17. júní - 01.06.1926, Blaðsíða 3

17. júní - 01.06.1926, Blaðsíða 3
17. JUNí 83 1918, væru í alla staði hin ákjós- anlegustu fyrir ísland, án þess að auðmýkja Dani, þvert á móti Dan- mörku til sóma, er lögin halda uppi einingu ríkjanna út á við en leyfa fslandi frjálsar hendur í verklegum, pólitískum og andlegum málefnum; leiðir það til meiri vináttu milli land- anna en ósjálfstæðið áður. Við, sem vorum vinir ólafs, bekkj- arbræður eða námsfjelagar, tregum hann látinn. Margar endurminningar frá skólaárunum vakna í huganum. Hann var haukur alls fagnaðar, hjálpsamur og vingjamlegur og var fádæma gott til vina. Sá er ritar þessar línur, hitti Ólaf að máli í Finsens-sjúkrahúsinu í Höfn. Þá virtist hann á góðum batavegi og hugði að mörgum fyrir- ætlunum, er hann næði algjörðum bata. Meðal annars ætlaði hann sjer að auka blað sitt svo, að það fram- vegis yrði dagblað með nýtísku sniði og margar opnur, en auk þess ætlaði hann að gefa út vikublað, er aðallega væri ætlað erlendum lesendum og fs- lendingum, búsettum í öðrum löndum. Honum var ant um okkur fslendinga, sem í öðrum löndum búa, en sjer- staklega fylgdist hann vel með í málum Vesturíslendinga. ólafur sálugi var mikill gleðimaður og söngmaður góður. Hafði hann í hyggju að stofna söngflokk, sem syngja skyldi við væntanlega kon- ungskomu í sumar, en síðar fara utan og syngja í Höfn og öðrum borgum á Norðurlöndum. Hann að- hyltist mjög hina nýju Norðurlanda stefnu og vilai vinna að betra sam- komulagi milli Norðurlanda, en sjer í lagi milli fslands og Danmerkur. Það voru honum gleðitíðindi hin mestu, er hann frjetti um sameiningu Danmerkur og Suðurjótlands, og reit hann margar greinar um það mál í blað sitt „ísafold", en sem rjettsýnn maður og skarpskygn stjórnmála- maður, fanst honum miður er banda- menn níddust á frændþjóð vorri, Þjóðverjum. Friðrikshöfn, 15. júní 1919. Vald. Erlendsson. Danskeíslenska fjelagið 10 ára. austið 1915 sendu nokkrir menn hjer í landi út boðsbrjef til málsmet- andi manna um það, hvort þeir vildu vera með til þess, að stofna fjelag, er inni að því, að breiða út þekkingu á íslandi og íslendingum, bókmentum og menningu íslensku þjóðarinnar, högum hennar og háttum. Margir höfðu fundið til þess þekkingarleysis, sem grúfði yfir háttum og menning íslensku þjóðarinnar hjer í Dan- mörku. úr þessu átti fjelagsskapur þessi að ráða bót. Nokkru áður hafði frú Astrid Stampe Feddersen skrifað grein um þetta efni í Höjskolebladet. Háfði hún þar skorað á þá, sem hefðu áhuga á íslandsmálum, að mynda með sjer fjelagsskap, er inni að því að auka þekkingu á íslandi hjer í Danmörku og aftur þekkingu á Danmörku á íslandi.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.