17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 8

17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 8
24 17. JUNI Af ferð um Suðurjótland. Okkur íslendingunum, sem erum hjer í Askov og nágrenninu, var það óblandin ánægja.að Dansk-islandsk Sam- fund ætlaði að efna til Suðurjótlands- ferðar nú í sumar. Það, sem gerði för þessa svo girni- lega, var fyrst og fremst að fá tækifæri til þess að sjá Suðurjótland í allri sumardýrðinni. Við hugðum einnig gott til að kynnast fólkinu þar, sem aldrei hefur látið buga þjóðernistilfinningu sína, en með þrautseigju og kjarki hefur stefntað markinu sem náðist 1920. Förin var ákveðin og 6. júní var lagt af stað. Við Askovbúar áttum að hitta samferðafólkið í Kolding. Þangað vorum við komin í tæka tíð og biðum nú með eftirvæntingu eftir lestinni frá Kaup- mannahöfn. Loksins kom hún. Við litum rannsakandi augum eftir vagna- röðinni. Var þetta ekki íslenski þjóð- Áge M. Benedictsen og frú. búningurinn? Jú, bravól Þá voru ís- lendingarnir komnir. Það var hressandi að sjá íslenska þjóðbúninginn, — það var eins eg kveðja að heiman. Nú varð þröng mikil á stöðinni, því við þurftum öll að heilsast með handa- bandi að íslenskum sið, og fagnað- arlætin gengu „fjöllunum" hærra. Koldinghus. Nú voru allir komnir, sem ætluðu að taka þátt í förinni, 29 manns, 25 íslendingar og 4 Danir. Foringi fararinn- ar, herra A. M. Benedictsen, bað sjer brátt hljóðs og skýrði fyrir oss hvernig dvölinni skyldi hagað í Kolding. Til- lögum hans var tekið með fögnuði og nú hjelt allur hópurinn af stað upp að Koldinghus. Það stendur á hæðardragi einu í útjaðri bæjarins. Þaðan er fagurt útsýni yfir Koldingfjörðinn, bæinn og landið umhverfis. Nú er lítið eftir af ytri fegurð þess- arar gömlu hallar, en hún á sína sögu. Arið 1284 ljet Abel hertogi byggja höll eða kastala til varnar gegn árásum Dana á Suðurjótland. Síðar meir, eftir að hún komst í danskar hendur, varð hún landvarnarkastali og konungshöll um langan aldur. Oft hefur verið bygt við höllina og hún

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.