17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 15

17. júní - 01.07.1925, Blaðsíða 15
17. JUNI 31 I. Bókvísi (bókmentasögu, málíræði og sögu). II. Náttúrufræði (landafræði, jarðfr., grasafr., fiskifr., stærðfr.). III. Þjóðhagsfræði (hagfr., verslunarfr, stjórnfr., heilbrigðismál, búmál, útvegs- inál). IV. Þjóðminjafræði (um ísl. íornminjar og aðrar þjóðminjar). V. Listmentir (skáldskaparlist, hljóm- list, myndlist). Því næst leitast höf. við að sýna franr á, hvernig þessu megi fyrir koma án þess að kostnaðurinn verði altof gífurlegur, t. d. með þvi að nota betur en nú starfslið safnanna (Landsbóka-, Þjóðskjala- og Þjóðminjasafnsins) og starfskrafta ýmissa einstaklinga. Ber því ekki að neita, að margt er þar skynsamlega athugað, og satt er það og, að eKki dugir að sníða alt eftir dönskum og þýskum fyrirmyndum. En hætt er við, að önnur yrði reyndin á með kostnaðinn, en hann gerir ráð fyrir, og mun háskólinn þykja nógu þungur á fóðrunum þótt ekki sje við bætt. Fyrst er að koma fótum undir efnahaginn í landinu, eins og Ameríku- menn hafa gert. Svo taka vísindin að blómgast af sjálfu sjer. En gott getur verið að ræða hvernig eigi að haga þessu, þegar fje verður til framkvæmda, svo að ekki verði úr eintómt kák. V. G. Guðm. Finnbogason: Stjórn- arbót. Bókav. Arsæls Árnasonor. Rvík 1924. Bók þessi hefirverið sendblaðinu og skal getið nánar síðar. — Það sem einkennir þessa bók er, að ytri frágangur hennar er prýðilegur. Lærdómsrík fyrirspurn í prúss- neska landsþinginu. Bazewski minnihlutafulltrúi i lands- þingi Prússa hefur nýlega sent formanni þingsins svohljóðandi fyrirspurn: Utaf umræðunum um rjett Dana í prússneska landsþinginu 9. júní 1923 lýsti ráðaneytisforseti Braun því yfir, að hinn danski minnihluti á Prússlandi nyti nákvæmlega sömu meðferðar sem hinn þýski minnihluti í Danmörku, sjerstaklega að því er skólamál snerti. Ef nú kosningarnar til danska ríkis- þingsins í apríl 1924 og til þýska ríkisþingsins í maí 1924 eru lagðar til grundvallar, þá er hlutfallið milli þýska minnihlutans í Danmörku og danska minnihlutans á þýskalandi sem á milli 6 og 7. En þar sem þýski minnihlut- inn í Danmörku hefur um 30 þýskar barnaskóladeildir, sem eru kost- aðar af opinberu fje, og 11 þýska skóla, sem einstakir menn eiga, og njóta eigi að eins fullkomins ríkisskatta- frelsis, heldur fá styrk úr ríkissjóði Dana, er nemur nú sem stendur 50 kr. fyrir hvert barn, hefur hins vegar danski minnihlutinn á þýskalandi að eins e i n n barnaskóla, sem kostaður er af sveitarfjelaginu, og e i n n s k ó 1 a, sem einstakir menn eiga. En fyrir þenna einstakra manna skóla verður að borga mjög háan húsaleigu s k a 11, og auk þess hefur skóla þessum verið ógnað með því að leggja á hann sjerstakan atvinnuskatt. Skóli þessi fær alls engan styrk úr rikissjóði. Útaf þessu fyrirkomulagi spyr jeg: Stendur stjórn landsins ennþá við hina opinberu yfirlýsingu ráðaneytis- forsetans? Hversvegna heíur landsstjórnin nú á

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.