17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 11

17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 11
27 17. JUNÍ Fornar borgir. I. ið komum til Uppsala. Þreytt erum við bæði af að þeysa á reiðhjólum yfir upplensku sljetturnar, og það í barn- ings vindi, og okkur finst að við þurfum á hvild að halda. Það byrjar eins og venjulega: Maður hefur götunafn og nafn á gistihúsi ritað inn í vasabók sína. Þangað fer maður, talar við hæverskan dyravörð, sem í kurteislegri auðmýkt visar manni á dyr, öll herbergi eru þegar leigð eða pöntuð fyrirfram. Svo Dómkirkjan í Uppsölum. förum við aftur af stað götu úr götu, finnum á endanum gistihús, þar sem við fáum að búa, en erum nú þreytt- ari en áður og höfum auk þess eytt af hinum stutta tíma, sem við höfðum til þess að sjá okkur um. En nú finst okkur alt í einu eins og við höfum langan, langan tíma fram undan: Kvöldið — nóttina, morgun- daginn. — Nei, það er satt, annað kvöld á eg að tala um ísland og ís- lendinga á skólanámsskeiði fyrir iðn- aðarmenn einhversstaðar norður á Gestrikalandi. Þó, livað ^sern öllu öðru líður, nú -erum við í Uppsölum. Nafnið fær mig til að hugsa um íslenskar sögur og Snorra Sturluson. Það er eins og vopnagnýr fornmanna — Ynglinga og Skjöldunga — renni saman við nyð Fyrisárinnar, sem fellur gegnum bæinn, blandist eins og blóðið við vatn hennar, þegar her- sveitir Norðurlanda mættust hjer á bökkunum, þar sem bærinn stendur nú, og reyndu hvernig sverðin bitu og hversu axirnar fóru í hendi. Nafnið vekur hjá mjer hugsun um blót og veislur í hofum og höllum, fær nrig til að minnast sænskra berserkja og konunga, danskra glæsi- menna og höfðingja, norskra uppivöðslu- manna og íslenskra skálda. . . . En það er satt — hallir og hof Forn- Svfa voru ekki reist hjer, en í Gömlu- Uppsölum, sem er hjer um bil þrjá km. hjeðan. Hjer var lendingarstaður og kaupstefna að fornu, staðurinn hjet þá Eystri-Arós (móts. Vestri-Arós núv. Vasterás). En árið 1271 var það ákveðið, að flytja hinn forna höfuð- stað Svíalands hingað. Og eftir það var dómkirkjan reist og erkibiskupinn fekk hjer sæti. Nafnið fluttist með dómkirkjunni. Nú gnæfir turninn á elstu kirkju Svíalands einmana yfir fornmanna-haugana, en þeir eru alt sem eftir er af fornri dýrð, þegar blótað var til árs og friðar í Uppsala- lundi, eða Hrólfur konungur kraki gerði Aðils konungi áreið með köppum sínum. — Það eru Gömlu Uppsalir — en þangað förum við á morgun. — En þó eg viti þetta, viti að þessi bær hefur ekki borið Uppsala-nafnið fyr en eftir 1271, þá er nafnið þó nóg til þess að allar fornar sögur, sem eg í ungdæminu hefi heyrt frá þessum stöðvum, svífa yfir höfði mjer á meðan

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.