17. júní - 01.06.1926, Blaðsíða 8

17. júní - 01.06.1926, Blaðsíða 8
88 17. JUNÍ En þegar er hann skyldi taka við ráðherraembætti, gerði forsætisráð- herra Dana þá kröfu, sem ýmsir töldu árás á þessa sjerstöðu. Danski forsætisráðherrann vildi sjálfur und- irrita skipunarbrjef ráðherra vors með konungi, svo sem danskur ráð- herra væri skipaður, en vildi ekki að því ganga, að hann yrði skipaður með undirskrift sjálfs sín eða fyrir- rennara síns, eins og fslendingar höfðu talið sjálfsagt. Hannes Haf- stein gekk að þessu með því skilyrði, að íslandsráðherra hefði ekki að síður fulla sjerstöðu í reynd, stæði og fjelli eingöngu með fylgi Alþingis o. s. frv. Þessu hjet danska stjórnin og enti, því að ekki var sótt um lausn fyrir Hafstein, er ráðuneytaskifti urðu í Danmörku, og svo hjet kon- ungur íslandsráðherra sjerstöðu með ræðu í ríkisráði, og var sú ræða kon- ungs birt Alþingi 1905. Meirihluti Alþingis sætti sig í bráð við þessa tryggingu. En þegar Hannes Haf- stein fór frá 1909 hafði hann svo um samið, að hann undirritaði sjálf- ur lausn sína og eftirmaður hans skipun sína, og var þessu undir- skriftarmáli þar með lokið. Allir geta sjeð, að nú stóð ísland allt öðruvísi að vígi gegn Danmörku en verið hafði 1874—1904, að ekki sje talað um tíma ráðgjafarþinganna. Ráðherra íslands átti nú alt undir Alþingi einu, og enginn gat stjórnað íslandi móti vilja Alþingis. Ef kon- ungsvaldið hefði reynt að halda ráð- herra við völd í þráa við þing og þjóð, þá gat þingið stefnt honum fyrir landsdóm og fengið hann dæmdan eftir ráðherraábyrgðarlög- unum. Þótt ráðherrann bæri upp mál vor í ríkisráði Danaveldis, var hann ekki meðlimur þess á sama hátt sem dönsku ráðherrarnir; hann laut öðru þingi en þeir, hann átti að dæmast af íslenskum dómstóli eftir íslenskum lögum, og var skipaður og leystur frá embætti með undirskrift sjálfs sín, án íhlutunar forsætisráðherrans danska. Þetta fyrirkomulag var að sumu leyti því líkast, sem í ríkis- ráðinu sætu ráðherrar tveggja ríkja í málasambandi (realunion); enda var nú um margt farið á svig við stöðulögin frá 1871. Flestum mun að einhverju vera kunnur sá rekspölur, sem komst á sambandsmál íslands og Dan- merkur 1908. íslendingar höfn- uðu frumvarpi millilandanefndar- innar, en það hefir að ýmsu leyti verið mikilvægt um gang sambands- málsins síðan. 1909—1918 var sókn íslendinga í sambandsmálinu allhörð, einkum síðustu árin, og hefir að- staðan, sem sköpuð var með stjórn- arbótinni 1904, komið oss í góðar þarfir.1) Hvemig sem ríkisráðs- setuna hefir borið að skilja lögfræði- lega, reyndist hún íslendingum harla meinlaus. Björn K. Þórólfsson. J) Þetta er ekki sagt til þess að gera lítið úr því frjálslyndi, sem danskir stjórn- málmenn hafa oft sýnt um Islandsmál, síðan stjórnarfarsbreytingin varð i Dan- mörku árið 1901.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.