17. júní - 01.09.1925, Blaðsíða 7

17. júní - 01.09.1925, Blaðsíða 7
17. JUNÍ 39 úthlutað í minni upphæðum. Fer mikið af því til stúdenta, er stunda nám við háskóla erlendis, — þó einkum í Danmörku, — til lækna (sjerfræðináms), til vetrardvalar við danska lýðháskóla og til námsmanna við aðra skóla (svo sem iðnskóla, verslunarskóla, heimil- isiðnaðarskóla, matreiðsluskóla o. fl.) Þá til útgáfu rita og ýmislegs annars, er telja má til eflingar andlegu sam- bandi milli sambandslandanna. Það vantar síst umsækjendur um fje það, sem sjóður þessi hefur til umráða. Velta þeir inn yfir stjórnina og er ekkert til þess að segja, en hinu kvartar sjóðsstjórnin yfir, hve óná- kvæmar umsóknirnar eru oft. Þarf umsækjandi að taka það skýrt fram, til h'ærs styrkurinn skuli notaður og þá líka nefna upphæðina sem óskað er. Hitt er vitanlegt, að með þesssu fylgir þó ekki það, að umsækjandi verði aðnjótandi styrks eða að hann fái þá upphæð, sem hann sækir um, heldur er þetta nauðsynlegt til hægð- arauka fyrir stjórn sjóðsins. Hingað til hefur minst af fje sjóðs- ins farið til iðnaðarmanna. Eg tel þó allar líkur til þess, að stjórn sjóðsins mundi gera sjer far um að rjetta þeim hjálparhönd, er vildu kynna sjer ýmsar iðngreinar hjer í landi, eða rjettara til framhaldsnáms í iðn sinni hjer við ýmsa iðnskóla, t. d. Teknologisk Insti- tut, sem er mjög fullkomið, og íslend- ingar myndu hafa mikið gagn af að sækja. Eg nefni t. d. námsskeið fyrir prentara og bókbindara, trjesmiði, járnsmiði o. s. ftv. Að því er eg best veit, hefur ekki borið mikið á umsókn- um til þessa og mundi eflaust vera hægt að koma þessu í kring — innan vissra takmarka þó — til dæmis í sambandi við stjórn iðnskóla á Islandi. Annars er alt gott um sjóð þennan að segja, enda hefur tekist vel með valið á mönnum í stjórn hans. Þorf. Kr. ísland og íslendingar erlendis. PRÓF. SVEINBJÖRN SVEIN- BJÖRNSSON hefur undanfarið gengið til lækninga á ljóslækninga- stofu Finsens. Hafði hann vonað að geta farið heim til íslands nú í haust, en læknir hans hefur ráðið honum til þess, að dvelja hjer í vetur í von um að geta á þeim tíma náð fullum bata. Mun prófessor Sv. Sveinbjörnsson því dvelja hjer fram á næsta vor. SVEINN BJÖRNSSON fyrv. sendi- herra heíur verið hjer á ferð. Frú STEFANÍA GUÐMUNDS- DÓTTIR leikkona er hjer á ferð til lækninga. Hún liggur á ljóslækninga- stofu Finsens. JÓN HELGASON magister dvelur á íslandi í vetur og mun ætla að verja doktorsritgerð við íslenska háskólann í vetur. Að því loknu fer liann til Noregs og heldur fyrirlestra við há- skólann í Osló. LÖGJAFNAÐARNEFNDIN hefur setið að ráðstefnu hjer að þessu sinni. Drógust fundir nokkuð í fyrstu sökum veikinda Bjarna Jónssonar frá Vogi. Nefndarmennirnir eru 6, en nú hefur verið ákveðið að leggja til, að þeir skuli framvegis vera 8. (Frh. bls. 47).

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.