17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 10

17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 10
26 17. JUNÍ glóði á öldutoppunum. Gegn um þess- ar samkomur hefur Skamlingsbanken fengið mjög mikla sögulega þýðingu. Þegar við höfðum sjeð það mark- verðasta, hófst lokaþátturinn á Skam- lingsbanken. Það þurfti að skifta gestun- um niður á bæina, þar sem við áttum að gista um nóttina. Jeg heyrði suma vera að hvíslast á um rjettirnar heima, meðan á þeirri athöfn stóð. Þegar þessu var lokið og búið að brýna fyrir okkur að muna nafn gest- gjafanna, var haldið af stað í bílum til Kristiansfelt. Við höfðum nú ekki Höjskamling. lengur þann stóra, en fengum tvo minni í hans stað. Aftur byrjaði söngurinn. íslenskan hljómaði snjalt og hvelt. Það voru sungin ættjarðarkvæði og ástarkvæði og um alt milli himins og jarðar, sem við bara kunnum. Um kl. 6 komum við til Kristians- felt. Þar tóku gestgjafarnir á móti okkur og nú fór hver „heim til sín“. Um kvöldið kl. 8V2 komum við ferðalangarnir saman í gistihúsi bæjar- ins. Var okkur öllum boðið þangað til samkomu, sem ungmennafjeiagið efndi til. Margt fólk, um 300 manns, var saman komið úr bænum og nágrenninu, bæði gestgjafar okkar og aðrir með- limir ungmennafjelagsins. Stór salur í gistihúsinu var tekinn til samkomunnar. Þegar allir voru komnir var setst undir borð. Hvert sæti var skipað. Nú var spjallað um stund en brátt kvaddi formaður sjer hljóðs og hjelt stutta tölu. Bauð hann okkur íslend- ingana velkomna til Kristiansfelt og óskaði okkur góðrar á ánægjuríkrar farar. Því næst var hljóðfærasláttur og svo kom kaffið. Borðræður voru haldn- ar. Á milli var söngur og hljóð- færasláttur. Einn ungmennafjelaginn sagðist gleðjast yfir því að sjá íslensku stúlkurnar í þjóðbúningi. Taldi hann það einkenni þjóðrækni vorrar. Óskaði hann þess, að danskar stúlkur væru oftar í þjóðbúningi en raun væri á. Mjer þótti vænt um, að hann skyldi Ijúka lofsorði á þjóðbúninginn okkar íslenska. Mjer hefur aldrei fundist hann eins fagur og í þessari ferð. Það hvílir yfir honom nokkuð af þeirri tign og hreinleik, sem ættlandið á í svo ríkum mæli. Herra Á. M. Benedictsen og Björn Guðmundsson kennari þökkuðu við- tökurnar í Kristiansfelt. Rúmlega kl. 12 var samkomunni slitið. Þeir sem bjuggu fyrir utan bæinn, þeystu burtu í bílum eða vögnum með státnum gæðingum fyrir. Okkur hinum fanst ofsnemt að ganga til hvílu þótt framorðið væri. Veðrið var svo yndislegt, logn og glaða tungls- ljós. Við fengum okkur því dálítinn göngutúr um bæinn áður en við fórum „heim“. — Fyrsti dagur fararinnar var liðinn, nóttin kom svífandi með frið og ró. í örmum hennar hvíldum við og söfn- uðum kröftum til nýs dags og nýrrar ánægju. Frh. Guðm. Gíslason.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.