17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 6

17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 6
22 17. JUNI f sjer bilaða báta, eða báta, sem eru að hrekjast þar með nesinu, en frá vitan- um er hægt að sjá langt til og því samstundis hægt að gera aðvart til Sandgerðis, en þar er vanalega altaf hægt að fá aðstoð þann tíma, sem veiðar eru stundaðar hjer sunnanlands. Sömuleiðis mun loftskeytastöðin i Reykjavík geta sent samstundis tilkynn- ingar til skipa með loftskeytatækjum, en sem kunnugt er, eru flestir íslenzku botnvörpungarnir búnir að fá slík tæki, sömuleiðis gæsluskipin. Þá veit jeg að yður hlýtur að vera kunnugt um björgunarskip Vestmanna- eyja „Þór“ og hefir hann styrk til þess starfa af ríkissjóði, auk þess, sem hann er notaður sem gæsluskip við lanhelgisgæsluna þann tíma, sem hans er ekki þörf sem björgunarskips við Vestmannaeyjar. Það verður að taka tillit til kring- umstæðna hjer á landi. Útvegurinn er hvergi mjög samandreginn á einn stað, nema Vestmannaeyjum, og er því svæðið, sem björgunarskip þyrfti að hafa eftirlit á svo stórt, að eftirlitið á hverjum stað er gagnslítið. Þó er enginn efi á að æskilegt væri að hafa björgunarskip, sem hjeldi sig á svæð- unum kringum Reykjanes, mánuðina janúar-apríl. Sömuleiðis verður að athuga vel alt ásigkomulag strandlengj- unnar. Hjer eru mjög óvíða rif eða grynningar langt undan landi einsog t. d. við Jótlandsskaga, sem skip geta strandað á og staðið óbrotin svo lengi að björgun á mönnum er möguleg. Hjer er víðast djúpt alveg upp i fjör- una, sem vanalega er stórgrýtt. Björgun er því vanalega alveg ómögu- leg, ef skip sigla þar á land í vondu veðri. Öðru máli er að gegna um sandana í Skaftafellssýslu, enda verða sjaldan manntjón þar, ef að skipverjar bíða rólegir í skipinu. Slysin þar hafa oftast orðið eftir að mennirnir voru komnir í land, og viltust svo út í árnar eða sandbleyturnar, á leit sinni eftir bæjum. Þá má telja sæluhús þau handa skipbrotsmönnum, sem bygð eru þar á söndunum, sem nokkurskonar björgunartæki, ásamt staurum þeitn og vörðum, sem þar eru reist, með upp- lýsingum handa skipbrotsmönnum, hvernig þeir eigi að haga sjer, og veit jeg að yður hlýtur að vera kunnugt um það. Hagstofunni hefir verið falið að rannsaka slys og orsakir til þeirra. Og eftir því sem mjer er bezt kunnugt, þá eru mjög fá tilfelli, sem komið hafa fyrir á seinni árum, þar sem björgunarbátur hefði getað bjargað, t. d. vil jeg benda yður á þau slys, sem orðið liafa í ár 1924 og þau eru mörg: menn drukna, M. b. „BLIKI“ ferst í fiskiróðri allir menn farast................. 7 M. b. „SEYÐFIRÐINGUR" rekst á sker inni á firði............... 8 M. b. „RASK“ ferst í fiskiróðri einhverst. við Horn.............. 15 Tveir menn detta út við heyflutn- ing í Vestm.eyjum................. 2 M. b. „ELIN“ frá Hafnarf. missir út mann.................... 1 Við Kinnarfjöll drukna 2 menn í fjárleitum...................... 2 Nál. Ólafsvík fara 3 menn í land í litlum pramma, sem hvolfir 3 Mann tekur út af botnvörpuskip- inu „SKÚLI FÓGETI"............ 1 M. b. „HEGRI“ rekst á sker í Borgarfirði og sekkur............ 2

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.