17. júní - 01.03.1926, Blaðsíða 8

17. júní - 01.03.1926, Blaðsíða 8
76 17. JUNf Alþingi er nú haldið á hverju ári og er í tveimur deildum: Efrideild og Neðrideild. En verði ágreiningur milli deildanna, má halda sameinað alþingi og er þar skorið úr ágrein- ingnum með 2/3 atkvæða (nema fjár- hagslögum, þar þarf aðeins einfaldan meirihluta). í Efrideild sitja 14 þingmenn, 6 landskjörnir og 8 kjörn- ir af hinum öðrum þingmönnum úr þeirra eigin flokki. í Neðrideild eiga hinir aðrir 28 þingmenn sæti. S t j ó r n i n a skipa 3 ráðherrar og er einn þeirra forsætisráðherra. Ráðherrarnir hafa að öllu leyti fulla ábyrgð bæði fyrir konungi og alþingi (en ekki, eins og fyr meir, aðeins á því, að stjórnarskráin sje haldin). Nú er (síðan 1914) enginn landshöfð- ingi (landsstjóri) framar á íslandi, þó forsætisráðherrann að sumu leyti komi fram sem slíkur. öll lög, sem alþingi hefur samþykt, margar stjórnarráðstafanir, hærri embætta- veitingar o. s. frv. verður að senda til konungs, til Kaupmannahafnar, til þess að fá staðfesting hans og undirskrift. Til aðstoðar honum í þeim málum er skipaður einkaritari (annar en sendiherrann, sem áður var nefndur, og óháður honum). Á skipun dómsvaldsins hefur líka orðið mikilsverð breyting. Málum verður nú ekki framar skotið til úrskurðar hæstarjettar Dana í Kaup- mannahöfn, heldur hefur ísland nú (síðan 1920) sinn eiginn hæstarjett, með 5 dómendum. Jafnframt hefur og yfirdómurinn í Reykjavík verið afnuminn, og er því málum frá und- irdómurunum skotið beint til hæsta- rjettar. fsland hefur nú (síðan 1911) feng- ið sinn eigin h á s k ó 1 a í Reykjavík. Hann er í fjórum deildum: guðfræð- isdeild, laga-, lækna- og heimspekis- deiid (þar með talin málfræði og saga). Ekki aðeins Danir heldur og bæði Frakkar og Þjóðverjar hafa skipað sendikennara við íslenska háskólann til að halda þar fyrirlestra um tungur þeirra og bókmentir. Og 1921 var í ráði, að Bandaríkin gerðu slíkt hið sama. Meðal annara fram- fara á sviði kenslumála og uppfræð- ingar má nefna stofnum kennaraskóla og ýmsra annara skóia. Á þessu tímabili hafa og á því nær öllum öðrum sviðum orðið stöðugar og hraðfleygar framfarir. f b úatala landsins óx úr 78,000 árið 1901 upp í 95,000 árið 1921, og bjó þá hjer um bil 43 % í bæjum og verslunar- stöðum. 1921höfðu7bæirfengið kaup- staðarrjettindi, með samtals 30,000 íbúum, og verslunarstaðirnir voru 34, með 100 til 1000 íbúum hver. íbúatala höfuðstaðarins, Reykjavíkur, óx úr 6,700 árið 1901 upp í 18,000 árið 1921. Fj árhagsáætlun ríkisins var fyrir fjárhagstímabilið 1904—5 ekki nema 1(4 miljón kr., en var fyrir 1918—19 komin upp í 27 milj. kr., og innlög í sparisjóðum höfðu vaxið upp í 40 milj. kr., en voru ekki nema 2 milj. kr. um aldamótin 1900. Versl- unarveltan (innf lutt og út- flutt) hafði árið 1918 vaxið upp í 78 milj. kr., úr einum 15 milj. kr. um aldamótin 1900. Fiskiveiðarnar hafa tekið miklum framförum við að menn hafa tekið upp nýjar aðferðir (sjerstaklega

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.