Nýir tímar - 21.12.1939, Side 1

Nýir tímar - 21.12.1939, Side 1
2. TÖLUBLAÐ FIMMTUDAGUR 21. DES. 1939. 1. ARGANGUR Landssambandið gekkst fyrir al- mennnm verklýðsfnndi s.l. snnnndag Fundurinti andvigur réttindaskerdín$u alþýdunnar Lands»amband íslenzkra stéttarfélaga og fulltrúaráð stéttarfé- laganna í Reykjavík efndu til verklýðsfundar í Nyja Bíó í Reykjavík sunnudaginn 17. des sl. Um 500 manns sat fundinn. Fundarefni var atvinnuleysið og verkalýðsmálin á Alþingi. Fundinn setti Jón Guðlaugsson formaður Fulltrúaráðsins, en fundarstjóri var Guðmundur Ó. Guðmundsson. Ræður fluttu; Eð- varð Sigurðsson um atvinnuleysismálin, Þorsteinn Pétursson um vinnulöggjöfina, Guðjón Benediktsson um iðnaðarmálin á Alþingi Laufey Valdimarsdóttir um framfærslumálin á Alþingi, Héðinn Valdimai-sson um kaupgjaldsmálin og „höggorminn”, og Sigurður Guðnason um ríkislögreglufrumvarp Hermanns Jónassonar. Ályktanir og samþykktir fundarins t'ara hér á eftir, örlítið styttar: 1. Ályktun. í atviimuleysismálunum: Fundurjnn skorar á ríki og bæ að siuðla eftir itrasta megni til þess að ekki verði dregið úr opinberum framkvæmdum, heldur auknar frá þvi sem nú er. Fundurinn ályktar ennfremur nauðsynlegt að gefinn verði frjáls innfiutningur á öllu því sem þarf til þess að halda uppf atvinnuvegunum, svo sem bygginga vöruin og efnivönim til iðnaðar. Ix)ks skonar funduiinn á bæjarstjórn ina að hafa ekki færri en 700 manns í hitaveitunni og atvinnubótavinn- unni samtals, unz kemur fram á ver tíð og að aúkið verði í atvinnubóta vinnunni um 200—300 manns í vik unni fyrir jól. 2. Ályktim um kosrringu atvinnuleys- isnefnda: Fundurinn skorar á öll verklýðs-' félög1 i Reykjavík að kjósa atvinnu- leysisnefndir, sem starfi saman gegn atvdnnuleysinu, fyrir auknum at- vinnubótum og auknum framkvæmd- um1 á sviði atvinnulífsins, og skorar á atviimuleysisnefnd Dagsbrúnar að taka að sér forustu í þeirri sam- vjnnu. 3. Alyktun um afskipti löygjafaif valdsins af skipvlayi og starfsemt stéttarfélaganna: Fundurinn mótmælir harðlega þeim margvíslegu takmörkunum og Blaðíd Ekki hefur samkomulag orðið um það, að Sameiningarflokkur alþýðu léti af hendi Nýtt land. Hinsvegar munum við, sem að þessu blaði stöndum, hefja útgáfu á blaði með reglulegum hætti strax eftir áramót in. Ef til vill keinur líka út blað milli jólaog nýjárs, ef tilefni gefst, enda hafa blaðinu borizt fleiri greinar en hægt er að taka að þessu sinni, þar á ineðal svar til „mið- stjórnar Sameiningarflokksins eftir Arnór Sigurjónsson og grein eftir ávafar Guðjónssoji, varaforseta Æsk u lýð sfylk inga rhm ar. árásuan á frelsi stéttarfélaganna, er gerðar hafa verið með vinnulöggjöf inni, gengislögunum og fleiri lögum síðustu ára, og úrskurði Félagsdöm|s um skilning vinnulöggjafarinnar, þar sem beinlínis er ýtt undir klofning stéttarfélaganna i mörg félög í hverri starfsgrein á hverjuin stað. Pá skorar fundurinn á Alþingi að samþykkja nú þegar þá ijreyiingu á vinnulöggjöfinni, að einungis eitt stéttarfélag i hverri starfsgrein á hverjum stað fái lagaviðurkenningu, að allir meðlimir stéttarfélaganna hafi sarna rétt til kosninga ogtrún- iaðarstarfa i félögunum og sambönd- um án tillits til stjómmálaskoðana. 