17. júní - 01.03.1926, Blaðsíða 11

17. júní - 01.03.1926, Blaðsíða 11
17. JUNí 79 lítils virði. Ennfremur var heldur ekki um danska leikritagerð að ræða. Tískuleikirnir utan úr löndum skygðu á og hindruðu þroska leiklistarinnar heima fyrir, og töfðu þá um leið fyrir skilningi alþýðu. Árið 1722 verður þó beryting á þessu. Þá er talið að danska leik- sviðið verði til. René Montaigu, sem ílendst hafði í Danmörku, var kvongaður danskri leikkonu og naut styrks af kongsfje, datt nú í hug að eigi væri úr vegi að leika danskan sjónleik á dönsku leiksviði! f þá mund voru 2 leikhús í Kaup- mannahöfn, annað hirðleikhús en hitt eign einstakra manna. Fjár- hagsvandræði þrengdu aldrei að fyr- nefndu þessara leikhúsa, konungur annaðist öll útgjöld, hitt átti öllu erfiðara uppdráttar, varð ætíð að keppa við erlendu umferðaleikarana og stóð eitt í því stríði. Lúdvik Hol- berg hafði þá nýlega gefið „Peder Paars" út og það fór eigi leynt manna á milli, að hann myndi eiga eitthvað nýtilegt fyrir leiksviðið í fórum sínum. Montaigu sá að leikhús, leikhússtjóri og frumsamin leikrit voru fyrir hendi, og hann var því eigi seinn á sjer að sækja um leyfi til þess að sýna danska sjónleiki í borginni. 14. ágúst 1722 veitti kon- ungur honum svo einkaleyfi til þessa, og tæpum 6 vikum síðar eða miðviku- daginn 23. september, er fyrsta sinn leikið á danska leiksviðnu, sem síðar er kendt við Holberg. Fimm fyrstu leikrit Holbergs voru leikin þegar á fyrsta ári. Höfundur- inn gaf leikhúsinu þau. — Leikrit þessi voru: „Den politiske Kandestö- ber", „Den Vægelsindede", „Gert Westphaler", „Jean de France" og „Jeppe paa Bjærget". Leikararnir sem ljeku þessa sjónleiki voru: Ne- soir, Pilloy, Wegner, Schou, Gram, Hoed, Madam Serke, Madam Montai- gu og Madam Coffre. Síðar voru önnur leikrit Holbergs sýnd og var nú grundvöllur lagður undir þjóðlega danska leiklist, sem rúm 200 ár hefur haldið trygð við siði og venjur og heiðri sínum hátt á lofti: Svo hátt, að hún hefur verið fremst á Norðurlöndum vegna þeirra sjónleika, sem voru skráðir á gullöld dönsku bókmentanna og sömuleiðis fyrir tilstilli fjölmargra ágætra leik- ara. Nú virðist vera deyfð yfir leiklist- inni. Dramatiskur skáldskapur virðist hafa vikið úr sessi fyrir lyriskum skáldskap. Það er dramatiska skáldið, sem skapar leikritið og það er hann, sem fær stærst ítök í hug og hjarta allrar alþýðu skapar heilbrigðan og styrkan skilning og dómgreind, sem þroskar og þróar. Samvinnu skálds og alþýðu er margra ástæða vegna lokið, og leiklistin virðist vera orðin meira til skemtunar en til fræðslu, eða er fjarri að vera „Ej blot til Lyst"! Vonandi stendur hún ekki lengi yfir þessi deyfð. Nýjar hugsanir og hugmyndir gætu verið bending í þá átt.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.