17. júní - 01.06.1926, Blaðsíða 14

17. júní - 01.06.1926, Blaðsíða 14
94 17. JUNí frá götunum og múraðar grafir eða brunnar, sem menn gátu farið niður í, til þess að hreinsa leiðslumar. Þar á móti voru oft erfiðleikar með neysluvatnið: Á sumrum þornuðu sjálfar vatnsþrórnar, og á götunum úði þá og grúði af vatnssölum, eins og sjá má t. d. í Tunis þann dag í dag. Vatnskarlarnir urðu þá að sækja vatnið úr fjarlægum lindum, og bera það í belgjum til borgarinnar. (Sbr. Markús 14, 13.). Allmargar iðnaðargreinar biðu talsverðan hnekki af sabbatslögunum, sem voru mjög ströng. Svo langt var farið, að jafnvel læknar máttu ekki taka hendi til neins á helgum degi. Eftirfarandi dæmi sýnir, hve sniðugir menn oft og einatt urðu að vera, til þess að smokka sjer undan laga- ákvæðum gyðingdómsins: „Maður nokkur kom á sjálfri páskahátíðinni til læknis, til að leita sjer hjálpar við stóru kýli, sem hann hafði. Læknirinn skar kýlið af, en ljet það þó aðeins hanga við á lítilli taug, festi það síðan á þyrnirunna, svo það rifnaði af og hjekk eftir, þegar sjúklingurinn fór. Að þessu loknu gátu þeir báðir haldið páskana með bestu samvisku." Þetta er auðsjáanlega ágæt mynd af helgidagshræsni þeirri, er Jesús barðist á móti. í sjálfu musterinu var sjerstakur læknir, sem stundaði prestana þegar þeir annaðhvort særðust við fórnirn- ar, eða urðu kvefaðir af að ganga berfættir á steinflísunum í must- erisgarðinum. Hið stöðuga kjötát virðist einnig hafa skaðað heilsufar prestastj ettarinnar. Eins og líka Guðspjöllin benda á, höfðu peningavíxlararnir borð sín í musterisgarðinum. En þess ber að gæta, að musteri austurlanda voru bankar sinna tíma, miðstöð allra peninga- og verslunarviðskifta, og prestar Gyðinga stóðu stjettarbræðr- um sínum í Babýlon ekki að baki í peningamálunum — þeir voru oft og tíðum aðalhluthafar í peningaverslun landsins. Hinar miklu tekjur, sem bárust musterinu í uppskerutíundum, skött- um, leigu eftir jarðeignir og gjöfum frá guðhræddum ríkismönnum í Me- sopotamíu, Egyptalandi og öllum öðrum, þar sem Júðar bjuggu, lagði grundvöllinn undir verslunarmagn prestanna, fjekk þá til að afla sjer verslunarþekkingar og gerði þá áhugasama í viðskiftalífi þjóðar- innar, líkt og átti sjer stað með stéttarbræður þeirra í hinum stóru musterum Grikkja. Sjerhver rjetttrúaður ísraelsmaður var skyldugur til að gefa fyrstu tíund af öllum sínum tekjum til musterisins, en næstu tíund skyldi hann eyða í pílagrímsgöngu til Jerúsalem og til dvalar sinnar þar. Af þessum ástæð- um blómgaðist bæði musterið og bær- inn, þrátt fyrir óhentuga legu sína, alveg á sama hátt og átti sjer stað með Apollosvéið í Delfi, og báðir þessir staðir áttu sammerkt í, að íbúarnir og prestarnir voru gróðafíkn- ir og veraldlega hugsandi. — Deilur þær, er jafnan risu milli prestanna

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.