17. júní - 01.07.1925, Qupperneq 4

17. júní - 01.07.1925, Qupperneq 4
20 17. JUNÍ og eftirsóknarverðast í þessum heimi: að láta sjást spor eftir sig í sandinum, láta komandi kynslóðir minnast þess, að hann hafi verið til og afrekað eitt- hvað nýtilegt fyrir þjóð sína. Valtýr Guðniundsson. ísland og íslendingar erlendis. DR.VALTÝR GUÐMUNDSSON skrifar um gullið á íslandi í „National-Tidende" 10 júní (kveldblaðið) sögulegt yfirlit þess máls, trú manna á ýmsa málma f jörðu á íslandi og rannsóknir náttúru- fræðinga á þeim efnum á íslandi. Dr V. G. er ekki frá því að málmar geti fundist i jörðu á íslandi og telur rannsóknir prófessors K e i 1 h a ck trygg- ingu fyrir því að síðustu rannsóknir sjeu ekki bara skrum. FRÚ BJÖRG Þ. BLÖNDAL fór til íslands í miðjum júlím. — í grein um hanaí „National-Tid.“ 22.júní (kveldbl.) segir, að háskólinn á Frakklandi, Sor- bonnen, hafi tekið doktorsritgerð af frúnni og sje farið lofsamlegum orðum um þá ritgerð af dr. D u m a s. Ritgerð þessi heitir á dönsku: Det fysiolo- giske Grundlag for Instink- terne. BRÆÐURNIR Ásgeir og Ragnar Ásgeirssynir eru á ferð hjer, sá fyr- nefndi fer á kennarafund í Finnlandi. ADAM POULSEN leikari hefur skrifað af ferð sinni til íslands í „Berl. Tid.“ 6. júní, kveldútgáfu, mjög vin- gjarnlega grein. Hann fer aftur til ísl. í ágústm. KONGERIGET ISLAND heitir lítil bók eftir N. P. Jensen, kennara í Skol- derup skóla við Tönder, sem Dansk- isl. Samfund hefur gefið út. Bók þessi er ætluð skólum og skrifuð með það fyrir augum. Ýmsar myndir fylgja bókinni. DANSK-ISL. KIRKESAG, maíblaðið, flytur grein eftir biskup Jón Helgason um Strandakirkju. Segir þar að kirkja þessi sje einhver ríkasta kirkja á ís- landi — hún á nú 12 þúsund kr. í sjóði.— Áheitum rigniryfirhana, einkum hafa þau aukist stórum á þessum fyrsta fjórðungi aldarinnar, og í fyrra (1924) voru áheit til hennar 2500 kr. — Þá eru í blaðinu greinar um fríkirkjusöfn- uðinn í Reykjavík, (25 ára minning) með mynd af sira Ólafi Ólafssyni og núverandi presti, eftir Þórð Tómasson; þá eru og ritfregnir og fl. INDTRYK FRA ISLANDS LAND- BRUG heitir lítið kver eftir Anton Chri- stensen, dócent við Landbúnaðarhá- skólann. Er hjer lýst ísl. landbúnaði, vinnuaðferðum, gróðri á íslandi og hag íslenskra bænda. Rit þetta er fróðlegt og ritað af samúð með Íslendingum. MARGIR ÍSLENDINGAR hafa verið hjer á ferð að undanförnu, meðal ann- ara: Jens B. Waage bankastjóri og frú, Sig. Eggerz bankastjóri og frú, Árni Jóhannsson bankaritari og frú, Konráð R. Konráðsson læknir, Þórarinn Krist- jánsson hafnarstjóri í Rvík, Jón Her- mannsson úrsmiður, Þorkell P. Clemens og frú, Kiemens Jónsson fyrv. ráðh. og frú o. fl. Frh. bls. 32.

x

17. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.