Nýir tímar - 21.12.1939, Blaðsíða 1

Nýir tímar - 21.12.1939, Blaðsíða 1
2. TÖLUBLAÐ FIMMTUDAGUR 21. DES. 1939. 1. ARGANGUR Landssambandið gekkst fyrir al- mennnm verklýðsfnndi s.l. snunndag Fundurinn andvlgur réffíndaskerðíngu alþýdunnar Landssamband íslenzkra stéttarfélaga og fulltróaráð stéttarfé- laganna í Reykjavík efndu til verklýðsfundar í Nýja Bíó í Reykjavík sunnudaginn 17. des sl. Um 500 manns sat fundinn, Fundarefni var atvinnuleysið og verkalýðsmálin á Alþingi- Fundinn setti Jón Guðlaugsson formaður Fulltrúaráðsins, en fundarstjóri var Guðmundur Ó. Guðmundsson. Ræður fiuttu/ Eð- varð Sigurðsson um atvinnuleysismálin, Þorsteinn Pétursson um vinnulöggjöfina, Guðjón Benediktsson um iðnaðarmálin á Alþingi. Laufey Valdimarsdóttir um framfærslumálin á Alþingi, Héðinn Valdimarsson um kaupgjaldsmálin og „höggorminn", og Sigurður Guðnason um ríkislögreglufrumvarp Hermanns Jónassonar. Ályktanir og samþykktir fundarins fara hér á eftir, örlítið styttar: /. Ályktun. í atvinnuleysismálunum: Fundurinn skorar á r£ki og bæ að stuðla eftir ftrasta inegni til þess að ekki verði dregið úr opinberuin framkvæmdum, heldur auknar frá því sem nú er. Fundurinn ályktar ennfremur nauðsynlegt að gefinn verði frjáls innfiutningur á öllu því sem þarí til þess að halda uppr atvinnuvegunum, svo serii bygginga vöroMii og efnivörum til iðnaðar. Loks skorar fundurinn á bæjarstjórn ína að hafa ekki færri en 700 manns í hitaveitunni og atvinnubótavinn- unni samtajs, unz kemur fram á ver tíð og að aukið verði í atvinnubóta vinnunni um 200—300 manns í vik unni fyrir jöl. 2. Ályktun um kosningu atvinnuleys- isnefnda: Fundurinn skorar á öll verklýðs* félög1 í Reykjavík að kjósa atvirmu- leysisnefndir, sem starfi saiman gegn atvinnuleysinu, fyrir auknum at- vinnubótum og auknum framkvæmd- um1 á sviði atvinnulífsins, og skorar á atvinnuleysisnefnd Dagsbrúnar að taka að sér forustu í þeirri sam- vinnu. 3. Ályktun mn afskipti Ibggjafaif valdsins af skipwlagi og starfsemi stéttarfélaganna: Fundurinn mótmælir harðlega pelm margvíslegu takmörkunum og Blaðíð Ekki hefur samkornulag orðið um það, að Sameiningarflðkkur alþýðu léti af hendi Nýtt land. Hinsvegar munum við, sem að þessu blaði stöndum, hefja útgáfu á blaði með reglulegum hætti strax eftir áramót in. Eí til vill kemur líka út blað milli jólaognýjárs.ef tilefni gefst, enda hafa blaðinu borizt fleiri greinar en Iiægt er að taka að þessu sinni, þar á meðal svar til „mið, stjórnar Sameiningarflokksins eftir Arnór Sigurjónsson og gnein eftir Svafar Guðjónsson, varaforseta Æskulýðsfylkingariimar. árásum á frelsi stéttarfélaganna, er gerðar hafa verið með virmulöggjöf inná, gengislögunum og fleiri lögum síðustu ára, og úrskurði Félagsdómjs um skilning vinnulöggjafarinnar, þar sem beinlínis er ýtt undir klofning stéttarfélaganna í mörg félög í hverri starfsgrein á hverjum stað. Pá skorar fundurinn á Alþingi að samþykkja nú þegar þá breytrngu á vinnulöggjöfinni, að einungis eitt stéttarfélag í'hverri starfsgrein á hverjum stað fái lagaviðurkenningu, að allir meðlimir stéttarfélaganna hafi sama rétt til kosninga ogtrún- aðarstarfa i félögunum og sambönd- uan án tillits til stjómmálaskoðana. 4. Álykfun í ifinafiarmdlwn: Fundurinn mótmælir eindregið frumvarpi til laga um viðauka vjð lög um iðnnám frá 11. júní 1938, sem flutt er af Thor Thors, þar sem með frumvarpi þessu er gengið svo mjög á rétt sveinafélag- anna, til að skipuleggja þá félags- lega, sem að iðnunum vinna. Skor-- ar fundurinn því fastlega á Al^ þingi að fella frumvarpið . Sömuleiðis mótmælir fundurinn harðlega frumvarpi því til laga um breytingu á lögum um iðju og iðn- að frá 23. júní 1936, sem flutt er af Pálma Hannessyni, því með frum- varpi þessu hlýtur að verða rýrð til muna hin mjnnkandi vinna bygg- ingariðnaða rmanna. Fundurinn skorar á Alþingi að banna -ekki iðnaðarmönnum með lögum að beita samtökum sínum til að komia í veg fyrir óeðlilega fjölgun í i ðngrteimuuun. .5. Mótmœli gegn stjörnarfitimvarpi um breytingii fimnfœrslulaganna: Fu'ndurinn mótmælir lögum þess- um, sem svipta framfærsluþuria mannréttindum og kemur á lög- leyfðu þrælahaldi á Islandi. 