17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 9

17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 9
17. JUNI 25 stækkuð.Um 1600bygði Kristján konung- ur IV hallarturninn. Uppi á turninum stóðu fjórar risavaxnar líkneskjur af hetjunum fjórum, þeim Hannibal, Scipio, Hektor og Herkules. Hver hafði sitt ríkismerki; Hannibal hið danska, Scipio það norska og Hektor hið jótska, Her- kules hafði kórór.ur þessara þriggja landa. Nú er að eins Herkúles uppi- standandi. Þegar höllin stóð í ljóma sínum, var hún ein af stórfeldustu byggingum Danmerkur. En óhamingjan hóf upp hramminn og grandaði þessari tígulegu byggingu. Árið 1808 var spánverskt og franskt hjálparsetulið i Koldinghöllinni. Eitt kvöld var austannæðingur og kuldi mikill. Útlendingarnir voru ekki vanir kuldanum og vildu bæta sjer upp með því að kynda í ofnunum. Brennið var vott, svo að þeir höfðu ekki annað en þurran hálm til eldsneytis og ljetu svo óspart á glæðurnar að það kviknaði i. brátt fyrir duglega framgöngu tókst ekki að slökkva eldinn og bráðlega stóð höllin i ljósum loga. Kvöldið hinn 30. mars var siðasta jótska knungshöll í rústum. Lengi láu rústirnar óhreyfðar, en á seinni árum hefur höllin verið dálítið lagfærð aftur. Nú er hún notuð fyrir hergagnasafn.sem við höfðum því miður ekki tíma til að skoða. Eftir stutta dvöl þarna var haldið ofan í bæinn og sest að snæðingi í einu gistihúsinu. Allir voru í ágætu skapi. Hinum reyndari og ráðsettari í hópnum þótti nóg um ærsl okkar unga fólksins, en áminningunum var lítill gaumur gefinn eins og oftar. Eftir máltíðina var búist til brottfarar. Skyldi nú haldið til Skamlingsbanken. Bíllinn beið útifyrir og tíminn var naumur.Við áttum að vera komintilSkam- lingsbanken í ákveðinn tíma og auðvit- að vildum við vera stundvís, svona til að byrja með. Við ókum öll í sama bílnum. Það var nokkuð þröngt, því að við vorum mörg. En þrengslin spiltu ekki ánægj- unni, og þó einhver pilturinn hefði mátt taka stúlku á hnje sjer, hefði það varla spilt fyrir. Gamla máltæklð „þröngt mega sáttir sitja“ sannaðist þarna. Það bar ekki á öðru en allir væru ánægðir á leiðinni, þótt hún væri nokkuð löng. Það var sungið og talað, hlegið og hljóðað. Gleðin yfir því að vera í stórum íslendingahóp var auðsæ hjá öllum. Þegar komið var í áfangastað var tekið á móti okkar af formanni ung- mennafjelags Kristiansfelt. Fór hann þegar með oss upp á Skamlingsbanken og skýrði sögu hans. — Skamlingsbanken er hæðardrag eitt. Hæsti hlutinn heitir Höjskamling og er 363 fet yfir hafflöt. Þaðan er mjög fagurt útsýni yfir Litlabelti með öllum sínum hólmum og eyjum, vogum og víkum. í suðri og vestri teygir flat- lendið sig fagurt og frjósamt með bylgjandi kornakra og hvanngræna skóga. Þetta er vel fallinn samkomustaður, enda hefur Skamlingsbanken um langan aldur verið samkomustaður Suðurjóta. í þá tíð, þegar útlent ok lá eins og fargáþeim,sem vildu vera dansk- ir, komu þeir saman á Skamlings- banken. Það var þjóðernistilfinningin, sem kallaði þá saman. Þarna voru rædd instu og dýpstu áhugamálin, — þjóðernismálin. Þar hóf þjóðernisaldan sig hátt, en sólarljós framtíðarvonanna

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.