17. júní - 01.09.1925, Blaðsíða 5

17. júní - 01.09.1925, Blaðsíða 5
17. J U N 1 37 höld verða, geti borið oss vel söguna, einkum hvað menning ogmentun snertir. Eins og víðar á heimilum, sem eru að myndast, eiga í önnum og hafa livorki fje nje fólk aflögu frá hinum nauðsynlegustu störfum, er mörgu að kippa í lag á þjóðarheimilinu íslenska, hlutirnir hvorki í röð nje reglu nje eins fágaðir og æskilegt væri, einkum þegar tala er um það, að bjóða fram- andi gestum. En við þetta tækifæri verður heimilið að vera i reglu, ekki eingöngu vegna hinna erlendu gesta, heldur vegna íslensku þ j ó ð a r i n n a r. Og orð þessi sjeu ekki töluð að eins til þeirra, sem ráða yfir hinu opinbera heimili þjóðarinnar, heldur og líka til einstaklinga hennar. Heimilið, hirðing þess og viðhald utan og innan sýnir karakter þjóðarinn- ar. Það er besti mælikvarðinn á menning hennar. íslensku þjóðinni hefur síðan 1918 verið boðið að senda fulltrúa á ýmsa alþjóðafundi og líka sótt þá. Henni hefur einnig verið boðið að vera við sjerstök hátíðahöld nágranna þjóðanna, og verið vel tekið. Nú kemur til liennar kasta að bjóða heim, og þó að á heinrili hennar og einstaklinga hennar geti ekki verið að tala um skraut og íburð eins og víða meðal annara þjóða, þá á þó að vera kleyft að hafa heimili vort hreint og snyrtimann- legt. Oss á að vera áhugamál, að þessi hátíðahöld 1930 íari ekki að eins vel úr hendi, heidur að þau verði nýr vinningur fyrir þjóð vora í menningarlegu tilliti. En til þess að svo rnegi verða, verður hver hönd og hvert höfuð að leggja sig í framkróka til 1930 Fyrir svört Þinn knör er stór og st'erkur; þú stýrir honum vel. Eg veit ei hvað því veldur: Mér verður ekki um sel, og einhver grunur gengur í gegnum merg og bein, og ég aumkva í hljóði hinn unga farandsvein. u m s e g 1 u m . Eg undrast þenna ótta, en orsök hans ég finn: Fyrir svörtum seglum þú siglir, vinur minnl Þau minna mig á dauðann, á myrkur tóint og hrygð. Því skaltu ekki undrast, þótt að mér komi stygð. En verða seglin, vinur, að vera ljót og svört. Geta þau sama gagnið ei gert, þó sé þau björt? G. O. F e 11 s.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.