17. júní - 01.06.1925, Blaðsíða 12

17. júní - 01.06.1925, Blaðsíða 12
12 17. JUNÍ sjer embættinu. — En eítir kosningarnar vorið 1920 myndaðist hin fyrsta jafn- aðarmannastjórn Svía, með Branting sem forsætisráðherra; alls hefur Brant- ing myndað stjórn þrem sinnum, siðast haustið 1924, og situr það ráðaneyti ennþá við völd eftir dauða hans. Á þessum síðustu árum — meðan heimsstyrjöldin stóð og siðan — var það að Branting vann sjer mesta frægð úti um heim, og mun óhætt að íyllyrða, að enginn annar, sem á þessum tímum tók þátt í stjórnmálum eða milliþjóða- málum, haii notið jafnmikils eða meira trausts og virðingar, bæði heima fyrir og erlendis. Og sýnir það einna best, hversu mikils metin störf hans voru, og hversu óeigingjarnar tillögur hans, að mönnum úr öllum flokkum fanst málefnum sænsku þjóðarinnar best borgið, þegar hann fjallaði um þau í alþjóðabandalaginu. Fyrir sjálfan hann var eflaust breyt- ingin frá sænskum jafnaðarmanna- höfðingja í alheims- stjórnmálamann, sem barðist og beitti kröftum sínum og áhrifum fyrir friði, eindrægni og rjettlæti meðal allra þjóða, að eins eðlilegt framþróunarspor. Hann byrjaði á að skipa rjettlæti heimafyrir, en vegir hugsjóna hans voru langir, og rjett- sýni hans og kærleikur náði til alls mannfjelagsins . . . Annar fulltrúi Dana i Alþjóðabanda- laginu, dr. P. Munch, sagði eftir lát Brantings, að hann hefði verið eins og samviska margra fulltrúanna í Genéve, og óskir allra voru að hann feldi sig við tillögur þeirra,— þeir eins og fundu sig ekki á öruggum grundvelli fyr en Svíinn hafði sagt álit sitt . . . Sæti Brantings er ekki autt hvorki úti nje heima, því maður kemur í manns stað. — En heimurinn hefur orðið fátækari og saknar atgerfis hans og göfugmensku. Lát hans kom mönnum ekki að óvörum, sjúkleiki hans hafði haldið honum rúmföstum vikum, já mánuðum saman. Og svo mun flestum hafa orðið, að þeir eins og fundu sting i hjartað og líkt og auðn og tómleik í hug sínum, þegar fregnin barst ut um heiminn: Hjalmar Branting er dáinn! Því er þannig varið þegar stór- mennin falla . . . Bækur, blöð og tímarit. Bækur handa sjómönnum. Svein- björn Egilsson getur þess í góðri grein, er hann ritar um mannskaðana í vetur og prentuð er í Morgunblaðinu 30. des. f. á., að „á Íslandi sje ekki til ein einasta bók til leiðbeiningar sjómönnum við vinnu sína nema á erlendum tungumálum“. Slíkt er mikill skaði, og þarf auðvitað að ráða bót á þessu svo fljótt sem hægt er, því að fiksiveiðar og siglingar eru hinn arð- samasti atvinnuvegur landsmanna, en hinsvegar sú atvinnugrein, sem reynist mjög mannskæð, svo mannskæð, að slíks eru tæplega dæmi hjá öðrum þjóðum nema um loftsiglingar. Fiskiíjelag íslands ætti að

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.