17. júní - 01.06.1926, Blaðsíða 1

17. júní - 01.06.1926, Blaðsíða 1
JON SIGURÐSSON, FORSETI VJER íslendingar minnumst Jóns Sigurðssonar fæðingardag hans, 17. júní. Vjer minnumst hans þennan dag af þakklátum huga fyrir starf hans í þarfir við- reisnar og sjálfstæð- is lands vors. Fáir hafa unnið af eins miklum eldmóð, kappi og óeigingirni að þeim málum, eins og hann. Hann gerði það ekki af því, að hann ætlaði sjer tignarstöðu, væri hennar kostur; hann hafnaði stöðu, er honum bauðst hún, fyrir þá sök eina, að þá hefði hann orðið að hætta forystu sinni í stjórnmálum. Hann vann sleitulaust heil- an mannsaldur að því, að koma í lag fjármálum þjóðarinnar, og vekja menn til dug og dáða, og fá eru þau mál, sem hann var ekki eithvað rið- inn við eða frumkvöll að. Því er oss íslendingum svo ljúft að minnast hans fæðingardag hans. Vjer lítum þá yfir liðinn veg, og gætum þess, hvort hafi nú verið vikið úr sporum hans. Vjer trúum því sjálfir, íslendingar, að vjer hvergi höf- um vikið í þeim málum, sem hann taldi sjálfur nauð- synlegt og sjálfsagt að halda fast við og víkja hvergi frá. Honum mundi þá að sjálfsögðu, mætti hann líta upp úr gröf sinni, finnast mikið um ýmsar þær framkvæmdir sem orðið hafa á landi voru, síðan hann lagðist til hinstu hvíldar, enda er ísland síðan orðið sjálfstætt ríki, og enginn hefir betur en hann, lagt grundvöllinn að þeim málunx. En margt mundi hon-

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.