6. Ati/kfun I kaupgjalásmálufn: Fundurirm ályktar að krefjast þess að gengislöggjöfinni verði breytt þannig, að stéttarfélögin fái fullt sa!mningafrels> um kaupgjalds- og hagsmunamál meðlima sinna, og tel ur fundurinn að með þeim verðlags- hækkunum, sem þegar eru skollnar á, og fyrirsjáanlegar eru, sé óhugs- andi að verkalýðurimi geti bjargast án þess að kaupgialdið hækki að fullu manaðarlega með dýrtíðinni. Skorar fundurinn því á Alþingi að samþykkja breytingatillogur þriggja þingmanna í <Neðri deild við frum- varp til laga um gengisskráningu o. fl., svo að verklýðpsamtökununi verði tryggt að nýju fullt samn- ingafrelsi um kaupgjaldsniál sín, og lágmarkskauphækkun, sem nemi fullri aukningu dýrtíðar innar og komi mánaðarlega eftir á. 7. Sampykkt um fmmvarp til laga itm nokkmr rá&tafanir vegna núver,- andi styrjaldarmtands o. fl.: Fundurinn mötmælir harðlega frumvarpi til laga um nokkrar ráð- stafanir vegna núverandi styrjaldar ástands o. fl., ásamt breytingatill- lögum við frumvarpið (höggormsl- frumvarpið), sem stórfeldri árás á verklýðssamtökin og almenn mann- réttindi, auk þess lítur fundurinn (svo á að þessi aðferð við breytingar á íriörgum Iögum í senn sé brot á veivjulegri þinglegri meðferð mála. Skonar fundurhm á Alþingi að fella frumvarpið. 8. Mótmœli gegn rikislbgreglufmm- varpimi: Fundurjnn mótmælir harðlega frumvarpi Hermanns Jónassonar um ótakmarkað vald ráðherra til aukn- ingar varalögreglu i landinu og ó- takmorkuðum yfirráðum ráðherra yfir allri lögreglu og varlögregil** landsjns, notkun hennar, flutnini'gi um landið og tækja, og skorar á Alþingi að fella fmmvarpið. Fnndurinn telur slík lög stofna lýðræðinu í landjnlu í beinan voða ög sé stefnt gegn verkalýðnum og samtökum hans. Fundurinn skorar á allan verkalýð að standa eindregið saman gegn þessari lagasetningu. Sósíalísfafélag Scyðísffairdar se$íir síg úr Sósí~ alísfaflokknum Eins og drepið var á i síðasta blaði hélt Sósíalistafélag Seyðis- fjarðar fund um ágreiningsmálin innan flokksins og fól stjórn sinni að segja félagið úr flokknum. Ályktun fundarins er orðrétt sem hér segir: Sósíalistafölag Seyðisfjarðar átelur Framhald á 4. síðu. Hédinn Valdímarsson: Það, sem skilið hefur og koma skal Klofningur sá, sem orðið hefur í Sósíalistaflokknum með úrsögn meiri .hluta miðstjórnar úr flokkn- um, er mismunandi skýrður af þjóðstjórnarflokksblöðunum og Þjóðviljanum, en um það eiga þessi blöð sammerkt, að þau geta ekki skýrt málið á. þann einfalda hátt, sem olli því, að ekki var lengur hægt að halda flokknum saman, vegna þess að sameining- aigrundvöllurinn var rofinn. Al- þýðublaðið, sem aðallega hefur orðið fyrir þjóðstjórnarblöðunum í þessu máli, vill ýmist taka þenna klofning til inntekta fyrir alla af- stöðu Skjaldborgarinnar í pólitík og faglegum málum, eða lætur_sem þetta sé leikur einn og beinir eftir venju sínum ryðbrunna geiri að mér persónulega með því að ég sc enn einu sinni að miða stefnu mína við hagsmuni olíusala! Þjóð- viljinn talar um liðhlaupa og vitn- ar í postula sinn Hjört Cyrusson frá Sandi. Afstaða okkar sósíalistanna sem yfirgefið höfum Sósíalista- flokkinn er hrein og bein. Stofnun flokksins og stefnuskrá var sniðin eftir norska verkamanaflokknum. Flokkurinn skyldi vera lýðræðis- flokkur og sósíalistiskur, geta rúmað alla þá sósíalista, sem á grundvelli stefnuskrar hans vildu vinna, en óháður öllum pólitískum flokkum, innlendum og erlendum og innlendu og erlendu rkisvaldi sósíalistiskur flokkur, sem byggði á þjóðlegum grundvelli og það svo ibreiðum, að hann gæti sameinað verkalýðinn og aðra íslenzka al- þýðu í pólitískum samtökum, er væri stjórnað af íslenzkri alþýðu sjálfri, án nokkurs annars miðs en hennar eigin heilla og hags- muna.