17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 2

17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 2
18 17. JUNI vígs Blöndals, sonar Björns sýslumanns Blöndals í Hvammi. En móðir dr. S. Bl. var Guðrún, dóttir Sigfúsar prests á Undirfelli og konu hans, sem var dóttir Björns sýslumanns Blöndals, svo að föðurafi og móðuramma dr. S. Bl. voru systkin. Dr. Sigf. Blöndal tók stúdentspróf úr Reykjavíkurskóla 1892 og kandídats- próf við Kaupmannahafnar háskóla 1898 (í latínu, grísku og ensku). Hafði hann þá þegar unnið sjer svo miklar vin- sældir og álit, að hann var árið 1899 settur varaprófastur á Garði, er Eiríkur Jónsson dó. En til allrar hamingju fekk hann þó ekki það embætti, er það var veitt til fulls, heldur danskur guðfræðingur. Var það happ mikið fyrir dr. Blöndal, því annars hefði hann að líkindum orðið eilífur augnakarl i lítt launuðu embætti og ljelegu, þótt hægt sje og þægilegt að ýmsu leyti. 1900—1901 ferðaðist dr. Blöndal til Englands og Frakklands og var svo eftir heimkomu sína (1901) skipaður aðstoðarmaður við konunglega bóka- safnið í Höfn. Vann hann sjer þar brátt svo miklar vinsældir og álit, að hann hækkaði óvanalega fljótt í tign- inni, varð undirbókavörður 1907 og bókavörður 1914. Af trúnaðarstöðum hefur dr. Blöndal haft margar. Hann var skrifari Hafn- ardeildarBókmentafjelagsinsl904—1911 og Fræðafjelagsings 1912—17, í stjórn Bókasafnsfjelagsins dansna 1916-1919 og í sambandsstjórn Stúdentafjelags Norðurlanda 1915—1922 (ritari þess 1915—1916). Af ritstörfum dr. S. Bl. ber fyrst að telja hina miklu íslensk-dönsku orðabók hans, sem er bæði mikið og gott verk og lengi mun halda nafni hans á lofti. Er það hvorttveggja, að verkið er vel af hendi leyst og með henni bætt úr brýnni þörf. Því hingað til má svo heita, að allar nýrri bókmentir vorar hafi verið lokuð bók fyrir nálega öllum útlendingum, af því engin brúkleg orðabók hefur verið til yfirnútíðarmál vort. Jafnvel þeir vísinda- menn, sem stundað hafa forntungu vora af kappi og skilið öll fornrit vor, segjast hafa orðið að gefast upp við að lesa nútíðarrit vor, af því þar úi og grúi svo af orðum og orðtækjum, sem hvergi hafi fundist í hinum eldri orðabókum. En úr þessu hefur nú hin nýja orðabók dr. Blöndals bætt, og það svo vel, að engum er nú framar vorkunn að geta lesið hvert íslenskt rit með aðstoð hennar. Því þó ekki hafi fremur í henni en öllum öðrum orðabókum tekist að þurausa orðaforða tungunnar, þá mun þar þó mega finna meginþorra allra íslenskra orða. Og ekki er það minstur kosturinn, að hún tilfærirsvo mikinn urmul af torskildum og vel þýddum orðtækjum, sem enginn útlendingur mundi annars botna í, þó hann skildi hvert einstakt orð í setn- ingunni í sirmi eiginlegu merkingu út af fyrir sig. Þar er og safnað svo mýmörgum skýringum á nöfnum og orðatiltækjum úr þjóðfræðum vorum, sem margir íslendingar (hvað þá heldur aðrir) ekki skilja, og sein nú eru óðum að ganga fyrir'ætternisstapa og týnast. Bókin verður því ómetanleg fræðslulind fyrir komandi kynslóðir í þessum efnum, og hún opnar útlendingum nýjan heim, nýja leið að bókmenta- auði vorum og menningarforða. Að þessi orðabók hefur orðið jafn- góð og raun er á orðin, er auðvitað ekki dr. Blöndal einum að þakka.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.