17. júní - 01.09.1925, Blaðsíða 9

17. júní - 01.09.1925, Blaðsíða 9
17. JUNÍ 41 Lýðháskólinn Askov. Það er erfitt að segja hvenær Grundt- víg fekk fyrst hug- myndina um lýðhá- skólann, en það er eftir þetta tímabil, að hún skýrist meira og meira fyrir honum. Allra fyrst hugsaði hann sjer e. t. v. aðra leið til þess að hefja alþýðumenning- una hjá þjóðinni, og sjálfsagt var það til- raun í þá átt, þegar hann á árumum 1815—1822, með dæmafárri elju og dugnaði þýddi bæði Noregskonunga sögur Snorra og Danasögu Saksa *) á dönsku, svo nærri töluðu bændamáli sem komist varð. Seinni þýðingar af þessum verkum standa líklega vísindalega þessari framar, en engin hefur náð henni f djarfleika og alþýðlegri íyndni. Þelta virðist benda í þá átt, að Grundtvíg í fyrstu hafi hugsað sjer að þjóðin yrði vakin til sjálfsmeðvitundar við lestur góðra bóka. Sjálfur sagði hann, að þýðingarnar ættu að vera til þess að „endurlífga hetjuanda Norður- landa til kristilegra dáða á braut, sem hæfði kröfum tímans og þörfum“. Bækurnar urðu nú samt sem áður ekki annað en undirbúningur sjálfs starfsins fyrir fræðslu almennings. En þær og „Goðafræði Norðurlanda“, er Grundtvíg einnig samdi — rnjög ein- kennileg og frábærlega samin bók, þó vísindin hafi nú kollvarpað ýmsu í henni — þessar þrjár bækur urðu um ') Sem kunnugt er ritaöi Saksi hina frægu Danasögu sina á latinu. langan aldur aðalbækur lýðháskóla- manna — uppsprettur, senr þeir usu af, þjóðinni til vakningar — og því má bæta við, þessum mönnum og nem- endum þeirra til sóma, að á fyrsta mannsaldrinum í sögu lýðháskólans, þegar þýðing hans var hvað mest, voru þessi hin fornu fræði Noðurlanda sett í öndvegi og gcrðu ómetanlegt gagn í því að vekja menn til umhugs- unar um, að mannlegt gildi væri annað og meira en það, „sem í askana verður látið“. Eftir því sem kröfurnar um hluttöku almennings í stjórn ríkisins jukust, óx einnig krafa Grundtvígs um almennan lýðháskóla. — Skóla með engu inn- töku- eða burtfararpróíi, en þar sem allir undantekningarlaust gætu komið og unnið sjer þá mentun er þeir þyrftu til þess, að lifa lífi sínu eins og frjálsum og frjálsbornum mönnum sómdi; ennfremur að fá þekkingu í sögu og náttúruvísindum, og fyrst og fremst að læra móðurmál sitt og halda því í heiðri. „Annars", segir Grundtvíg, „munu þeir, er þeir eru kjósendur og þing-

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.