17. júní - 01.03.1926, Blaðsíða 6

17. júní - 01.03.1926, Blaðsíða 6
74 17. JUNf plága, ekki aðeins bæjunum, heldur líka þessu fólki, sem verður að grípa til þessa úrræðis til lífsviðurværis. En það mun reynast örðugt að breyta til muna þessu aðstreymi úr sveitunum í kaupstaðina, það væri miklu hægra, væri straumurinn gagnstæður. Jeg skal í næstu blöðum reyna að athuga þetta nánar, og mætti þá líka, ef til vill, finna leiðir, sem yrðu til þess að gefa bendingar út úr þessum ógöngum. Þorf. Kr. Oft er föruls gata grytt. Oft er föruls gata grýtt. Uppi á reginheiðum. Hræ í urð er ekkert nýtt. Frjálsir ernir fljúga vængjum breiöum. Áttavitinn: blásin bein. Vörðubrotin: manna mein. En verði þér aldrei fótafátt, þá er bót þú bræður átt: Villist sá er víða fer. Undan veðri veikan ber. Margan hafa gjárnar gleypt, mörgum hefir hálkan steypt. Skriðugrjót er skrambi valt. Á öræfunum andar kalt. Hagl í auga, hagl í væng! Uppi á reginheiðum. Nú — dóninn deyr á sóttarsæng. Frjálsir ernir fljúga vængjum breiðum. Gunnar Gunnarsson. t Framfarir Islands. Eins og kunnugt er, er Encyclopæ- dia Britannica stærsta alfræðisbók (Konversationsleksikon) heimsins. Árið 1921 kom út af henni ný útgáfa og hefur prófessor ValtýrGuð- mundsson (eins og áður hefir verið getið um hjer í blaðinu) þar skrifað ritgerð um framfarir íslands fyi'stu 20 árin af 20. öldinni. Þó að ritgerð þessi sje stutt, (af því rúmið var fyrirfram takmarkað við ákveð- inn línufjölda) hefur hún þó ekki all- lítinn fróðleik inni að b 'da. Og þar sem fróðir menn segja, að einmitt upplýsingarnar í Encyclopædia Bri- tannica um ísland hafi að miklum mun gert íslensku stjórninni hægra fyrir með lántökur hennar á Eng- landi, þykir rjett að lofa lesendum „17. juni" að sjá þýðingu af grein dr. Valtýs. Hún hljóðar svo: SÍÐAN 20. öldin hófst hafa all- miklar framfarir orðið á fslandi, og sjerstaklega hefur stjórnar- f a r landsins og staða þess út á við tekið ákaflega mikilsverðum breyt- ingum. í stað þess, að ísland áður (samkvæmt hinum dönsku stöðulög- um 2. jan. 1871) var skoðað sem hjá-

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.