17. júní - 01.09.1925, Blaðsíða 4

17. júní - 01.09.1925, Blaðsíða 4
36 17. JUNÍ hefur getað íengið tíma til að gegna öllum þessum störfum auk háskólakensl- unnar og vísindastarfseminnar. Og það vita þeir þó, sem hann þekkja, að þegar menn koma heim til hans gefur hann sjer góðan tíma til að skrafa við þá, og hann hefur árum saman komið oft á fundi íslendinga í Höfn, bæði stúdenta- fjelagsins og annara fjelaga og setið í stjórn íslendingafjelagsins um langt skeið og enn fleiri íslenskra og danskra fjelaga. Heilsa hans hefur og yfirleitt verið góð, og hann hefur altaf lifað reglubundnu og hollu lífi. Próf. Finnur er kvæntur danskri konu, Emmu dóttur J. A. Herazceks sverðasmiðs. Þau eiga einn son að nafni Jón, sem er kaupmaður í Óðinsvje á Fjóni. Heimili þeirra hjóna er mjög ástúðlegt, og margur íslend- ingurinn hefur notið gestrisni þeirra. Hjer skal ekki lagður neinn dómur á vísindastarfsemi Finns Jónssonar, nje spáð um hvaða þýðingu hann kann að hafa fyrir ókomnar aldir. Eitt er víst og undir það munu allir taka —, það verður langt þangað til eins stór- virkur maður og þarfur rís upp í norrænum fræðum. Og þess munu allir íslendingar óska að hans njóti við sem lengst, með fullu fjöri. Sigfús Blöndal. Bækur, blöð og tímarit. NÝ DANMERKUR SAGA. Erik Arup, Dan- marks Historie. Kmhöfn, (H. Iiagerups Forlag). Af sögu þessari kom út I. bindiö nú í september mánuöi. Það er 344 bls. og enn- i'remur nokkur sjerstök blöö meö veívöld- um myndum og uppdráttum. VerÖ 13 kr. oinnbundið, 17 kr. innbundiö í ljereít. — Saga þessi á aö veröa 4 bindi og ná fram til þess árs, siðasta bindið kemur út. Fyrsta bindiö hefst með forsögu Dan- merkur, hjer um bil 8000 árum fyrirKrists fæöingu og nær fram til 1282 e. Kr. f. Eftir fyrsta bindinu aö dæma verður saga þessi eflaust eitthvert hið þýðingarmesta sögurit, sem út kemur um þessar mundir á Norðurlöndum. Höfundurinn er ágætur sagnfræöingur, dómgreindur, fjölfróöur og prýöilega gáfaður. Jeg vona viö annaö tækifæri aö geta skýrt nánar frá þessu merka söguriti. Bogi Th. Melsteð. Þúsund ára hátíð alþingis. ✓ ARIÐ 1930 verður þúsund ára afmælis alþingis íslendinga minst hátíðlega um land alt. Er þegar farið að vinna að undirbúningi þessara hátíðahalda, fimm árum áður en þau fara fram, svo að vel á að vera frá öllu gengið. Ef að h'kindum ræður, verður full- trúum erlendra þjóða boðið að vera við þessi hátíðahöld, og þarf ekki að efa,. að þeir muni þiggja boðið. Þegar einstaklingurinn minnist ein- hvers merkisatburðar í lííi sínu, býr hann heimilið undir hátíðahöldin eftir öllum föngum, öllum nauðsynjum er viðað að eftir hendinni, heimilið prýtt og fágað eins og efni leyfa, til þess að gera gestunum veruna sem ánægju- legasta, og hátíðahöldin heimilinu til sóma. Eins og þessu er þannig farið með einstaklinginn, verður að gera ráð fyrir, að hin sama tilhneiging ráði hjá þjóðarheildinni við slíkt tækifæri. Allar líkur eru þó til þess, að full þörf sje á, að hafa orð á því í tíma við þá, sem eiga að standa fyrir fágun ísl. þ j ó ð a r h e i m i 1 i s i n s við þessi hátíðahöld, að þeir gæti þess vel, að hjer verði svo snyrtilega frá öllu geng- ið, að ekki þurfi þjóðin að bera kinnroða fyrir því á eftir, hvernig umhorfs var utan og innan við þessi hátíðahöld. Gætum þess vel, að þeir erlendu gestir sem við þessi hátíða- I

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.