17. júní - 01.09.1925, Blaðsíða 12

17. júní - 01.09.1925, Blaðsíða 12
44 17. JUNÍ ritað, og er það engin furða, því það var liið merkilegasta. Það hefur óspart verið í ljós látið, að andi mótsins hafi verið alt annar en andi svipaðra móta, er gamli Skandínavisminn enn var við líði, og má vel vera að satt sje. Fyrst og fremst er sú stefna komin undir græna toriu, en eins víst er það, að nýr skandínavismi er risinn í stað þess gamla, og ætla mætti að norrænt stúdentamót drægi dám af slíkri stefnu. Hugsjónin um ríkjaeiningu Norður- landa mun aldrei deyja, þó búningur hennar geti verið með mörgu móti. Eg vil ekki segja að þessi hugsjón hafi verið súrdeig mótsins og gegn- umsýrt anda þess, en víst mun hún lrafa vakað fyrir mörgum, þó ef til vill óljóst. Eg tilfæri hjer orð Verner von Heidenstams óbreitt, því þau gefa besta hugmynd um hinn nýja hugs- unarhátt, en að baki hans vakir hinn nýji skandínavismi: „Ár det omöjliga möjligt, ár det förut nastan osedda nára at förverkligas, att sinsemel- lan oafhangiga grannfolk kunna stá fast samman som kloka och arliga man, da ar för- visso ett under skett i historien, som vittnar om en hög, ja, en ny civilisa- tion. Vama om den, ni unga, ni brö- der, bár den högt och i ára.“ Er hvor annari óháðar grann- þjóðir geta staðið í einu liði sem vitrir og sannsýnir menn — hjer felst þá allur nýji skandínavisminn, sú Iiugsun, er bindur ekki einasta þrjú höfuðríkin, heldur og hin ungu ríki, ísland og Finnland, og auk þess Færeyjar, þegar tekið er tillit til þjóð- ernis en ekki pólitískrar afstöðu eyjanna. Og þessi andi, sem nú hefur verið bent á, ríkti á mótinu. Ósjálfrátt kom hver flokkur stúdenta fram sem ein heild, með ákveðnar skoðanir og ákveðnum blæ yfir allri framkomu sinni. Nægir að benda á afstöðu Finna til kommúnismans, óhug Svía í afvopnunarmálinu, þátttöku Dana í umræðum um trú og lífsskoðun, er þeir höfðu nær einir orðið. Hver flokkur reyndi að vera sem sjálfstæð- astur, en jafnframt að vera vitur og sannsýnn í annars garð. Smáskærur milli Dana og Norðmanna sýndu ekkert annað en nauðsyn þess, að hvert þjóð- erni á Nordurlöndum hafi jafnrjetti við hin. Annars fer alt út urn þúfur, og nýji skandínavisminn hnígur í gröf sína eins og sá gamli; dauðameinið yrði svipað. Þýðingu hafði mótið margvíslega. Menn kynntust og skilningur óks á ýmsum þeim málum, sem annars hefði verið tninna sint en skyldi. Að við- kynningu stuðluðu góðar skemtanir, en umræðurnar, sem fram fóru á mótinu, voru hinnar f'róðlegustu. En fyrst og fremst var sýnt með móti þessu, að norrænir stúdentar etga svo mörg sameiginleg áhugamál, að þeir geta mæst og rætt þau í bróðerni. Um þátttöku íslenskra stúdenta í mótinu er margt að segja. Markverð- ast finst mjer, að þetta var í fyrsta sinn er þeir sátu norrænt stúdentamót ineð frjálsri þjóð að baki. Eg veit ekki hvort það ber að teljast „sentimenta- litet“, en mjer hitnaði um hjarta- ræturnar, er íslenski fáninn var borinn fremstur allra fána í fylkingu, og þá fanst mjer lán, að eg fekk að ganga undir hinu unga merki, sem vjer gátum borið hátt og djarft. Oft var á ísland minnst og altaf af hlýum hug, og ræða Gunnars rit-

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.