4. Ályktvm i i'öna'öarmálum: • Funrlurinn mótmælir eindregið frumvarpi til laga um viðauka vjð lög um iðnnám frá 11. júni 1938, sem flutt er af Thor Thors, þar sem með frumvarpi þessu er gengið svo ínjög á rétt sveinafélag- anna, til að skipuleggja þá félags- lega, sem að iðnunum vinna. Skor- ar fundurimi því fastlega á Al- þingi að fella frumvarpið . Sömuleiðis mótmæiir fundurinn harðlega frumvar])i því til laga um breytingu á lögum nm iðju og iðn- að frá 23. júní 1936, sem flutt er af Pálma Hannessyni, því með frum- varpi þessu hlýtur að verða rýrð til muna hin minnkandi vinna hygg- ingariðnaðavmanna. Fundurinn skorar á Alþingi að hanna -ekki iðnaðarmönnum ineð lögum að heita samtökum sinum til að komia i veg fyrir óeðlilega fjölgun í i ðngrfeinummi. .5. Mátmarii yegn stjórmrfmmvurpi um breytingn framfœrshdaganm: Fundurjnn mótmælir lögum þess- um, sem svipta framfærsluþurfa mannréttindum og kemur á lög- leyfðu þrælahaldi á islandi. ö- Áh/kfun i kaupgjaldsmálum: Fundurinn álykiar aö krefjast þess | að gengislöggjöfinni verði breytt | þannig, að stéttaTfélögin fái fullt j samningafrelsY um kaupgjalds- og i hagsmunamál meðlima sinna, og tel : ur fundurinn að meö þeim verðlags- hækkunum, sem þegar eru skoltnar á, og fyrirsjáanlegar eru, sé óhugs- andi að verkalýðurinn geti bjargast án þess að kaupgjaldið hækki að fullu mánaðarlega með dýrtiðinni. Skorar fundurinn því á Alþingi að samþykkja breytingatillögur þriggja þingmanna í iNeðri deild við frum- varp til laga um gengisskráningu o. fl., svo að verklýðfjsamtökunum verði tryggt að nýju fullt samn- ingafrelsi um kaupgjaldsmál sin, og lágmarkskauphækku.n, sem nemi fullri aukningu dýrtíðar innar og komi mánaðarlega eftir á. 7. Sampykkt um frumvarp til laya um iwkkmr ráötafanir vegna núver,- andi siyrjaldarástands o. //.: Fundurinn mótmælir harðlega frumvarpi til laga um nokkrar ráð- siafanir vegna núverandi styrjaldar ástands o. fl., ásamt breytingatilf- lögum við frumvarpið (höggormS- frumvarpið), sem stórfeldri árás á verklýðssamtökin og almenn mann- réttindi, auk þess lítur fundurinn (svo á að þessi aðferð við breytingar á mörgum lögnm í senn sé broi á venjulegri þinglegri meðferð mála. Skorar fundurrnn á Alþingi að fella fru.mvarpið. 8. Mótmæli c/egn rikislögreglufmm- varpimi: Fundurinn mótmælir harðlega frumvarpi Hermanns Jónassonar um ótakmarkað vald ráðlierra til aukn- ingar varalögreglu í landinu og ó- takmörkuðum yfirráðum ráðherra yfir allri lögreglu og varlögregilll landsins, notkun hennar, flutnin|gi um landið og tækja, og skorar á Alþingi að fella frumvarpið. Fundurinn telur slík lög stofna lýðræðinu i landin'u í beinan voða og sé stefnt gegn verkalýðnum og samtökum lians. Fundurinn skorar á allan verkalýð að standa eindregið saman gegn þessari lagasetningu. Hédínn Valdímarsson: Það, sem skilið hefur og koma skal Sósíalísíafélag Seydísfjardar scgír sig úir Sósí~ alísfaflokknum Eins og drepið var á í síðasta blaði hélt Sósíalistafélag Seyðis- fjarðar fund um ágréiningsmálin jnnan flokksins og fól stjórn sinni að segja félagið úr flokknum. Alyktun fundarins er orðrétt sem hér segir: Sósíalistafélag Seyðisfjarðar átelur Framhald á 4. síðu. Klofningur sá, sem orðið hefur í Sósíalistaflokknum með úrsögn meiri .hluta miðstjórnar úr flokkn- um, er mismunandi skýrður af þjóðstjórnarflokksblöðunum og Þjóðviljanum, en um það eiga þessi blöð sammerkt, að þau geta ekki skýrt málið á. þann einfalda hátt, sem olli því, að ekki var lengur hægt að halda flokknum saman, vegna þess að sameining- argrundvöllurinn var rofinn. Al- þýðublaðið, sem aðallega hefur orðið fyrir þjóðstjórnarblöðunum i þessu máli, vill ýmist taka þenna klofning til inntekta fyrir alla af- stöðu Skjaldborgarinnar í pólitík og faglegum málum, eða lætur sem þetta sé leikur einn og beinir eftir venju sínum ryðbrunna geiri að mér persónulega með því að ég sc enn einu sinni að miða stefnu mína við hagsmuni olíusala! Þjóð- viljinn talar um liðhlaupa og vitn- ar í postula sinn Hjört Cyrusson frá Sandi. Afstaða okkar sósíalistanna sem yfirgefið höfum Sósíalista- flokkinn er hrein og bein. Stofnun flokksins og stefnuskrá var sniðin eftir norska verkamanaflokknum Fiokkurinn skyldi vera lýðræðis- flokkur og sósíalistiskur, geta rúmað alla þá sósíalista, sem á grundvelli stefnuskrár hans vildu vinna, en óháður öllum pólitískum flokkum, innlendum og erlendum og innlendu og erlendu rkisvaldi sósíalistiskur flokkur, sem byggði á þjóðlegum grundvelli og það svo ibreiðum, að hann gæti sameinað verkalýðinn og aðra íslenzka al- þýðu í pólitískum samtökum, er væri stjórnað af íslénzkri alþýðu sjálfri, án nokkurs annars miðs en hennar eigin heilla og hags- muna.