17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 14

17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 14
30 17. JUNÍ við Fyrisáð — Ef til vill reið Hrólfur kraki sama veg með köppum sínum — en Aðils konungur og Svíar sóttu eftir — sáði Hrólfur gullinu á leið þeirra þarna sem járnbrautarlestin nú blístrar og þeytir gufumökkum í allar áttir? Eg vakna við að bifreið fer hvæsandi framhjá á veginum og stöðvast við gistihúsið hjá kirkjunni, einmitt þar er nú verið að sjóða egg handa okkur til morgunverðar. . . — — — Já — tímarnir breyt- ast — en ennþá standa haugarnir — minnisvarðar fornmanna — og rúnir ristar í steina tala um tilveru þeirra. Mjer finst nú það ekki vera langt síðan einn af forfeðrum mínum stóð hjer, er Svíar söfnuðust frá öllu landinu og blótuðu heiðin goð — til árs og friðar. Ósjálfrátt beygi eg mig að jörðu, beygi mig í lotningu fyrir öllu því horfna. Og eg reiti upp nokkur af hinurn stífu stráum og fátæku blómum, sem klæða þessa helgu jörð — og tek þau með mjer. En nýtísku farartæki bera barn sinnar eigin tíðar burt af staðnum. . . F. A. B. Gerist áskrifandi að 17. j ú n í Best allra blaða að frágangi. Kostor 3 kr. árg. Bækur, blöð og tímarit. íslensk þjóðfræði. Svo heitir bók nýútkomin eftir magister Vilhj. Þ. G í s 1 a s o n, og er hún safn af greinum, sem hann hefur skrifað um þetta efni í blaðið „Lögrjettu“ 1924. Ræðir þar um íslensk menningarmál og þó aðallega um háskólann og aðdraganda að stofnun hans. Er þar fyrst yfirlit yfir skólasögu íslendinga frá upphafi, og þó þar sje auðvitað stutt yfir sögu farið, er þar þó í ýmsum greinum ekki alllítill fróð- leikur, og sumt dregið fram í dags birtuna, sem þolinmæði þarf til og elju að grafa upp (t. d. úr gömlum Þing- tíðindum). En hinsvegar gætir þar þó sumstaðar nokkurrar fljótfærni. Þannig segir á bls. 24: „Læknakensla hefst fyrst hjer á landi á tímum Bjarna Pálssonar. En hann var skipaður hjer landlæknir fyrstur manna með konungs- brjefi 18. mars 1760. Áður hafði þó ýmislegt verið gert fyrir almenning í þessa átt, einkum af Sveini lækni Páls- syni“. Þetta skýtur dálítið skökku við, þar sem Sveinn Pálsson fæddist tveim árum eftir að Bjarni varð landlæknir (1762), og gat því ekki vel starfað áður, enda var Bjarni dáinn (1779), þegar Sveinn fór fyrst að nema læknis- fræði (1783) hjá eftirmanni Bjarna, Jóni landlækni Sveinssyni. Og hjeraðs- læknir varð Sveinn ekki fyr en 1799, og dó ekki fyr en 1840, 61 ári eftir dauða Bjarna. En þetta skiftir nú minstu um aðalefni bókarinnar, sem eru tillögur um nýtt fyrirkomulag á háskóla íslands. Vill höf. láta koma þar upp stórri þjóðfræðadeild og á þar að kenna:

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.