17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 1

17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 1
Dr. Sigfús Blöndal. ÆR raddir hafa oft látið til sín heyra, að þeir íslendingar, sem settust að í útlöndum, væru týndir sauðir fyrir þjóð- ina. En saga lands- ins sannar einmitt hið gagnstæða. t>ví í þeim flokki hafa jafnan verið nokkrir þeirra manna, er mest gagn hafa unnið landinu og drjúg- astan hafa lagt skerfinn til að auka hróður þess út um heiminn. Þarf ekki annað en að nefna JónEiríksson.Finn Magnússon, Jón Sigurðsson, Kon- ráð Gíslason, Guð- brand Vigfússon, Eirík Magnússon og marga fleiri. Mörgaf þjóðskáld- unr vorum hafa og ort sín bestu kvæði meðan þeir dvöldu í útlöndum. Þar glæddist ættjarðarást þeirra best, og þaðan er sú alda runnin, sem hæst lyfti landinu til frelsis og franifara á umliðinni öld. Sem einn í flokki þessara manna á 20. öldinni má nú telja dr. Sigfús Blöndal. Því þó hann sje enn á besta aldursskeiði (ekki nema rúm- lega fimtugur), svo að allmikils megi enn vænta frá hans hendi, þá hefur hann þegar unnið svo mikið og gott starf í þágu ís- lands, að hann má vel telja meðal máttarviða íslen- skrar menningar út á við, þar sem hann hefur smíðað og fengið útlend- ingum í hendur lykilinn að mörgu því í bókmentum og þjóðlífi íslend- inga, sem áður var flestum þeirra hulinn leyndar- dómur. — Dr. Sigfús Blöndal er fæddur á Hjallalandi í Vatnsdal 2. okt. 1874, og er því þjóðhátíðarbain. Er hann af góðu bergi brotinn, af hinni þjóðkunnu Blöndalsætt í báðar ættir. Faðirhansvar Björn L. Blöndal, sonur skáldsins Lúð- Dr. Sigfús Blöndal.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.