17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 13

17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 13
17. JUNI 29 „Sturevalo“ — en þar ljet Eiríkur myrða ættingja hinna frægu Stúra (1567), eftir að liann var orðinn vitskertur. — í svörtum prestaklæðum stendur skuggi Jóhanns konungs 111. við inngangsportið, sem enn í dag ber nafnhans, „Kung Jans port“, í þungum hugrenningum um gálurguðfræðinnar— en Jan kongur er grunaður um bróð- urmorð..........þungt hljómar berg- mál af fótataki „Járnkonungsins" Karls IX. — og þrungin af eldmóði, alvöru og einbeittum vilja talar raust hins mesta konungs Norðurlanda — Gústafs Fornir haugar. Adolfs nafn bergmálar einnig í þessari byggingu. — Og svo heyrist aftur hljóðfæra- sláttur og dans, því nú eyðir Kristina, hin glæsilega dóttir Gústafs hins mikla, föðurleifð sinni hjer í þessum sömu sölum — og hjer afsalar hún sjer ríkinu í hendur ríkisráðsins (6. júní 1654) áður en hún fer á fund páfans og játar Rómaborg hlýðni og þeirri trú, sem faðir hennar hafði barist á móti og látið lif sitt fyrir. ------Þetta er Uppsalaslot — brent og endurreist — að eins svipur fornrar dýrðar en þó sterkt og fast á fótum vaxið og viðhaldið af bjarg-grundvelli Svíaveldis........ Það fer að skyggja — við göngum undir röðum ljósa meðfranr Fýrisá og rifjum upp söguna um Hrólf Kraka. En svo erum við inni á einum lielsta skemtistað stúdenta og talið hneigist að öðrum stórmennum, Fröding, Teg- nér, Gejer Gunnar Vánnerberg — nei, eg verð að hætta allar þær minningar um andans forkólfa sem lijer finnast—. í kveðju og þakklætisskini — einnig frá íslendingum — göngum við i rökkrinu og leggjum blóm á leiðið —, þar sem skáldið Gústaf Fröding hvílir. . . . — — Og við erum í Uppsölum hinum fornu. — Reiðhjólin hafa borið okkur þangað að morgni dags. Með hátíðlegum tilfinningum göngum við um liinn forn-helga stað, þar sem nú nokkur sveitaleg hús mynda dálítið þorp við kirkjuna, en ekkert finnum við hinnar fornu dýrðar, nema miðskip elstu dómkirkjunnar frá elleftu öld, nú sveitakirkja en þó tíguleg í elli sinni og einfaldleik. Eg spyr um blótkelduna — og hinn heilaga lund. Gamli maðurinn, sem eg tala við, veit maumast hvað eg á við — eg skil það — það er horfið, gleymt. — Að eins þrír feykna stórir fornmannahaugar tala um heiðinn sið — konungagrafir — og hver sem vill getur fundið hjá Snorra hvaða nöfn konungarnir báru, sem hvila bein sín hjer. — Nú, og liklega síðan á inið- öldunum, kennast haugarnir við Óðinn, Þór og Frey . . . Eg stend þögull á toppi stærsta haugsins og horfi yfir Uppsala sljett- una. Hingað gengu þjóðvegir Norður- landa að fornu — og nú . . . Niðri á sljettunni þýtur Norðurlands-lestin —, hjólin hvínaá hörðum járnteinunum — hún hverfur inn i Uppsala bæ

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.