöngu, og í hugskoti hans var hreint og hátt til lofts og vítt til veggja, og óendanleiki himingeyms- ins hreif hann, stjörnufræðin varð námsgrein hans.— Þeir sem þá þektu störf hans, hafa síðan fullyrt að hann hefði auðveldlega getað unnið sjer frægðarorð á braut vísindanna. — Var það nú af einhverri hendingu að Branting valdi sjer þá vísindagrein, sem krefur víðtæka athugun og langsýni? Er nokkurt samband milli þess og síðari starfsemi hans? Franskurstjórnmálamaður, sem löngu síðar kyntist sænska fulltrúanum í Ge- néve, sagði um hann, að hann talaði ekki lýtalausa frönsku, en að hann hefði lýtalaust hjarta—og í þessu sfðara liggur máske skýringin á öllum störfum þessa manns. Það var hjartað sem rjeði, og það sagði honum,— um leið og sjón- deildarhringur hans víkkaði út yfir óendanlegar brautir stjörnugeymsins,— að niðri ífátækrahíbýlum fósturlandsins, já, alls mannfjelagsins— sætu kúgaðar verur, rjettindalitlar, ómeðvitandi um manngildi sitt og með sjóndeildarhring, sem ekki næði lengra en til munns og maga; og jafnframt hvíslaði hjarta hans því að honum, að allar þessar verur væru bræður hans og systur. —

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.