17. júní - 01.07.1925, Qupperneq 7

17. júní - 01.07.1925, Qupperneq 7
17. JUNI 23 menn drukna, Maður fellur fyrir borð af bv. skipinu „SKALLAGRIMUR“ í skipakvínni í Hull......... 1 A Þórshöfn drukkna 3 menn við að leggja uppskipunarbát 3 A Kjalarnesi druknar maður á leið út í mótorbát.............. 1 Samtals 46 Hjer er alveg óhugsandi að björg- unarskip hefði getað bjargað nokkrum af þessum mönnum, heldur ekki mönnunum af færeyska skipinu, sem strandaði við Staðarberg í Grindavík í vor, og enginn vissi um, fyr en líkin fóru að reka á land. Sje farið að leita að orsökum, eru þær oftast snögg áhlaupaveður, sem smáskipin geta ekki borið af, en sem stærri og betur útbúin skip, t. d. botn- vörpungar, geta staðið á móti, því þeir mannskaðar, sem orðið hafa á botn- vörpungum, eru mjög fáir og þá vanalega af einhverjum öðrum slysum t. d. vír slitnar og slasar mann o. s. frv. En hvort mótorbátaútvegurinn á að vera dauðadæmdur fyrir þessar sakir er annað atriði, sem ekki verður farið út í hjer. Það má ekki bera veður og sjóana við ísland saman við önnur lönd, og jafnvel ekki þau, sem liggja jafn norðarlega, t. d. Noregur, því hjá okkur er auð opin strönd, en engin skerjagarður til að draga úr mestu sjóunum. Þá skal það viðurkent að ofmörg slys verða árlega á íslandi fyrir skort á sjómensku, eða óaðgætni eins og það er vanalega kallað. Sjómenn okkar eru framgjarnir og hugaðir, en oft ekki að sama skapi gætnir og má ef til vill setja það í samband við þær breytingar, sem nýlega eru orðnar á skipastólnum, þar sem sú kynslóð, sem nú stjórnar mótorbátunum, eða þeir menn, sem þeir hafa tekið sjer til fyrirmyndar, hafa þekkingu sína og æfingu að mestu leyti af árabátum eða smámótorbátum, og finst því svo mikið til stærri skipanna koma, að þeir ætla þeim alt fært. Fari svo að sjerstakt skip verði smíðað til þess að hafa á hendi land- helgisgæslu við ísland — eins og full þörf er á — mundi oft vera hægt að fá það til að leita að bátum, sem vant- aði, enda má gera ráð fyrir að það gæti stundum orðið bátum til aðstoðar, því auðvitað hjeldi það sig mest á sömu slóðum og fiskibátarnir. Reykjavík 1. desember 1924. F. h. Fiskifjelags Islands Kr. Bergsson. A t h s. Því miður hefir dregist — vegna rúmleysis í blaðinu — að birta þessa greir,, og bið eg forseta Fiskifje- lagsins að afsaka það. Ekki ætla eg mjer að fara að munn- höggvast við hr. Kr. Bergsson í þessu máli, eða um það, hvor okkar hafi orðið fyrri til að vekja umræður um mál þetta, enda skiftir það mig litlu. Eg hefi þá heldur hvergi haldið því fram, að hafa verið frumkvöðull þessa máls, þó eg hinsvegar hafi hugsað um það í mörg ár og átt tal um það við hr. Sv. Egilsson á fyrstu árum Fiskifjelags íslands, en hann taldi þá öll vandkvæði á framkvæmdum. Annars tnun eg víkja að máli þessu síðar hjer í blaðinu. Þorf. Kr.

x

17. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.