Þar með var gefið, að flokk- urinn yrði í andstöðu við núver- andi ríkisstjóm, sem er sameining foringjaklíku íhaldsflokkanna stjórnað af íhaldssamasta hluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks- ins með Skjaldborgarforustuna í eftirdragi. Ennfremur hlaut flokk- urinn að taka algerlega sjálfstæða og gagnrýnandi afstöðu gagnvart alþjóðasamböndum kommúnista og sósíalista og utanríkispólitík Sovétríkjanna jafnt sem annarra ríkja. Meðan flokkurinn vann á þessum grundvelli óx hann dag frá degi og uppfyllti hlutverk sitt. En síðastliðið haust, er stjóm Sovét- lýðveldanna gerði griðasamning- inn við Þýzkaland, með þar af leið- andi síðari atburðum, síðast árás- inni á Finnland, sneru helztu ráða- menn gamla Kommúnistaflokksins algerlega við blaðinu í íslenzkri pólitík, utan og innan flokksins Þeir mátu meira skilyrðislaust fylgi sitt við stjórn Sovétlýðveld- anna, heldur en gmndvöll þann, sem flokkurinn byggðist á, einingu hans og stefnuskrá. Þeir litu svo á, að nú væri Moskva-„línan”, eini rétti pólitíski grundvöllurinn, sú að Sovétlýðveldin skyldu leggja undir sig og kommúnismann allan heiminn með máli og brandi, „heimsbyltingin” fyrirhugaða væri orðin að stríði Sovétríkjanna gegn öllum hinum „kapítalistiska” heimi, og þá væri tilgangslaust lengur að hafa samvinnu eða sam- fylkingu við aðra sósíalista en kommúnista eða lýðræðisflokka ell egar gera mun á lýðræðisríkjum og árásarríkjum fasismans. Það væri jafnvel eðlilegt að gera í þessu væntanlega heimsstriði samband við hið fasistiska Þýzkaland gegn lýðræðisríkjunum, þó að þau væru styrkari, til að standa af sér heimsbyltinguna, og öll meðul væri jafn góð, ef sigur feng- ist fyrir Sovétlýðveldin og heims- byltinguna. Árás Sovétríkjanna á smá nágrannaríki og Finnland væru á slíkum heimsbyltingatím- um sjálfsögð, tilgangurinn helgaði meðalið. Þessvegna skyldu komm- únistar allra landa taka upp ó- sveigjanlega baráttu með þessari nýju stefnu Sovét, hvað sem á dyndi og hvemig sem aðstaðan væri í hverju landi, jafnvel þó að alþýðu þess lands gæti í bili verið fómað fasismanum' fyrir sigur Sovétríkjanna á öðrum sviðum. Hinir lireinu réttlínu-kommúnist- ar yrðu að ná undir sig pólitískri forustu meiri eða minni flokka, sem svo gætu náð í heimsbylting- arsambandið við hin ósigrandi Sovétríki. Annars væri heimurinn ekki þess verður að lifa í honum Með þessu hugarfari var það, sem Þjóðviljinn tók stefnu sína í al- þjóðamálum og braut grundvöll Sósíalistaflokksins og stefnuskrá hans, klauf flokkinn. Eg þarf ekki að lýsa því, að öli þessi stefna er gersamlega and- stæð því, sem við sósíalistarnir úr Alþýðuflokknum höfum og höfum vhaft, og við getum ekki treyst þeim mönnum, sem hana hafa né getum verið í flokki með þeim, er þeir vilja beita henni. En þess er að geta, að mikill hluti gönilu kommúnistanna og stuðnings- manna þeirra eru fjarlægir þess- um hugsunarhætti og hugsa svip- að og við, þó að þeir láti minna á því bera og hert sé að þeim innan Sósíalistaflokksins af ofstækistrú- armönnum á allan hátt. Það er eingöngu vegna valdaaðstöðu þess- Framh. á 4. síðu.

x

Nýir tímar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýir tímar
https://timarit.is/publication/712

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.