17. júní - 01.09.1925, Blaðsíða 1

17. júní - 01.09.1925, Blaðsíða 1
Prófessor Finnur Jónsson Dr. phil. & litt. isl. Prófessor Finnur Jónsson er fæddur 29. maí 1858 á Akureyri, og er sonur hins nafntogaða fræðimanns Jóns Borgíirðings (f 1912) og konu hans Önnu Eiríks- dóttur. Hann út- skrifaðist úr Reykja- víkurskóla árið 1878, fór siðan til Kaupmannahafnar- liáskóla og tók þar embættispróf í mál- fræði árið 1883, og varð árið eftirdoktor í heimspekiviðþann háskóla fyrir bókina „Kritiske Studier over en Del af de ældste norske og islandske Skjalde- kvad“; hjelt hann síðan í nokkur ár íyrirlestra við Hafnarháskóla um norræn fræði, og 1887 fjekk hann þar fasta stöðu sem dósent; 1898 var hann gerður professorextraordinarius íþeim fræðum, og þeirri stöðu breytt árið 1911 í fasta stöðu sem professor ordinarius. Enginn núlifandi íslenskur rithöfundur hefur afkastað eins miklu og Finnur Jónsson, og enginn öðlast slíka frægð fyrir víðtæka þekkingu í norrænum fræðum um allan heim, hvar sem þau eru stunduð Það liggur við að það sje alveg ótrúlegt að e i n n maður hafi fengið tima og starfsþrek til að rita og gefa út þau kynstur af bókum og ritgjörðum sem frá próf. Finni hafa komið. Og þess ber vel að gæta, að sumt af þessu eru stórar og erfiðar bækur, sem mikilli vinnu hefur verið varið til og margar af þeim eru grundvallandi rit, sem allir þeir, sem við slik fræði verða að fást, hljóta að nota. Hjer skal aðeins drepið á helstu ritin. Verður þá fyrst að telja útgáfur hans á frumrit- unum: íslendingabók Ara, Eddunum báðuin (af Sæmundar Eddu líka þýsk útgáfa með skýringum og ljósprentuð útgáfa af Codex Regius), Eglu, Fagur- skinna, Rímnasafni, Gísla sögu, Hauks- bók (með Eir. Jónssyni vísiprófasti), Hrólfs sögu kraka, Eirspennil, Land- Prófessor Finnur Jónsson.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.