17. júní - 01.06.1926, Blaðsíða 10

17. júní - 01.06.1926, Blaðsíða 10
90 17.-JUNÍ II, Viola og Violoncello, útsett fyrir fult orkester; þetta er samið í tilefni af 1000 ára hátíð Alþingis 1930. Þá hefir prófessorinn samið lag fyrir Violincello og Pianoforte, er hann kallar „Vorstemning"; ennfremurRe- verie, fyrir Pianoforte ogVioloncello; kór fyrir barnaraddir í Unison með Pianoforte leiðsögn, líka útsett fyrir 4 strokhljóðfæri og fyrir 4 strok- hljóðfæri, 2 flautur og 2 Klarenettur; þessu fylgir latnskur teksti eftir M. Böi'up, í danskri þýðingu eftir H. Blache, í'ektor. Þetta hefir nýlega verið sungið við hátíðahöldKathedral- skólans í Árósum. Við önnur hátíða- höld sama sunga börnin: „ó, guð vors lands/y, á íslensku; þótti svo smikið til þess koma, að þau urðu að endur- taka það. — Bj örgunarmálin. vo langt er þá komið því máli, að ráðinn er nú maður til að annast framkvæmdir, og leiðbeina mönnum á þessu sviði. Er í ráði hann fari utan að kynna sjer framkvæmdir annara þjóða þessu viðvíkjandi. Maðurinn er Jón Bergsveinsson, skipstjóri. Þá er þessu máli komið í það horf, að vænta má þess, að hvorki Fiski- veiðafjelagið nje landstjórn sleppi af því höndunum fyr en komið er á fastar fætur, enda tími til þess kominn, að hrinda því máli áleiðis. Ástand það, sem nú er, er oss ekki til neins sóma, eins og sjávarútveg vorum hefir fleygt fram. En ef að vanda lætur, mun mönnum vaxa í augum kostnaður sá, sem af þessu leiðir, og fjeð sennilega ekki talið fyrir hendi. Væri nokkuð því til fyrirstöðu, að landvamarsjóðurinn hlypi hjer undir bagga. Mun honum aflast ekki lítið fje, og þó að sá sjóður eflaust hafi ýmislegt á gjalda- lið sínum, er þó ekki loku skotið fyrir það, að hann gæti eitthvað lagt af mörkum til svo þarfs fyrirtækis, sem þessa. Eftir öllu að dæma,' berst honum ekki lítið fje, sem ráða má meðal annars á því, að ekki er talið nauðsynlegt, að ríkissjóður leggi fram fje til hans meir fyrst um sinn. Gæti þaðan komið 1—200,000 kr., væri mikill styrkur fenginn í þessu máli. Hvað sem um þetta er, virðist þó mega taka það til yfirvegunar, því vel má segja, að þessi mál fari saman, bæði eru hin þörfustu, og kernur fjeð- landsmönnum á þennan hátt að góðu liði. Þorf. Kr. Ritfregn. Lárus Sigurbjörnsson: Over Passet og andre Fortællinger. Khöfn. 1925, 142 bls. Verð 3,50. Þessi litla bók er fyrsta skáldrit hins unga og framgjarna höfundar. Það eru alls 8 smásögur, sem ef til vill mætti eins nefna frásögur eða myndir. Þrjár þeirra: „Yfir skarðið", „Fólgið fjey/ og „Fossinn'7 eru all- langar, hinar eru allar styttri. Sög-

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.