Þar með var gefið, að flokk- urinn yrði í andstöðu við núver- andi rikisstjórn, sem er sameining foringjaklíku íhaldsflokkanna stjórnað af íhaldssamasta hluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks- ins með Skjaldborgarforustuna í eftirdragi. Ennfremur hlaut flokk- urinn að taka algerlega sjálfstæða og gagnrýnandi afstöðu gagnvart alþjóðasamböndum kommúnista og sósíalista og utanríkispólitík Sovétríkjanna jafnt sem annarra ríkja. Meðan flokkurinn vann á þessum grundvelli óx hann dag frá degi og uppfyllti hlutverk sitt. En síðastliðið haust, er stjórn Sovét- lýðveldanna gerði griðasamning- inn við Þýzkaland, með þar af leið- andi síðari atburðum, síðast árás- inni á Finnland, sneru helztu ráða- menn gamla Kommúnistaflokksins algeiiega við blaðinu í íslenzkri pólitík, utan og innan flokksins Þeir mátu meira skilyrðislaust fylgi sitt við stjórn Sovétlýðveld- anna, heldur en grundvöll þann, sem flokkurinn byggðist á, einingu hans og stefnuskrá. Þeir litu svo á, að nú væri Moskva-„línan", eini rétti pólitíski grundvöllurinn, sú að Sovétlýðveldin skyldu leggja undir sig og kommúnismann allan heiminn með máli og brandi, „heimsbyltingin" fyrirhugaða væri orðin að stríði Sovétríkjanna gegn öllum hinum „kapítalistiska" heimi, og þá væri tilgangslaust lengur að hafa samvinnu eða sam- fylkingu við aðra sósíalista en kommúnista eða lýðræðisflokka ell ¦, egar gera mun á lýðræðisríkjum og árásarríkjum fasismans. Það væri jafnvel eðlilegt að gera í þessu væntanlega heimsstríði samband við hið fasistiska Þýzkaland gegn lýðræðisrikjunum, þó að þau væru styrkari, til að standa af sér heimsbyltinguna, og öll meðul væri jafn góð, ef sigur feng- ist fyrir Sovétlýðveldin og heims- byltinguna. Árás Sovétríkjanna á smá nágrannaríki og Finnland væru á^ slíkum heimsbyltingatím- um sjálfsögð, tilgangurinn helgaði meðalið. Þessvegna skyldu komm- únistar allra landa taka upp ó- sveigjanlega baráttu með þessari nýju stefnu Sovét, hvað sem á dyndi og hvernig sem aðstaðan væri í hverju landi, jafnvel þó að alþýðu bess lands gæti í bili verið fórnað fasismanum' fyrir sigur Sovétríkjanna á öðrum sviðum. Hinir hreinu réttlínu-kommúnist- ar yrðu að ná undir sig pólitískri forustu meiri eða minni flokka, sem svo gætu náð í heimsbylting- arsambandið við hin ósigrandi Sovétríki. Annars væri heimurinn ekki þess verður að lifa í honum Með þessu hugarfari var það, sem Þjóðviljinn tók stefnu sína í al- þjóðamálum og braut grundvöll Sósíalistaflokksins og stefnuskrá hans, klauf flokkinn. E'g þarf ekki að lýsa því, að öll þessi stefna er gersamlega and- stæð því, sem við sósíalistarnir úr Alþýðuflokknum höfum og höfum \haft, og við getum ekki treyst þeim mönnum, sem hana hafa né getum veríð í flokki með þeim, er þeir vilja beita henni. En þess er að geta, að mikill hluti gömlu kommúnistanna og stuðnings- manna þeirra eru fjarlægir þess- um hugsunarhætti og hugsa svip- að og við, þó að þeir láti minna á því bera og hert sé að þeim innan Sósíalistaflokksins af ofstækistrú- armönnum á allan hátt. Það er eingöngu vegna valdaaðstöðu þess- Framh. á 4. síðu.

x

Nýir tímar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýir tímar
https://timarit.is/publication/712

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.